Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7615 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Hvernig getum við sem neytendur stuðlað að bættu umhverfi?

Við neytendur getum komið hverju sem er til leiðar, það er að segja ef við látum okkur málin einhverju varða. Á hinn bóginn finnst hverjum neytanda um sig hann gjarnan lítils megnugur, vegna þess að fæstir gera sér grein fyrir því hversu margir aðrir eru í sömu aðstöðu. Eitt af því mikilvægasta sem neytendur g...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur hreyfingarstefna áhrif á þyngd?

Svarið er nei, yfirleitt ekki, en samt í vissum skilningi já! Þyngd hlutar í bókstaflegum skilningi er heildarkrafturinn sem verkar á hann vegna annarra massa í kring. Þessi kraftur er eingöngu háður stað hlutarins en ekki hraða eða stefnu. Ef við erum í grennd við jörðina ræðst þyngd okkar þess vegna eingöngu ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hlutbundin forritun og til hvers er hún notuð?

Hlutbundin forritun (e. object-oriented programming) er fyrst og fremst heiti yfir ákveðnar forritunaraðferðir sem gjarnan er stillt upp á móti ferlislegri forritun (e. procedural programming). Forritunarmál eins og Smalltalk, Java og C++ styðja hlutbundna forritun, meðan önnur, svo sem C, Pascal og Basic, gera þa...

category-iconLögfræði

Mega erlendir lögfræðingar starfa á Íslandi og jafnvel opna stofu?

Staða erlendra lögfræðinga sem vilja vinna hér á landi er mjög ólík eftir því hvort þeir koma frá löndum sem eru innan EES-svæðisins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (undir það falla öll lönd Evrópusambandsins, Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss) eða ekki. Bæði er að lögmenn og aðrir frá EES-svæðinu eru unda...

category-iconLandafræði

Getur þú sagt mér hver höfuðborg Fídjíeyja er?

Fídjieyjar í Suður-Kyrrahafi samanstanda af rúmlega 320 eyjum auk fjölda smáeyja (e. inlet). Eyjaklasinn nær yfir svæði sem er um 3 milljónir km2 að flatarmáli en heildarflatarmál eyjanna sjálfra er aðeins um rúmlega 18.000 km2. Um 100 eyjanna eru byggðar og er áætlað að íbúar Fídjieyja hafi verið rúmlega 890.000 ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir "að höstla"?

Sögnin að höstla er tiltölulega ný í íslensku máli og telst vera slangur. Hana er ekki að finna í Íslenskri orðabók Eddu frá árinu 2003. Á íslensku merkir 'að höstla' yfirleitt að ná sér í karlmann/kvenmann, samanber eftirfarandi dæmi um notkun á sögninni:Hann var voða almennilegur, við elduðum saman og fórum s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fer veiruvarnarforrit að því að þekkja tölvuveirur?

Veiruvarnaforrit beita fyrst og fremst tveimur aðferðum til að finna tölvuveirur, greiningu byggða á leitarstrengjum annars vegar og grunsamlegri hegðun hins vegar. Fyrri aðferðin byggir á því að fyrirtækið sem býr til veiruvörnina hafi fengið eintak af tölvuveirunni og sérfræðingar þess hafi skoðað hana. Þ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerir blöðruhálskirtillinn?

Blöðruhálskirtillinn tilheyrir æxlunarkerfi karla og er útkirtill, það er hann seytir vökva frá sér út í rásir. Hann er eins og kleinuhringur í laginu en er álíka stór og valhneta. Blöðruhálskirtillinn umlykur þvagrásina rétt neðan við þvagblöðruna. Hann liggur framan við endaþarminn og er hægt að þreifa á honum ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað verður um munnvatnið þegar við sofum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þegar við erum vakandi erum við stöðugt að kyngja munnvatni, en hvað verður um munnvatnið þegar við sofum? Hér er einnig svarað spurningunum: Kyngir maður munnvatninu þegar maður sefur eða býr líkaminn bara til minna af því? Hvað kyngir maður miklu munnvatni á ári? Þegar...

category-iconTrúarbrögð

Hvað búa margir múslimar á Íslandi?

Það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um það hversu margir múslimar búa á Íslandi þar sem gögn um fjölda þeirra eru af skornum skammti og því einungis um ágiskun að ræða. Á vef Hagstofu Íslands er hægt að skoða fjölda einstaklinga sem skráðir eru í trúfélög. Á lista Hagstofunnar eru tvö trúfélög múslima, ann...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu gamalt er orðið forseti?

Orðið forseti kemur þegar fyrir í fornu máli, annars vegar sem sérnafn á goðveru, hins vegar sem hauksheiti í þulum um fuglanöfn. Í Snorra-Eddu segir: Forseti heitir sonr Baldrs ok Nönnu Nepsdóttur. Hann á þann sal á himni, er Glitnir heitir. En allir, er til hans koma með sakarvandræði, þá fara allir sáttir á bra...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta marglyttur og hvernig fara þær að því að veiða?

Marglyttur tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria) en þau eru með ósérhæfðari og frumstæðari frumugerð en til dæmis hryggdýr, skordýr eða lindýr svo dæmi séu tekin. Í svari við spurningunni Úr hverju eru marglyttur? segir meðal annars þetta um marglyttur:Marglyttur hafa aðeins tvö frumulög. Yst er frumulag sem nefnis...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er eyðimerkurgróður?

Til eru ýmsar mismunandi skilgreiningar á eyðimörk en ein sem er nokkuð útbreidd miðar við að í eyðimörk falli innan við 250 mm af úrkomu á ári. Vegna þess hve lítil úrkoma fellur er mjög krefjandi fyrir plöntur sem og aðrar lífverur að þrífast í eyðimörkum. Plöntur þurfa helst að hafa tvo eiginleika til þess a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að 'splæsa' á aðra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið "splæsa" í þeirri merkingu að borga fyrir einhvern, því við þekkjum það frá að splæsa saman kaðal en hvernig þróast það í hina merkinguna? Sögnin að splæsa hefur tvær merkingar. Annars vegar er hún notuð um að tengja saman tvo víra eða tvo kaðla en hi...

category-iconHugvísindi

Hvað var Sturlungaöld?

Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Hún er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Sturlungaöldin einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Sturlungaöldin dregur nafn sitt af Sturlungunum sem voru valdamesta ætti...

Fleiri niðurstöður