Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2488 svör fundust
Hvernig verður plast til?
Í sem stystu máli má svara spurningunni sem svo að plast verði til af manna völdum því plast fyrirfinnst hvergi í náttúrunni. Þegar jarðolía er hreinsuð og unnin myndast ýmsar smáar og hvarfgjarnar gassameindir, en hvarfgjarnar kallast þær sameindir sem hvarfast tiltölulega auðveldlega við aðrar og mynda nýjar ...
Hvað eru mörg sandkorn í heiminum?
Sennilega getur enginn nema hjartnanna og nýrnanna skoðari svarað þessari spurningu með nákvæmni. Hins vegar getum vér dauðlegir hugleitt hvernig fara mætti að til að komast sem næst réttu svari. Fyrst þyrftum við að komast að því hvert er rúmmál sands í heiminum - langmestu sandflæmi jarðar eru reyndar Sahara- og...
Hvernig er hægt að nálgast óendanlega einhvern punkt en ná aldrei til hans? Og hvernig getur eitthvað hreinlega verið óendanlegt?
Í venjulegri rúmfræði er ekki hægt að vera óendanlega nálægt punkti, nema að vera í honum. En það má til dæmis nálgast punkt með því að færast á hverri sekúndu hálfa leiðina til hans. Þá næst aldrei til punktins en með því að taka sér nógan tíma kemst maður hversu nálægt honum sem vera skal. Þetta mætti orða þanni...
Hvað eru sjónvarpsbylgjur og hvernig er hægt að senda mynd eða hljóð gegnum loftið?
Þegar við heyrum hljóð hefur það upphaflega skollið á hljóðhimnunni en eyrað breytir því í rafmerki eða eins konar breytilegan rafstraum sem berst til heilans. Hljóðnemi breytir líka hljóði í rafstraum. Þegar hljóðinu er útvarpað er rafmerkinu breytt í mótaðar rafsegulbylgjur eins og lýst er í svari SIV við spurni...
Hvernig reikna ég hvað fer mikið vatn í baðkar og hvað er mikið vatn í sundlaug og hver er formúlan?
Hlutur sem er í laginu eins og rétthyrndur kassi nefnist einnig rétthyrndur samhliðungur á fræðimáli (e. rectangular parallelepiped). Hann hefur tiltölulega reglulega lögun og við þurfum aðeins þrjár tölur til að lýsa honum, lengd, breidd og hæð (l, b og h). Rúmmálið er einfaldlega margfeldi þessara talna:R = l &...
Hver er munurinn á bókhaldslegum og hagfræðilegum hagnaði?
Munurinn á hagnaði eins og hann er tiltekinn í bókhaldi og reikningsskilum annars vegar og skilningi hagfræðinnar hins vegar getur falist í ýmsu. Í öllum tilfellum telst hagnaður vera tekjur umfram gjöld en nokkru getur munað á skilningi hagfræðinga á tekjum og/eða gjöldum og því sem rétt telst að færa í bókhaldi....
Hvernig dó Arkímedes?
Arkímedes dó annað hvort árið 211 eða 212 f. Kr. Þá var hann 75 eða 76 ára gamall. Hann var drepinn í umsátrinu um borgina Sýrakúsu af rómverskum hermanni. Til eru nokkrar frásagnir af dauða Arkímedesar. Ein er á þá leið að þegar Rómverjar réðust inn í Sýrakúsu hafi Arkímedes verið niðursokkinn í stærðfræðileg...
Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til Evrópu né Ameríku, jarðfræðilega?
Réttara er að Ísland er á mótum Evrasíu- og Ameríkuflekanna og telst því jarðfræðilega til beggja álfa fremur en hvorugrar — austurhlutinn til Evrópu, vesturhlutinn til Ameríku. Í öllu öðru náttúrufari er Ísland tengdara og líkara Evrópu en Ameríku. *** Að því er varðar náttúrufar að öðru leyti á Ísland fle...
Af hverju er mínus sinnum mínus sama og plús?
Eins og í svo mörgum öðrum reglum stærðfræðinnar er þetta gert þannig að allt gangi upp að lokum á sem eðlilegastan og einfaldastan hátt. Við leiðum rök að þessu hér á eftir. Talan -1 er skilgreind þannig að1 + (-1) = 0Við margföldum vinstri hlið þessarar jöfnu með sjálfri sér og fáum þá auðvitað aftur 0:0 = (1...
Til hvers nota fílar ranann?
Rani fíla gegnir margþættu hlutverki. Fyrst má nefna að fílar nota hann til að afla sér fæðu. Þeir brjóta með honum greinar af trjáplöntum og stinga upp í sig. Rannsóknir hafa sýnt að fílar geta lyft allt að 250 kg með rananum. Fílar nota ranann einnig til að taka upp vatn, til drykkjar, þvotta og kælingar. V...
Hvað er margmiðlun?
Margmiðlun er í raun sú aðferð að nota tvo eða fleiri miðla saman til að koma efni á framfæri. Þessir miðlar geta verið hljóð, myndir, kvikmyndir, texti, tónlist, gröf eða annað slíkt. Oftast þegar rætt er um margmiðlun er átt við margmiðlun í tölvum. Hún felur í sér getu tölva til að samþætta ofangreinda miðla í ...
Hvað er gjafsókn og hvenær á hún við?
Samkvæmt skýringum í greinargerð, sem fylgdi með frumvarpi sem síðar varð að lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála (héreftir nefnd EML) er gjafsókn samheiti fyrir „aðstoð sem aðili getur leitað til að sækja hagsmuni sína eða verja þá í dómsmáli“. Um gjafsókn og gjafvörn er fjallað í XX. kafla EML og þar, eins ...
Eru ilmvötn umhverfisvæn?
Ilmvötn eru flóknar efnablöndur samansettar úr allt að 500 mismunandi efnasamböndum. Ilmvötn fyrir konur eru samsett úr 20-30% ilmolíu í 95% blöndu af etanóli. Rakspírar fyrir karlmenn eru svipaðir en innihalda yfirleitt minna magn af ilmolíu. Fyrr á öldum voru fyrst og fremst notuð náttúruleg ilmefni í ilmvötn...
Hvað eru mörg kattaár í einu mannsári?
Rétt eins og við mennirnir, þá þroskast og eldast kettir hraðast á fyrsta hluta æviskeiðs síns þegar þeir taka út vöxt. Hjá mannfólkinu stendur þetta tímabil yfir í 15-20 ár en hjá köttum nær það yfir fyrstu tvö árin í lífi þeirra. Sérfræðingar í kattalíffræði hafa metið það svo að þegar kettir eru eins árs jafngi...
Hvernig fær maður nálgunarbann á manneskju sem hefur reynt að meiða mann?
Í lögum um meðferð opinberrar mála nr. 19/1991 eru að finna ákvæði sem kveða á um hvernig einstaklingur getur krafist nálgunarbanns á hendur tiltekinni persónu. Ákvæðin sem kveða á um nálgunarbann komu inn í lögin árið 2000 samanber lög nr. 94/2000 og hefur nálgunarbannið það markmið að veita fórnarlömbum ofbeldis...