Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5649 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvaða rannsóknir hefur Edward H. Huijbens stundað?

Edward H. Huijbens er landfræðingur og prófessor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Þar er hann jafnframt formaður félagsvísinda- og lagadeildar. Rannsóknir hans hafa snúið að ferðamálum á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Sérstök áhersla þar hefur verið á hlutverk samgagna í mótun áfangastaða og á...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað eru nýyrði?

Íslenska orðið nýyrði samsvarar að flestu leyti því sem vísað er til með enska orðinu neologism, hinu norska orði neologisme og með sambærilegum orðum í mörgum fleiri málum. Á merkingunni er þó mikilvægur munur sem gert verður grein fyrir hér á eftir. Lítum á tvær erlendar skýringar á neologism(e): Úr alfræ...

category-iconJarðvísindi

Er borgir að finna á botni Miðjarðarhafsins?

Margir kannast væntanlega við söguna um týndu eyjuna Atlantis en eins og fram kemur í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Var hin týnda Atlantis raunverulega til? eru nær allir fræðimenn sammála um að sú saga sé skálduð. Hins vegar eru leifar raunverulegra búsetusvæða - borga eða bæja[1] - að finna á haf...

category-iconLandafræði

Hver fann Jamaíku?

Jamaíka er eyríki í Karíbahafinu og tilheyrir Stóru-Antillaeyjum, rétt eins eins og Kúba, Hispaníóla (sem skiptist í ríkin Dóminíska lýðveldið og Haítí), Púertó Ríkó og Caymaneyjar. Kristófer Kólumbus fær gjarnan heiðurinn af því að hafa fundið Jamaíku. Hann kom þangað, ásamt áhöfn sinni, í annarri Ameríkuferði...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju völdu Bandaríkjamenn Híróshíma og Nagasakí sem skotmörk?

Þann 6. ágúst 1945 var kjarnorkuvopnum beitt í fyrsta skipti þegar Bandaríkjamenn vörpuðu sprengju á japönsku borgina Híróshíma. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasakí. Vorið 1945 var staðan í seinni heimsstyrjöldinni sú að stríðinu við Þjóðverja var lokið en Japanir neituðu að gefast upp. ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær var orðið satellite fyrst notað í stjarnvísindum?

Orðið „satellite“ var fyrst notað í stjarnvísindum á fyrri hluta 17. aldar þegar þýski stjörnu- og stærðfræðingurinn Jóhannes Kepler (1571-1630) vísaði til nýuppgötvaðra fylgitungla reikistjörnunnar Júpíters með fleirtölumynd latneska orðsins satelles. Það gerði hann í riti sem kom út á latínu árið 1611. Stuttur t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er íslenski hesturinn sá eini í heiminum sem hefur tölt?

Íslenski hesturinn er ekki eini hesturinn í heiminum sem hefur tölt. Haustið 1998 for undirritaður ásamt Bjarna Eiríki Sigurðssyni til Nordnorsk Hestesenter í Troms með það í hugað að prófa hvort tölt fyndist í norðurnorska hestinum (Nordland/Lyngen hest). Í Troms prófaði Bjarni níu norðurnorsk hross til að vi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr valda mestum mannskaða með beinum árásum, ef frá eru talin skordýr?

Húsdýr, svo sem hundar, hestar, nautgripir og fleira, eru sennilega sá hópur dýra sem veldur mestu manntjóni á heimsvísu. Ef við horfum hins vegar eingöngu á villt hryggdýr eru óneitanlega nokkrir hópar sem koma upp í hugann sem reynst hafa manninum skeinuhættir. Hér verður fjallað um nokkra þeirra. Stórkettir ...

category-iconMannfræði

Hver er uppruni og merking þess að 'gefa einhverjum fingurinn'?

Sperrt langatöng og krepptur hnefi mynda saman eitt kunnasta móðgunartákn sem til er nú á dögum. Þótt fingurinn sé augljóst reðurtákn ætti skírskotunin í hulinn líkamspart út af fyrir sig ekki að móðga neinn eða reita til reiði; tilhugsunin um að önnur hver manneskja sé með typpi kemur fólki ekki úr jafnvægi á okk...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig var heimsmynd Fornegypta?

Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Du...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Jósef Stalín?

Iosif Vissarionovitsj Dsjugashvili var fæddur í bænum Gori í Georgíu, ekki langt frá höfuðborginni Tbilisi 6. desember 1878 – síðar lét hann skrá fæðingardag sinn 21. desember 1879. Georgía heyrði þá undir rússneska heimsveldið. Í æsku gegndi hann aðallega gælunafninu Soso, en síðar gekk hann undir nafninu Koba...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar faraldur var SARS og er vitað af hverju SARS-CoV-veiran hvarf?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt um SARS-faraldurinn sem gekk yfir 2002-2004 og af hverju hvarf veiran? Veiran SARS-CoV er ein af sjö kórónuveirum sem getur sýkt menn, eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeir...

category-iconSálfræði

Ná auglýsingar frekar til fólks ef frægt fólk leikur í þeim?

Samkvæmt Levine (2006) hafa meðmæli ánægðra viðskiptavina í auglýsingum tíðkast um langt skeið. Telur hann að þannig verði auglýsingarnar trúverðugri; viðtakandi (sá sem verður auglýsingarinnar var) sér að óhætt er að nota vöruna þar sem aðrir hafa gert slíkt hið sama og líkað vel. Ýmis dæmi eru svo um að þekk...

category-iconJarðvísindi

Hvaða verðmætu jarðefni er að finna á Grænlandi og hvers vegna?

Í stuttu máli: Grænland er nánast alfarið úr forkambrísku bergi gert en mestur hluti þess er jökli hulinn. Hið forna berg geymir einmitt mörg eftirsótt efni og jarðskorpuhreyfingar hafa allt frá upphafsöld komið við sögu. Meðal mikilvægra efna sem finnast á Grænlandi eru lanþaníð, járn, nikkel, kopar, gull, platín...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju eru vísindamenn og læknar oft í hvítum sloppum?

Nákvæmlega hvenær og hvernig sú hefð komst á að vísindamenn, og þá sérstaklega þeir sem vinna á tilraunastofum, klæðist hvítum sloppum er ekki fullljóst en vissulega hefur slíkur klæðnaður ýmsa kosti. Hann ver annan fatnað fyrir efnum og óhreinindum og hann er eins konar einkennisbúningur eða stöðutákn sem aðgrei...

Fleiri niðurstöður