Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig breytist misvísunin (segulnorður/rétt norður) á Íslandi um þessar mundir, minnkar hún eða eykst?
Á jörðinni eru eitthvað um tvö hundruð fastar segulmælingastöðvar sem fylgjast stöðugt með breytingum jarðsegulsviðsins. Einnig eru gerðar mælingar á því öðru hvoru á fleiri stöðum með færanlegum stöðvum, og frá skipum og flugvélum. Nokkrir gervihnettir sem sérstaklega eru hannaðir til segulsviðsmælinga, hafa veri...
Hvað eru til margar fuglategundir?
Talið er fuglategundir séu um 9.700 í öllum heiminum. Flestar fuglategundir er að finna í Suður-Ameríku, um 3.700 talsins, enda eru regnskógar Amazon-svæðisins með tegundaauðugustu búsvæðum í heimi. Asía er næst í röðinni með 2.900 tegundir og í Afríku eru tegundirnar 2.300. Í Norður-Ameríku (frá Panama og norð...
Hvað verður um rótina þegar maður missir tönn?
Fyrsta fullorðinstönnin kemur við 6 ára aldurinn. Langoftast er það svokallaður sex ára jaxl sem kemur fyrir aftan barnatennurnar. Hvorki sex ára jaxlinn né jaxlarnir þar fyrir aftan koma í staðinn fyrir barnatennur. Hins vegar myndast framtennur, augntennur og framjaxlar undir rótum eða á milli róta barnatann...
Hvaðan kemur orðatiltækið að hvetja menn lögeggjan?
Orðasambandið að eggja e-n lögeggjan kemur þegar fyrir í fornu máli. Merkingin var að 'hvetja e-n mjög til að gera e-ð en fara þó að lögum'. Þekktasta dæmið mun vera úr Njáls sögu (98. kafla). "Eggjar móðir vor oss nú lögeggjan," sagði Skarphéðinn Njálsson þegar Bergþóra móðir hans hvatti hann til að fara að lögum...
Hvernig verða drangar eins og Reynisdrangar til?
Reynisdrangar eru harður kjarni úr móbergshrygg sem sjórinn hefur rofið burt þannig að þeir standa einir eftir. Líklega eru þeir framhald af móbergshryggnum Reynisfjalli. Hryggurinn hefur sennilega myndast í sprungugosi undir jökli ísaldar. Móbergið er samlímd gosaska svipuð þeirri sem Surtsey, Katla og Grímsv...
Hver er þyngd og rúmmál eins milljarðs íslenskra króna í fimm þúsund króna seðlum?
Þær upplýsingar fengust frá Seðlabanka Íslands að einn milljarður króna í fimm þúsund króna seðlum sé 186,7 kíló að þyngd og því sem næst fjórðungi úr rúmmetra að rúmmáli. Þessar tölur miðast við að seðlarnir séu ónotaðir. Til að setja þessar tölur í samhengi má benda á að eins lítra mjólkurferna vegur um það bil...
Hvort á að skrifa í eða ý í í/ýtarlega, í/ýtarlegur, til hins í/ýtrasta?
Rita má hvort heldur sem er ítarlega eða ýtarlega og hvort heldur sem er ítarlegur eða ýtarlegur, samkvæmt Stafsetningarorðabókinni (2006). Ritháttur með í byggist á hugmynd um tengsl við íslenska lýsingarorðið ítur sem frá gamalli tíð merkir ‘ágætur, göfugur, fríður, glæsilegur’. Ritháttur með ý samsvarar dön...
Hvað getið þið sagt mér um jarðfræði Landmannalauga?
Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti áfangastaðurinn á hálendi Íslands og einn sá mest ljósmyndaði. Svæðið umhverfis Laugar er enda eitt það fjölbreyttasta og litríkasta á hálendinu. Landmannalaugasvæðið er þekkt fyrir margbreytilega og býsna flókna jarðfræði. Eldvirknin við Landmannalaugar tengist mikilli meg...
Hvað eru til margar fisktegundir í heiminum?
Hér er gert ráð fyrir að spurningin taki einungis til núlifandi tegunda sem og til eru lýsingar á. Spurningunni er ekki unnt að svara nákvæmlega og kemur þar ýmislegt til. Til dæmis eru ekki allir vísindamenn sammála um hvað geti með réttu kallast tegund eða hvað sé afbrigði sömu tegundar. Því miður er það einnig ...
Af hverju er seinna flóðið stærra en það fyrra á sólarhringnum á sumrin, en öfugt á veturna?
Þetta stafar í rauninni af möndulhalla jarðar. Á sumrin hallast norðurendi jarðmöndulsins í átt að sól en bæði sól og tungl eru í jarðbrautarsléttunni. Önnur sjávarfallabungan er þá á norðurhveli og hin á suðurhveli og sú fyrrnefnda veldur talsvert meira flóði hér en hin síðarnefnda. Myndin er stílfærð en sýn...
Hvernig eru tölvuleikir búnir til?
Tölvuleikir eru í eðli sínu ekkert frábrugðnir öðrum forritum þannig að allir tölvuleikir eiga það sameiginlegt að einhver maður eða hópur manna skrifar forrit sem síðan er keyrt á tölvum. Leikurinn bregst síðan við því sem notandinn gerir á fyrirfram ákveðinn hátt. En auðvitað er mikill munur á tölvuleikjum. Þ...
Hvað er tölva?
Einföld skilgreining á hugtakinu tölva er á þá leið að tölvur séu forritanleg tæki. Vandamál við þá skilgreiningu er að mjög mörg tæki í dag eru forritanleg. Til að mynda er hægt að forrita þvottavélar upp að vissu marki en fæstir halda því líklega fram að þvottavélarnar þeirra séu tölvur. Með tölvum þarf að vera ...
Af hverju eru sum hænuegg brún og önnur hvít?
Litur hænueggs fer eftir afbrigði hænunnar sem verpir því. Til eru mörg mismunandi afbrigði af hænsnum með mismunandi einkenni. Litur eggjaskurnar ræðst af erfðum og virðist haldast í hendur við lit eyrnasnepla. Almenna reglan er að hænur með hvíta eyrnasnepla verpa eggjum með hvítri skurn og hænur með rauða eyrna...
Hvaða þjóð í heiminum veiðir mest af hvölum? Er rétt að það séu Bandaríkjamenn?
Þessi spurning er ekki alveg eins einföld og virðast kann í fyrstu. Svarið veltur meðal annars á skilgreiningum á orðunum hvalur og veiði. Á ensku og fleiri erlendum tungumálum er greint á milli hvala (whales), höfrunga (dolphins) og hnísna (porpoises) innan hvalaættbálksins (Cetacea), þótt þessi skipting fall...
Hvernig rækja lifir hér við land og hvert er atferli hennar?
Sú rækjutegund sem lifir hér við land kallast nú til dags aðeins rækja en til er eldra heitið stóri kampalampi (lat. Pandalus borealis). Rækjan er dæmigerð kaldsjávartegund og ein af þeim rúmlega 50 tegundum sem tilheyra ættinni Pandalidea. Pandalus borealis er langmest veidda kaldsjávarrækjutegund í heimi. Teg...