Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 646 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir hlaupár þessu nafni?

Með hlaupári er átt við almanaksár sem er einum degi lengra en venjulegt ár, og er þá 366 dagar en ekki 365. Í svokölluðum nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) er hlaupár þegar talan fjórir gengur upp í ártalinu. Undanskilin reglunni eru aldamótaár, en þau eru ekki hlaupár nema talan 400 gangi upp í ártalinu. Aukad...

category-iconHugvísindi

Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!

Það fer líklega eftir stemningunni hverju sinni hvernig fólk vill bera orðið stemning fram. Í Íslenskri orðabók frá Eddu er tvenns konar ritháttur á orðinu tilgreindur. Annars vegar stemning með einu m-i og n-i og hins vegar stemming með tveimur m-um og án n. Stemning merkir skap, geðblær eða einhvers konar hug...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru brönugrös?

Brönugrös (Dactylorhiza maculata islandica) eru plöntur af brönugrasaætt (orchidacea). Þau eru algeng á láglendi víða um land. Brönugrös finnast þó ekki alls staðar, til dæmis ekki í innsveitum norðanlands, á suðurlandi milli Ölfusár og Markarfljóts, og suðausturlandi milli Mýrdalssands og Núpstaðar. Brönugrös (...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á trölli og skessu?

Í stuttu máli eru skessur tröll, en tröll eru ekki öll skessur. Samkvæmt Íslenskri orðabók er tröll (í þjóðsögum) risi, jötunn, stórvaxin ómennsk vera í mannsmynd. Skessa er hins vegar tröllkona, sem sagt kvenkyns tröll. Þetta sama má sjá í Íslensku vættatali Árna Björnssonar en þar segir: Orðið tröll er sky...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig fara menn að því að hesthúsa mat?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Af hverju er sagt að einhver hesthúsi mat? Hvað kemur hesthús því við? Sögnin að hesthúsa er mynduð af nafnorðinu hesthús ‘hús handa hrossum’. Sögnin merkir að ‘setja hesta í hús’, oft vegna veðurs, og þeim þá gefið inni. Hún er bæði nefnd í Íslensk-danskri orðabók...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er tæpitunga og hvað er að tala tæpitungulaust?

Nafnorðið tæpitunga merkir annars vegar ‘smámæltur maður’ en hins vegar ‘smámæli, óskýrt tal’. Að tala tæpitungu merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 2:1630) að ‘líkja eftir smámæli, óskýru tali barns’ og ‘tala óljóst, gefa í skyn, segja ekki fullum fetum’. Að tala tæpitungulaust merkir þá ‘afdráttarlaust, ful...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið niðursetningur og hvað merkir það?

Orðið niðursetningur var notað um þá sem hreppsyfirvöld tóku af heimilum sínum og komu fyrir til dvalar hjá öðrum fyrir greiðslu. Bæði var um börn fátækra foreldra að ræða og eldra fólk sem ekki hafði fulla starfsorku. Aðbúnaður þessa fólks var oft slæmur eins og lesa má til dæmis í blaðinu Fjallkonunni frá 1903 (...

category-iconLandafræði

Er Nykur eða Nykurtjörn að finna á fleiri stöðum en í Svarfaðardal á Norðurlandi?

Örnefnið Nykurtjörn er að finna á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars upp af Grund í Svarfaðardal í Eyjafirði (JÁ III:211) og á Garðshornsheiðum í Svarfaðardal. Ein Nykurtjörnin er á Arnhólsstöðum í Skriðdal, ein á Tindum í Geiradal, ein á merkjum Kvígsstaða og Fossa í Andakíl og ein í Kasthvammi í Laxárdal í S...

category-iconMálvísindi: íslensk

Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?

Upprunlega hljóðaði spurningin svona:Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Spurningin er hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós? Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir n...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað orsakar þörungablóma í hafinu?

Þörungar nota sólarljós og ólífræn næringarefni í sjónum til orkuframleiðslu. Á veturna þegar yfirborðssjór kólnar og vinda gætir blandast sjórinn niður á mikið dýpi og næringarefni berast á ný til yfirborðs. Vegna uppblöndunar haldast svifþörungarnir ekki nægilega lengi uppi í ljóstillífunarlaginu til að ljóstill...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er díoxín og hvaðan kemur það?

Díoxín, fúran og díoxínlík PCB-efni (Polychlorinated Biphenyls) eru þrjú af tólf þrávirkum lífrænum mengunarefnum sem eru sérstakt áhyggjuefni vegna áhrifa þeirra á umhverfið og heilsu almennings. Efnin geta borist í matvæli úr umhverfinu. Þau hafa ekki áhrif á heilsu okkar samstundis, en geta valdið vandamálum ef...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig fer rjúpan að því að rembast við staurinn?

Orðasambandið rembast eins og rjúpa við staurinn þekkist að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Í Safni af íslenskum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson gaf út 1830 er gefið upp sambandið: „Hann rembist í kút og kvartil (eins og rjúpan við staurinn).“ „ … eins og rjúpan við staurinn“ er reyndar viðbót í sviga en...

category-iconMálvísindi: íslensk

Heitir borð þessu nafni vegna þess að við borðum við það eða er sögnin leidd af orðinu borð?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Köllum við borð þessu nafni því við borðum við það eða segjumst við “borða” því við borðum við borð? Hvort er nefnt eftir hverju? Sögnin að borða þekkist þegar í fornu máli en þá virðist merkingin vera ‘ganga eða sitja til borðs til þess að matast’ og ‘framreiða mált...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er efst á baugi?

Orðasambandið efst á baugi merkir ‘eittvað er efst eða fremst á dagskrá, eitthvað er mikið til umræðu, mikið á dagskrá’. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 er orðasambandið í flettunni baugr: það er á baugi ‘á því veltur’. Ýmis tilbrigði koma fram á 19. öld, til dæmis eitthvað er uppi á baugi ‘eitthvað er ti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er orðið hvítvoðungur stundum notað um nýfædd börn?

Orðið hvítvoðungur merkir annars vegar ‘ungbarn, kornabarn’ og hins vegar í eldra máli ‘nýskírður maður’. Í Íslenskri orðabók (2002:xiii) er það merkt með krossi sem segir að orðið sé fornt eða úrelt. Í riti Páls Vídalín, Skýringar yfir fornyrði lögbókar þeirrar er Jónsbók kallast (í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólan...

Fleiri niðurstöður