Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5340 svör fundust
Hvað getur þú sagt mér um finnsku borgarastyrjöldina 1918?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918? þá var mjög viðkvæmt ástand í Finnlandi í byrjun árs 1918. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Efnahagsástand var erfitt, fyrri heimsstyrjöldin hafði klippt á viðskiptasambönd Finnlands til vesturs og rússneska bylting...
Í hverju felst borgaraleg óhlýðni?
Flestir heimspekingar eru sammála um að í borgaralegri óhlýðni felist að (i) brotið er gegn lögum eða reglum, (ii) markmið lögbrotsins er ekki einstaklingsbundinn hagur eða sérhagsmunir tiltekins hóps heldur almannaheill, til dæmis réttlæti, (iii) lögbrotið er framið fyrir opnum tjöldum, oftast til að vekja athygl...
Hvernig notar maður formalín til að hreinsa bein?
Í upphafi þessa svars er rétt að taka fram að formalín er ekki notað til að hreinsa bein. Formalín er notað til þess að varðveita líkamsvefi í sýnum og við líksmurningu eða sem lausn til sótthreinsunar. Ástæðan fyrir þessari notkun formalíns er sú að það hefur bakteríudrepandi áhrif. Því er hægt að varðveita líkam...
Hvað getið þið sagt mér um Arthur Schopenhauer og hver eru hans helstu verk?
Arthur Schopenhauer fæddist 22. febrúar árið 1788 í borginni Danzig sem nú heitir Gdańsk í Póllandi. Faðir hans var nokkuð stöndugur verslunarmaður sem leist ekkert á blikuna þegar borgin féll undir prússnesk yfirráð árið 1793. Flutti hann því með fjölskyldu sína til Hamborgar en þar var einna mest frjálsræði...
Er rangt að skjóta og drepa önnur spendýr?
Skotveiðar á spendýrum, öðrum en þeim sem við flokkum sem meindýr, hafa að mörgu leyti sérstaka stöðu í hugum fólks. Slíkar veiðar eru vissulega umdeildari heldur en stangveiði og skotveiðar á fuglum. En í hugum margra er það að skjóta villt spendýr síst verra heldur en að rækta dýr í litlum búrum og slátra, eins ...
Er sólkerfið TRAPPIST-1 einstakt eða halda vísindamenn að til séu fleiri svoleiðis kerfi?
Sólkerfið sem nefnt er TRAPPIST-1 er enn sem komið er einstakt. Það er í tæplega 40 ljósára fjarlægð frá Jörðu og sólstjarnan þar er lítil af stjörnu að vera, heldur stærri að þvermáli en Júpíter en rúmlega 80 sinnum meiri að massa. Stjarnan er köld dvergstjarna af litrófsflokki M. Árið 2016 tilkynntu stjörnufr...
Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?
Ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis var meðal fremstu lækna sinnar tíðar. Uppgötvun hans á orsökum barnsfarasóttar (e. puerperal fever) og forvörnum gegn henni færði honum nafnbótina „bjargvættur mæðra“, þrátt fyrir mikla andstöðu annarra lækna. Hann sýndi fram á að handþvottur gæti með áhrifaríkum hætti ...
Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?
Í svarinu verður fyrst og fremst fjallað um Versalasamningana eins og þeir snertu Þýskaland. Versalir er lítil borg 22 km suður af París. Í janúar 1919 flykktust þangað prúðbúnir leiðtogar sigurvegaranna í heimsstyrjöldinni fyrri til skrafs og ráðagerða um frið við Þýskaland sem ásamt bandamönnum sínum hafði b...
Verða einhver störf sem nú eru til ekki til í framtíðinni?
Upprunalega spurningin var: Eru einhver störf í dag sem talið er að muni ekki vera til staðar í framtíðinni? Já, það er afar líklegt að einhver störf sem við þekkjum vel í dag verði ekki lengur til staðar í framtíðinni. Þá munu mörg störf breytast vegna þróunar bæði samfélags og tækni. Þannig getur tækni e...
Af hverju detta hornin af hreindýrum og hvað veldur því að þau vaxa aftur?
Hreindýr (Rangiferus tarandus) tilheyra ætt hjartardýra (Cervidae). Karldýr nánast allra tegunda hjartardýra skarta hornum[1] en ólíkt hyrndum dýrum í öðrum ættum fella þau hornin á hverju ári og ný vaxa í staðinn. Hreindýr eru þó einstök að því leyti að það eru ekki aðeins tarfarnir sem bera horn heldur kýrnar ei...
Ef farþegi í bílnum mínum væri að deyja, mundi ég þá brjóta lög ef ég keyrði yfir hámarkshraða til að bjarga lífi hans?
Í íslenskum rétti eru reglur um svokallaðan neyðarrétt sem geta mögulega leitt til þess að hraðakstur, í því skyni að bjarga lífi manneskju, væri talinn lögmætur og ekki varða refsingu. Í neyðarrétti felst í stuttu máli að það er viðurkennt að í ákveðnum tilvikum geti verið nauðsynlegt að fórna minni hagsmunum fyr...
Nú er smá rifrildi í gangi, er til eitthvað rammíslenskt orð yfir pokann sem maður notar til að sprauta rjóma, kremi og majónesi?
Þríhyrningslaga plastpoki er gjarnan notaður þegar sprauta þarf rjóma, kremi eða majónesi á kökur eða rétti. Svo virðist sem hann sé oftast kallaður sprautupoki. Er það sama orð og notað er í dönsku og norsku, það er sprøjtepose og sprøytepose. Þríhyrningslaga plastpoki er gjarnan notaður þegar sprauta þarf rj...
Hvað er vitað um áhrif tónlistar á námshæfileika?
Tengsl tónlistar við önnur svið Hér er að líkindum átt við áhrif tónlistarnáms á námsgetu í öðrum greinum en tónlist. Í hnotskurn er svarið við spurningunni þetta: Á grundvelli þeirra vísindarannsókna sem fram hafa farið til þessa er hvorki hægt að staðfesta né alfarið hafna þeim möguleika að tónlistarnám geti...
Hvað getið þið sagt mér um jarðfræði Landmannalauga?
Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti áfangastaðurinn á hálendi Íslands og einn sá mest ljósmyndaði. Svæðið umhverfis Laugar er enda eitt það fjölbreyttasta og litríkasta á hálendinu. Landmannalaugasvæðið er þekkt fyrir margbreytilega og býsna flókna jarðfræði. Eldvirknin við Landmannalaugar tengist mikilli meg...
Hvað eru kirkjugrið og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað eru "kirkjugrið" og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum? Á miðöldum var miðstjórnarvald veikt í öllum ríkjum Evrópu, löggæslu var heldur ekki fyrir að fara og ekki var búið að framselja ríkisvaldinu einu umboð til að beita líkamlegu valdi ei...