Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju heitir guð „Guð”?
Orðið guð er náskylt orðinu goð 'guð heiðinna manna' og er eiginlega tvímynd þess orðs orðin til við a-hljóðvarp. Goð er hvorugkyns og var það einnig í fornu máli en orðið guð breytti um kyn og fékk annað hlutverk við kristnitöku. Sama orð er notað í öðrum Norðurlandamálum, í færeysku Gud, í norsku, sænsku, dö...
Hvers vegna heitir Þorskafjörður þessu nafni?
Örnefnið Þorskafjörður hefur löngum verið skýrt með nafnorðinu þorskur 'fiskur' (Finnur Jónsson, Lýður Björnsson). Ekki er þó talið að aðrar fisktegundir gangi í fjörðinn en hrognkelsi og silungur. Þórhallur Vilmundarson, fyrrverandi forstöðumaður Örnefnastofnunar, telur (Grímnir 1:139-140) að nafnið geti verið d...
Hvernig geta fuglar fundið ánamaðka í blómabeði eða grasi?
Fuglar heyra ákaflega vel og geta greint hljóðtíðni sem nær nokkuð út fyrir þau mörk sem mannseyrað greinir. Fræðimenn telja því líklegt að fuglar geti einfaldlega heyrt í smádýrum sem skríða um í jarðveginum. Heyrn fuglanna sé svo næm að þeir geti staðsett ánamaðkinn eða skordýrið og stungið gogginum niður nákvæm...
Hefur krækilyng verið rannsakað hér á landi?
Ekki hafa verið gerðar neinar vísindalegar rannsóknir á krækilyngi (Empetrum nigrum) hér á landi að því að best er vitað. Þó er ljóst, eins og fram kemur í Plöntuhandbók Harðar Kristinssonar, að til eru tvær deilitegundir krækilyngs. Önnur þeirra (ssp. nigrum) hefur einkynja blóm og finnst aðeins á láglendi. Hin (...
Hvers vegna er kross tákn kristninnar?
Vegna þess að Kristur dó á krossi. Upphaflega gátu kristnir menn ekki hugsað sér að nota krossinn sem tákn sitt vegna þess að hann var aftökutæki líkt og gálgi eða byssa nú á dögum. Þegar lengra leið frá dauða Krists og áhersla var lögð á upprisu hans og sigur yfir dauðanum hætti krossinn þó að vera svo ógnvekjand...
Hvaðan kemur orðið appelsína?
Orðið appelsína er tökuorð í íslensku og hefur líklegast borist hingað úr dönsku um miðja 19. öld. Þar heitir ávöxturinn appelsin. Í dönsku er orðið komið úr lágþýsku appelsina. Portúgalar fluttu fyrstir sætar appelsínur frá Kína til sunnanverðrar Evrópu á 16. öld, en beiskar appelsínur bárust aftur á móti frá...
Hvað þýðir skammstöfunin DNA?
Skammstöfunin DNA stendur fyrir 'deoxyribonucleic acid' sem hefur verið þýtt sem deoxyríbósakjarnsýra á íslensku. Yfirleitt er þó einfaldlega talað um DNA sem erfðaefni allra lífvera. Skammstöfunin RNA stendur fyrir 'ribonucleic acid' eða ríbósakjarnsýru. Bæði DNA og RNA eru þess vegna kjarnsýrur en meginmun...
Hvernig lítur hreysiköttur út?
Hreysikötturinn (Mustela erminea) er rándýr af marðardýraætt. Hann lifir á norðlægum slóðum allt í kringum norðurpólinn í Evrasíu og Norður-Ameríku. Útbreiðslusvæði hans nær vel suður fyrir barrskógabeltið á sumum svæðum, til dæmis suður á sléttur Mið-Asíu, það er að segja til Úsbekistan og Tadsjikistan sem áður ...
Hvort eru geisladiskar lesnir ofan frá eða neðan í geislaspilurum?
Geisladiskar eru lesnir neðan frá í geislaspilurum. Þannig er rangt að tala um að setja geisladisk undir geislann, rétt eins og talað er um að láta hljómplötu undir nálina. Réttara er að segjast setja diskinn yfir geislann. Annar munur á geisladiskum og hljómplötum er sá að geisladiskar eru lesnir frá miðju ...
Hvað er talkúm?
Talkúm og talk Talkúm er malað talk, sem er afar lin (með hörku 1) hvít eða grænleit steintegund. Talkúm er meðal annars notað í andlits- og húðpúður og krít. Efnaformúla þess er Mg3Si4O10(OH)2 (vatnað magnesíumsílíkat). Talk er notað í ýmiss konar iðnaði, við framleiðslu á flísum, borðbúnaði og öðrum kerami...
Hvað er misseri?
Orðið misseri merkir einfaldlega hálft ár eða sex mánuðir en er stundum notað um skemmri tímabil sem markast af árstíðunum. Kennsluári í háskóla er til dæmis skipt í tvö misseri, haustmisseri og vormisseri. Víða erlendis skiptist háskólaárið í tvö semester. Það orð er dregið af latneska orðinu 'semestris' sem e...
Hvers vegna segjum við að það sé 'á tali'?
Orðasambandið „á tali“, sem notað er um síma sem er upptekinn, má rekja til orðasambandsins að vera (sitja eða sjást) á tali við einhvern. „Þeir sátu á tali langa stund,“ eða „hann sást á tali við stúlkuna“ og önnur álíka sambönd eru vel þekkt. Í símasöfnunum er mikilvægt að margir sitji við símann svo að aldrei...
Af hverju er jörðin ekki skrifuð með stórum staf eins og Júpíter?
Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um þetta í svari sínu við sömu spurningu. Þar segir meðal annars:Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisin...
Er Dettifoss vatnsmesti foss Evrópu?
Vatnsmesti foss Evrópu telst vera Rheinfalle í Sviss og hvorki Dettifoss né aðrir fossar á Íslandi komast nærri honum í vatnsmagni. Dettifoss er aflmesti foss Íslands en sá vatnsmesti er Urriðafoss. Vatnsmesta á landsins er hins vegar Ölfusá. Á heimasíðu Orkustofnunar er hægt að skoða niðurstöður vatnamælinga á...
Hvað heitir gjaldmiðillinn í Víetnam?
Gjaldmiðill Víetnam heitir dong (VDN) og þegar þetta er skrifað í júlí 2004 kostar 1 dong tæpar 0,0045 íslenskar krónur. Víetnam er fátækt kommúnistaríki í SA-Asíu og þar búa rúmlega 80 milljónir manna. Það laut stjórn Frakka frá árinu 1884-1945 en hefur verið viðurkennt sem sjálfstætt ríki frá árinu 1954. Þ...