Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig geta mínir nánustu látið loka Facebook-síðunni minni þegar ég geispa golunni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Komið þið sæl. Ég er á Facebook. Þegar ég geispa golunn, hvernig geta þá mínir nánustu lokað eða látið loka síðunni? (Ruslpóstvörn er áreiðanlega ágæt, en kallar eins og ég eru fljótir að gleyma). Nútímatækni leysir ýmis vandamál en getur einnig búið til önnur. ...
Hvaða efni er hægt að nota til að uppræta gras á milli hellna?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Við erum að basla við að uppræta gróður á milli hellnanna í gangstéttinni. Okkur gengur ágætlega með illgresið, en grasið vill ekki gefa sig. Vitið þið um efni sem almenningur getur keypt og blandað saman til að losna við grasið? Og þá í kvaða hlutföllum? P.s. Roundup virkar ekki ...
Er löglegt að skjóta dróna sem fer inn á einkalóð niður með haglabyssu?
Dróni er samkvæmt íslenskri orðabók fjarstýrt loftfar. Drónar eru ómönnuð loftför en samkvæmt lögum um loftferðir nr. 60/1998 er loftfar sérhvert tæki sem haldist getur á flugi vegna verkana loftsins, annarra en loftpúðaáhrifa við yfirborð jarðar. Lögin gilda því um dróna. Einnig er reglugerð nr. 770/2010 um f...
Hvaða rannsóknir hefur Ásgeir Brynjar Torfason stundað?
Ásgeir Brynjar Torfason er lektor á sviði fjármála og reikningshalds í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann situr einnig í fjármálaráði sem veitir álit á fjármálastefnu ríkisstjórnar og fjármálaáætlunum sem fjármálaráðherra leggur fram á hverju vori, í samræmi við ný lög um opinber fjármál. Rannsóknir Ásge...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hrund Ólöf Andradóttir rannsakað?
Hrund Ólöf Andradóttir er prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að eðlisfræðilegum ferlum sem stuðla að dreifingu og örlögum efna í lofti og legi. Hrund hefur rannsakað virkni blágrænna ofanvatnslausna, eins og settjarna og gróðurþaka, sem miðla og hreinsa v...
Hvaða nýja stjarna fannst árið 1918?
Þann 29. júní árið 1918 birtist frétt í blaðinu Dagsbrún um að ný stjarna hefði uppgötvast fyrr í mánuðinum. Í fréttinni segir að stjarnan hafi verið „viðlíka skær og skærustu fastastjörnur“ og að 35 stjörnufræðingar um allan heim hafi samstundis sent skeyti til stjörnufræðimiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn, enda ha...
Hvaða rannsóknir hefur Elsa Eiríksdóttir stundað?
Elsa Eiríksdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif, sérstaklega í upphafi náms. Núverandi rannsóknarverkefni s...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Aðalbjarnardóttir rannsakað?
Sigrún Aðalbjarnardóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur fengist við rannsóknir á ýmsum þroskaþáttum ungs fólks, líðan þess, áhættuhegðun, námsgengi og borgaravitund. Jafnframt hefur hún kannað og fjallað um hvernig nærumhverfið, fjölskyldan og skólinn, g...
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Linda Rafnsdóttir stundað?
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskólans. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja. Guðbjörg Linda hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðl...
Hvaða rannsóknir hefur Stefanía Óskarsdóttir stundað?
Rannsóknir Stefaníu Óskarsdóttur, dósents í Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, eru á sviði samanburðarstjórnmála með áherslu á íslensk stjórnmál. Síðustu ár hefur Stefanía einkum skoðað þróun þingræðisskipulagsins hérlendis og aðkomu hagsmunasamtaka að opinberri ákvarðanatöku. Hún hefur sýnt fram á að íslensk s...
Hvaða munur er á öfund og afbrýðisemi?
Í Íslenskri orðsifjabók sem er aðgengileg hér eru hugtökin öfund og afbrýðissemi skilgreind á þennan hátt: Öfund: 'sú tilfinning að geta ekki unnt öðrum þeirra gæða sem hann nýtur.' Afbrýðisemi: 'sterk neikvæð tilfinning, s.s. sársauki eða reiði, sem kemur upp þegar annar er tekinn fram yfir mann sjálfan, ei...
Ég er 17 ára stelpa, hvernig geri ég ferilskrá?
Öll spurningin hljóðaði svona: Spurningin mín er: Hvernig gerir maður starfsferilsskrá? Ég er 17 ára ung stelpa sem er að leita að vinnu. Ég þarf ekki nauðsynlega að vera með starfsferilsskrá fyrir störf sem ég er að sækja um núna en mig langar að vera með starfsferilskrá fyrir til öryggis í framtíðinni af því ég...
Af hverju loga svona miklir gróðureldar í Ástralíu?
Frá haustinu 2019 og fram að því að þetta er skrifað snemma í janúar 2020 hafa geisað miklir gróðureldar í Ástralíu. Ásæður þess að eldarnir eru svona miklir nú eru bæði nærtækar (e. proximal) og fjarrænar (e. distal). Það nærtæka er að fólk kveikir í af slysni eða gáleysi. Ef sina, sprek og lauf á jörðinni er þur...
Er löglegt að reka pírataútvarp á lágum krafti?
Upprunalega spurningin var: Er löglegt fyrir almenning að reka svokallaða "pirate radio station (pírataútvarp)" á lágum krafti? Hugtakið pírataútvarp vísar til fyrirbæris sem kallast á ensku Pirate radio, en með því er átt við útvarpsstöðvar sem starfa á skjön við reglur og leyfisveitingar með klækjabrögðum e...
Hvað felst í útlenda orðinu parkour og er til einhver íslensk þýðing á parkour-hlaupi?
Parkour er upprunnið í Frakklandi og er heitið komið af franska orðinu „parcours“ sem merkir leið. Í stuttu máli snýst parkour um að komast á milli staða eins fljótt og hægt er, nota hindranir og skemmta sér í leiðinni. Parkour má stunda hvar sem er og algengast er að leikvöllurinn sé borgarumhverfi, svo sem veggi...