Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3913 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Hvers vegna er salt (NaCl) svona mikill skaðvaldur í umhverfi okkar?

Salt er efni sem finnst í náttúrunni, bæði uppleyst og óuppleyst. Allt salt sem menn nota er komið frá náttúrunni með tiltölulega einföldum hætti. Okkur sýnist því ekki rétt að tala fortakslaust um salt sem skaðvald í umhverfinu. Það er einfaldlega eitt af því sem náttúran ber í skauti sínu og er ýmist til góðs eð...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Verða ruslatunnur í framtíðinni lítil svarthol?

Svarið er að við höfum ekki trú á þessu af ýmsum ástæðum. Svarthol eru ekki þægilegir nágrannar og athuganda sýnist ekki að hlutir falli nokkurn tímann inn fyrir sjónhvörfin. Við mundum því geta skynjað rafsegulgeislun frá ruslinu til eilífðarnóns eða jafnlengi og svartholið varir! Þyngdarkraftar frá svartholinu y...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað gerist á jörðinni ef tunglið yrði sprengt í loft upp?

Ef tunglið yrði sprengt í tætlur með sprengju í miðju þess mundi það að sjálfsögðu hverfa af himninum ásamt öllum atburðum sem tengjast því, þar á meðal sólmyrkvum. Ef til vill mundu koma fram hringir í staðinn, svipað og á Satúrnusi. Einhver brot kynnu að skella á jörðinni. Sjávarföll mundu minnka til muna og bre...

category-iconVísindavefurinn

Vinna bara menntaðir einstaklingar við Vísindavefinn (vísindamenn, prófessorar og slíkt)?

Stór hópur manna tekur þátt í að svara spurningum á Vísindavefnum. Langflestir þeirra eru vísindamenn eða háskólakennarar eins og spyrjandi ýjar að en einnig eru í hópnum háskólanemar, annað hvort í grunn- eða framhaldsnámi. Öll svör á vefnum eru lesin yfir áður en þau eru birt, bæði með tilliti til efnis, skýrlei...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig eru svokallaðir lavalampar búnir til?

Arnar Ellertsson spurði 'Hvernig verka lava lampar? Af hverju flýtur vaxið upp og af hverju sýður olían ekki?' og Mattías Páll spurði 'Hvaða efni er í 'peace lamp'?' Svokallaður lavalampi er glært plastílát með tveimur mismunandi vökvum í og peru fyrir neðan. Yfirleitt er annar glær og hinn litaður, til...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Var Tyrannosaurus rex mesta og stærsta ráneðla sinna tíma og hvenær var hún uppi?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hve mörgum sinnum stærri og þyngri er grameðlan miðað við manninn? (Berglind Bjarnadóttir) Hvað gátu grameðlur orðið þungar? (Kristjana Kristjánsdóttir) Tyrannosaurus rex, eða grameðla, tilheyrði ættkvísl ráneðla (Tyrannosaurus). Til hennar heyrðu stórvaxnar ráne...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru álfar til?

Átrúnaður á aðra tegund fólks sem byggir jörðina með mönnum, en er ósýnilegt sjónum þeirra, hefur fylgt mannkyninu frá því að sögur hófust. Frásagnir af högum þess, híbýlum og samskiptum við mannfólkið hafa gengið mann fram af manni. Þeir sem gæddir eru sérstökum gáfum til þess arna koma annað slagið auga á þetta ...

category-iconHugvísindi

Hvað heita vikudagarnir á latínu?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconFöstudagssvar

Halda mýs að leðurblökur séu englar?

Þetta er föstudagssvar og því ber ekki að taka hvert orð alveg bókstaflega. Til að komast að raun um hvort mýs haldi að leðurblökur séu englar fékk Vísindavefurinn Félagsvísindastofnun til að gera skoðanakönnun meðal músa, og var hlutfallið milli húsamúsa og hagamúsa jafnt. Því miður fékkst engin niðurs...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens?

Í stuttu máli má segja að munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens sé flokkunarfræðilegur; annars vegar er verið að tala um tegund og hins vegar undirtegund eða deilitegund. Fræðimenn nota ákveðið kerfi til að skipta öllum lífverum niður í hópa sem síðan er skipt niður í smærri og nákvæmari einingar byg...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi?

Strúturinn (struthio camelus) er stærsti núlifandi fugl í heimi. Hann getur orðið allt að 155 kg á þyngd, og fullorðnir karlfuglar ná oft 250 cm hæð. Hálsinn er þó helmingurinn af þeirri hæð. Áður fyrr voru strútar um alla Afríku og mikinn hluta Vestur-Asíu en þeim fór fækkandi og eru nú flestir í sunnanverðri ...

category-iconFöstudagssvar

Hvers vegna kreista sumir tannkremstúpurnar að framan en ekki aftan frá eins og eðlilegt er?

Því miður er það nú svo að fólk viðhefur ýmiss konar óeðli. Ritstjórn Vísindavefsins hefur til dæmis spurnir af fólki sem fer öfugu megin fram úr rúminu, klæðir sig í hægri sokkinn á undan þeim vinstri, hengir klósettrúllurnar upp þannig að endinn á pappírnum snúi inn og þrjóskast við að skrifa nafnið Anna aftur á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er ekki hægt að brjóta blað saman til helminga oftar en 8 sinnum, óháð flatarmáli og þykkt blaðsins?

Hér er margs að gæta og meðal annars þarf að huga að merkingu orðanna eins og oft er í slíkum spurningum. Þykkt pappírsins tvöfaldast við hvert brot og verður því fljótt svo mikil að ekki er lengur eðlilegt að tala um að "brjóta blað". Til að átta okkur á þykkt venjulegs pappírs getum við rifjað það upp að 400 ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er munurinn á orðatiltæki og málshætti?

Nokkur munur er á málsháttum og orðatiltækjum. Málsháttur er vanalega fullmótuð setning sem felur í sér einhverja fullyrðingu eða jafnvel lífspeki eins og víða má finna í hinu forna kvæði Hávamálum. Þaðan eru til dæmis málshættirnir maður er manns gaman, halur er heima hver, þjóð veit ef þrír eru og margur verður ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um hunangsflugur?

Hunangsflugur eru af ætt býflugna en ólíkt býflugum gera þær sér ekki varanlegt bú. Lengi vel var aðeins ein tegund af ættinni hér á landi en nú eru þær þrjár. Gamla íslenska hunangsflugan heitir móhumla (Bombus jonellus). Hún er nokkuð algeng á láglendi um allt land en er mest í dreifbýli og finnst sjaldan í þ...

Fleiri niðurstöður