Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hvers konar starf fer fram innan vísindakirkjunnar?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Árna Gunnlaugssonar: Hver er meginuppistaðan í kenningum vísindakirkjunnar?Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Christ, Scientist eða Christian Science og verða henni gerð skil í þessu sv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um ameríska bolabítinn (American Bulldog)?

Upphaf ameríska bolabítsins má rekja til Bretlandseyja en fyrr á öldum var hann mjög vinsæll þar og gegndi margvíslegum „störfum“ fyrir mannfólkið. Hann var mest notaður allra hundaafbrigða í landbúnaði, til dæmis sem varðhundur, hann var vanur að vera innan um búfénað og gætti hans gegn ýmsum rándýrum og þjófum. ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp brandarann?

Ungversk-breski fræðimaðurinn Arthur Koestler telur fyndni vera háða tungumálinu og orðræðueðli þess. (Hægt er að lesa nánar um kenningar Koestler í svari við spurningunni Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?) Ef gengið er út frá þeirri skilgreiningu, sést að brandarinn gæti allt eins verið jafngamall tungumáli...

category-iconLæknisfræði

Hefur brjóstaminnkun áhrif á getuna til að hafa barn á brjósti?

Hér er einnig svarað spurningunni: Er örugglega hægt að hafa barn á brjósti eftir að hafa gengist undir brjóstaminnkunaraðgerð? Stórum brjóstum geta fylgt verkir í baki og öxlum. Einnig geta böndin á brjóstahaldaranum skorist inn í axlir og sært konur þannig að far sést á öxlum þeirra. Stórum brjóstum getur l...

category-iconHugvísindi

Var Kleópatra til? Ef svo er, hvar hvílir hún?

Vissulega var Kleópatra til og margar heimildir eru til um hina einu sönnu Kleópötru (þá sjöundu í röð egypskra drottninga sem báru það nafn). Sagnfræðingar deila nokkuð um áreiðanleika þessara heimilda og ýmsar þeirra hafa á sér þjóðsagnakenndan blæ. Listamenn hafa sótt sér efnivið í þann arf, þeirra á meðal Will...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um áburðarmengun?

Í nágrannalöndunum hafa margir miklar áhyggur af mengun vegna áburðarefna, einkum niturs (N) og fosfórs (P). Áburðarmengun er tvennskonar, mengun grunnvatns vegna niðursigs og mengun straum- og stöðuvatna vegna afrennslis eða áfoks. Grunnvatnið mengast ef regnvatn sígur gegnum jarðveginn og ber með sér uppleyst sö...

category-iconFöstudagssvar

Finnst sumu fólki hákarl góður í alvöru eða er það bara að þykjast?

Á Þorranum stóð ritstjórn Vísindavefsins fyrir rannsóknum til að fá úr þessu skorið. Töluverðan tíma tók að vinna úr þeim gögnum sem bárust en niðurstöður liggja nú loksins fyrir. Hér verður rannsóknaraðferðum lýst og niðurstöður kynntar. Fyrsta tilraunin fór fram á ónefndu þorrablóti. Starfsmaður Vísindavefsin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig finnur maður út hversu marga möguleika talnaruna (t.d. leyninúmer) getur haft á uppröðun?

Fjöldi uppraðana í talnarunu í tugakerfinu er alltaf talan 10 í veldinu n, þar sem n táknar fjölda tölustafa í talnarununni. Leyninúmer (PIN-númer) sem notuð eru í bankaviðskiptum hér á landi eru fjórir tölustafir sem hver getur verið frá 0-9. Fjöldi mismunandi leyninúmera er því:104 = 10 ∙ 10 ∙ 10...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um Homotherium-ættkvíslina?

Homotherium er ættkvísl útdauðra stórkattardýra sem talin eru hafa verið á ferli á stóru meginlöndunum fyrir þremur milljónum ára og dáið út fyrir um 500 þúsund árum. Steingervingafræðingar hafa lýst alls um níu tegundum þessarar ættkvíslar og hafa steingerðar leifar þeirra fundist í Afríku, Evrasíu og Norður-Amer...

category-iconFélagsvísindi

Hve mörg lönd í heiminum leyfa verðtryggingu lána?

Það virðist óhætt að fullyrða að flest lönd leyfi verðtryggingu lána en það er annað mál að mjög misjafnt er hve útbreidd hún er. Það er helst hægt að finna dæmi um að verðtrygging lána hafi verið bönnuð í löndum sem hafa átt í verulegum erfiðleikum í baráttu við verðbólgu. Hið sama má segja um verðtryggingu launa...

category-iconLæknisfræði

Hvað er frunsa?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Getið þig sagt mér hvað frunsa er? Hvers vegna fær sumt fólk frunsu en annað ekki? Er hægt að koma í veg fyrir frunsumyndun?Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Eru frunsur smitandi? Ef svo er, geta þær smitast um allan líkamann? Frunsur eða áblástur er veirusýkin...

category-iconHugvísindi

Hver er sagan á bak við orðið völundarhús?

Spurningin sem Hólmkell Leó sendi inn hljóðaði svona: Ég er forvitinn að vita af hverju völundarhús heita þessu nafni? Orðið völundarhús er annars vegar notað um flókna byggingu með mörgum göngum og ranghölum en hins vegar um hluta af innra eyra. Fyrri merkingin er mun eldri og kemur þegar fram í fornu mál...

category-iconLæknisfræði

Hvað er sólarexem?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Af hverju fær fólk sólarexem?Er hægt að koma í veg fyrir sólarexem? Útbrotum sem við fáum af sólarljósi er oft skipt í tvo flokka, sólarofnæmi og sólarexem. Ekki er hægt að hafa ofnæmi fyrir sólarljósinu sem slíku en sólin getur haft þannig áhrif á sum efni (málma og f...

category-iconJarðvísindi

Af hverju brotnaði Pangea upp?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Voru allar heimsálfurnar einu sinni eitt land? Verður nokkurn tíma til aftur meginland eins og Pangea? Pangea varð til seint á perm (en perm-tímabilið var frá 285-250 milljónum ára) við samruna Gondwanalands og Evrameríku. Þetta risameginland náði milli heimskauta og t...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær fólk krabbamein ef það reykir?

Tóbak var fyrst flutt frá Vesturálfu til Evrópu, fyrst og fremst Spánar og Portúgals, á miðri 16. öld. Einni öld síðar var notkun þess orðin almenn í Vestur-Evrópu. Fljótlega varð ljós skaðsemi tóbaks og þegar um miðja 18. öld birtust varnaðarorð um efnið, þar á meðal krabbameinsvaldandi verkun þess. Þessi varn...

Fleiri niðurstöður