Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru sniglar slímugir?

Sniglar framleiða slím til að auðvelda þeim að skríða. Yst í húð snigilsins eru frumur sem seyta slímkenndu efni. Slímið gerir sniglinum auðveldara að smjúga eftir undirlaginu. Í slími snigla er sykurprótín sem getur drepið bakteríur. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Fæðast sniglar með skel? eftir Jón Má Halld...

category-iconHugvísindi

Hversu gamalt er máltækið „sá á kvölina sem á völina?“ og hvað þýðir það?

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um máltækið er úr riti eftir Jón Rúgmann frá miðri 17. öld: kuöl á sá sem völ á. Litlu yngra er dæmi úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar frá síðari hluta 17. aldar: Sá á Kvölena, sem á Völena. Merking málsháttarins liggur í því að erfitt getur verið að velja milli fólks, hluta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þýðir bæjarnafnið Ranakot?

Hér er átt við bæjarnafn á Stokkseyri, en þar voru tvær hjáleigur til með því nafni. Ranakot voru hjáleigur á Stokkseyri. Á myndinni sést Stokkseyri. © Mats Wibe Lund. Guðni Jónsson prófessor segir um Ranakot í Stokkseyrarhverfi sem getið er fyrst í manntali 1703, að bærinn dragi „nafn af hæðardragi því, er han...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað liggja stokkendur og grágæsir lengi á eggjum sínum og hve mörg eru þau?

Stokkönd (Anas platyrhynchos) er algengust gráanda hér á landi og verpir venjulega í seinni hluta maímánaðar. Hún verpir að jafnaði átta til tíu eggjum og útungun tekur um fjórar vikur. Stokkandamóðir með unga Varptími grágæsarinnar (Anser anser) hefst hins vegar í lok maí eða byrjun júní og stendur oftast út j...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. I. Janúar

Veðurfari frostaveturinn 1918 er lýst rækilega í svari Trausta Jónssonar veðurfræðings við spurningunni Hvað olli frostavetrinum mikla 1918? og í tveimur greinum Sigurðar Þórs Guðjónssonar, áhugamanns um veðurfar: Frostaveturinn mikli 1918 og Fyrir hundrað árum. Hinn kaldi janúar 1918. Í þessum pistli, þeim f...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er vitað um fingrarím?

Upphaflegu spurningarnar eru þessar:Hver er uppruni og saga fingraríms? Hvað nefndist það á frummálinu? Hvernig er hægt að telja út fullkomlega rétt almanak á fingrunum með fingrarími?Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur nýlega birt rit um fingrarím á vefsetri Almanaks Háskólans. Þar getur meðal annars að l...

category-iconVísindavefurinn

Ætlið þið að stækka ritstjórnina til að halda í við spurningaflóðið?

Við erum að vinna að frekari eflingu Vísindavefsins meðal annars með því að styrkja fjárhagsgrundvöll hans, fjölga efnisflokkum og breyta útliti. Þegar fjárhagurinn styrkist munum við nota það til þess að efla starfslið og ritstjórn. Meginmarkmið okkar er að halda úti lifandi, fræðandi og vönduðu vefsetri, þar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er hættulegasti fiskur í sjónum?

Örðugt er að segja hvaða fiskar eru hættulegastir enda er hætta ávallt afar aðstæðubundin. Eitruðustu fiskar heims eru hins vegar af ættkvísl steinfiska. Tvær tegundir, sem er að finna í Indlands- og Kyrrahafi, og nefnast hryllisteinn (Synanceja horrida) og vörtusteinn (Synanceja verrucosa), hafa stærsta ei...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er lanolín og hvaða áhrif hefur það á húðina?

Lanolín er þykk, gulleit og klísturkennd feiti sem unnin er úr ull. Lanolín er notað til ýmissa hluta, svo sem í smyrsl og áburði, sápur, til að vatnsverja leður, í málningu og jafnvel í tyggigúmmí. Það hefur þann eiginleika að hrinda frá sér vatni og er jafnframt mýkjandi fyrir húð, sem skýrir breiddina í nýtingu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvar getur maður fundið nánari skilgreiningu á E-efnum, til dæmis E 440, E 330, E 104, hvað þau innihalda nákvæmlega?

E-efni eða aukefni eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á bragð, lit, geymsluþol og fleira. Aukefnum eru gefin E-númer þegar vísindanefnd Evrópusambandsins (ESB) hefur viðurkennt efnin og ESB sett samræmdar reglur um notkun þeirra. E-merking aukefna er því trygging fyrir því að fjallað hefur verið u...

category-iconNæringarfræði

Getur inntaka á ríbósa stuðlað að bættum árangri í íþróttum?

Ríbósi er sykra (5-kolvetna), hluti af kjarnsýrum (RNA og DNA) og mikilvægur í nokkrum kóensímum. Í auglýsingum um ríbósa sem fæðubótarefni er minnt á að ríbósi sé forsenda fyrir myndun ATP (orkuefni líkamans) og því geti inntaka á ríbósa stuðlað að því að líkaminn nái að mynda ATP hraðar meðan á æfingu stendur og...

category-iconLögfræði

Mega bændur slátra heima hjá sér til einkanota?

Lög nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum ná yfir afurðir dýra sem slátrað er heima, sbr. g-lið 2. gr. Í 1. mgr. 5. gr. laganna segir að sláturdýrum, sem slátra eigi til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu inn...

category-iconStærðfræði

Ef hlutur er 60 x 90 cm, er hann þá 60 cm á hæð og 90 cm langur eða öfugt?

Spyrjandi virðist ganga út frá því að verið sé að lýsa hlut sem hefur lengd og hæð en ekki breidd. Ef svo er, duga upplýsingarnar ekki til að skera úr með óyggjandi hætti. Þó mun algengara í slíkum tilvikum að tilgreina láréttu stærðina fyrst, þannig að eðlilegra er að gera ráð fyrir að hluturinn sé 60 cm á lengd ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig mundi andefnissprengja verka og hve öflug gæti hún orðið?

Skemmst er frá því að segja að andefni í einhverju magni er eða getur verið "andefnissprengja". Um leið og andefnið kemst nálægt efni breytist það í orku ásamt samsvarandi magni af efni, og þessi orka er mjög mikil miðað við efnismagnið. Um þetta er fjallað nánar í fyrri svörum okkar um andefni en þau má finna me...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir Þorskafjörður þessu nafni?

Örnefnið Þorskafjörður hefur löngum verið skýrt með nafnorðinu þorskur 'fiskur' (Finnur Jónsson, Lýður Björnsson). Ekki er þó talið að aðrar fisktegundir gangi í fjörðinn en hrognkelsi og silungur. Þórhallur Vilmundarson, fyrrverandi forstöðumaður Örnefnastofnunar, telur (Grímnir 1:139-140) að nafnið geti verið d...

Fleiri niðurstöður