Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2424 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað tilheyrir þeim kvæðum sem kölluð eru eddukvæði?

Hugtakið eddukvæði er notað um fornan norrænan kveðskap sem flestur er ortur undir fornyrðislagi og er ekki eignaður höfundum. Hefð er fyrir því að skipta eddukvæðum í tvennt:goðakvæðihetjukvæðiGoðakvæðin segja frá atburðum úr heimi goðanna en hetjukvæðin frá hetjum sem ekki eru af af goðakyni. Hetjurnar eru su...

category-iconBókmenntir og listir

Eigið þið uppskrift að góðri drápu eða vísu?

Með drápu er átt við kvæði af sérstakri tegund. Megineinkenni drápunnar eru stefin, sem geta verið eitt eða fleiri, og eru endurtekin með jöfnu millibili. Að formi til er drápunni skipt í þrennt. Fyrsti hluti er án stefja og er eins konar inngangur á undan fyrsta stefi. Þá taka við stefjabálkar eða stefjamál og er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða deiga láta menn síga?

Orðasambandið að láta deigan síga er notað í merkingunni ‘missa ekki kjarkinn, gefast ekki upp, láta ekki bilbug á sér finna’. Eldri mynd orðasambandsins, sem Orðabók Háskólans á dæmi um frá 19. öld, er að láta ekki deigan á síga í sömu merkingu og sagnarsambandið að vera deigur á e-ð ‘óttast eitthvað, hafa áhyggj...

category-iconHugvísindi

Af hverju er orðið "bað" í nafninu baðstofa dregið? Varla vegna þess að fólk baðaðist þar.

Arnheiður Sigurðardóttir M.A. skrifaði ítarlega bók um híbýlahætti á miðöldum. Í bókinni er sérstakur kafli um baðstofu (1966:69–79) sem Arnheiður segir að muni á Norðurlöndum upphaflega hafa táknað hús ,,þar sem gufubað var framleitt með þeim hætti, að köldu vatni var stökkt á glóandi steina í hinum svonefnda gr...

category-iconHugvísindi

Er það rétt að sögnin að nenna sé aðeins til í fáum tungumálum?

Sögnin að nenna ‘hafa dug eða vilja til, vera ólatur við’ kemur þegar fyrir í fornmáli. Hún er til í öðrum Norðurlandamálum og er í færeysku nenna ‘fá sig til einhvers’, nýnorsku nenna í sömu merkingu, í eldri sænsku nänna, nännas ‘hafa hugrekki eða vilja til’, í sænskum mállýskum er merkingin ‘fella sig við, hafa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er forskeytið húna í Húnaflóa komið?

Í heild hljóðar spurningin svona:Er til skýring á því hvaðan forskeytið húna er komið svo úr varð Húnaþing, Húnaver og Húnaflói? Orðið húnn ‚bjarndýrsungi‘ er talið vera í forlið þessara nafna. Í Landnámabók segir frá því að Ingimundur gamli „fann beru (það er birnu) ok húna tvá hvíta á Húnavatni“. „því kallaði...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær er þingrof réttlætanlegt?

Erfitt er að segja með tæmandi hætti við hvaða aðstæður sé réttlætanlegt að rjúfa þing. Fræðimenn hafa til að mynda bent á að ef fyrirséð er að vantrauststillaga á ríkisstjórnina verði samþykkt, ef ríkisstjórnin hefur ekki nægjanlegan þingmeirihluta til að koma áfram brýnum málum á þingi eða ef upp er kominn ágrei...

category-iconFornleifafræði

Hver er lengsta þekkta rúnaristan og hvar hafa flestir rúnasteinar fundist?

Lengsta rúnaristan er á hinum fræga Röksteini á Austur-Gautlandi í Svíþjóð. Hann er frá upphafi 9. aldar. Um hann má lesa meðal annars í bók Sven B. F. Janssonar Runinskrifter i Sverige (1984). Langflestir rúnasteinar voru reistir á svæðinu milli Stokkhólms og Uppsala, en þaðan eru um 1300 rúnaristur frá lokum ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að fá sér einn gráan?

Að fá sér einn gráan merkir að ‘fá sér snafs, fá sér neðan í því’. Jón G. Friðjónsson nefnir orðasambandið í bók sinni Mergur málsins (2006:270) en gefur enga skýringu. Ég tel líklegast að upphaflega hafi verið átt við brennivínsstaup, landa eða vodka, það er gráleitan eða litlausan drykk. Ég hygg að fáir eða ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir hrafnshreiður laupur, hvað merkir orðið og hvaðan kemur það?

Laupur hefur fleiri en eina merkingu: ‘meis; hrafnshreiður; gamall og slitinn hlutur; óáreiðanlegur maður; viðarstafli’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:548–549) er upphafleg merking talin karfa (úr trjáberki) og hinar merkingarnar leiddar af henni. Í fornu máli er merkingin ‘karfa’ nær ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin að splundra?

Sögnin að splundra er þekkt í málinu frá 19. öld í merkingunni ‘sundra, tvístra, sóa, dreifa’. Hún er hugsanlega ummyndun úr dönsku sögninni splintre, í eldri dönsku splindere, ‘kljúfa, sundra’. Af sama toga er lýsingarorðið splundurnýr ‘spánnýr’, samanber dönsku splinterny. Sögnin að splundra er þekkt í mál...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er hver grefillinn?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver grefillinn er grefill? Grefill er vægt blótsyrði og virðast elstu heimildir ná aftur til 17. aldar. Það er talið ummyndað tökuorð úr þýsku, samanber miðháþýsku griu(w)el, háþýsku Greuel ‘andstyggð, óhæfuverk, viðbjóðsleg vera’. Hver grefillinn er notað í sömu merkin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða mund er átt við þegar eitthvað gerist um þessar mundir?

Í orðasambandinu um þessar/þær mundir merkir mund ‘tími, tímaskeið’ og er bæði til í kvenkyni og hvorugkyni, það er einnig í það mund, í sama mund. Mund er einnig til í merkingunni ‘hönd’, samanber máltækið morgunstund gefur gull í mund, það er gott er að fara snemma á fætur. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið kjöt og hver er upprunaleg merking þess?

Orðið kjöt kemur þegar fyrir í fornu máli í til dæmis Grágás. Það þekkist því í málinu frá fyrstu tíð í merkingunni ‘hold (einkum af spendýrum og fuglum)’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:469) er orðið einungis til í norrænum málum: í færeysku og nýnorsku kjøt, sænsku kött, dön...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Færast stjörnurnar á himninum á kerfisbundinn hátt?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Færast stjörnurnar á himninum á kerfisbundinn hátt, sbr. sólargang, séð frá jörðinni, t.d. frá Íslandi? Langflestar stjörnurnar sem við sjáum á næturhimninum eru fastastjörnur eins og þær eru kallaðar. Sú nafngift stafar ekki af því að þær sýnist vera fastar á einhverjum til...

Fleiri niðurstöður