Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 172 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um aldur grænlandshákarlsins, gæti hann orðið 400 ára?

Grænlandshákarl (Somniosus microcephalus) er kunnasta hákarlategundin sem finnst hér við land og gengur einfaldlega undir heitinu hákarl á íslensku. Tilveran gengur hægt fyrir sig hjá grænlandshákarlinum. Hann vex afar hægt eða að jafnaði um 1 cm á ári. Stærstu dýrin verða rúmlega fimm metrar á lengd og því má ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?

Þegar fjallað er um stöðu lífvera og hversu mikil hætta er á að þær deyi út í nánustu framtíð, er mjög gjarnan litið til svokallaðra válista en það eru skrár yfir tegundir sem eiga undir högg að sækja. Við gerð válista er algengt að stuðst sé við viðmið Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (e. Union for Conservation o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju detta hornin af hreindýrum og hvað veldur því að þau vaxa aftur?

Hreindýr (Rangiferus tarandus) tilheyra ætt hjartardýra (Cervidae). Karldýr nánast allra tegunda hjartardýra skarta hornum[1] en ólíkt hyrndum dýrum í öðrum ættum fella þau hornin á hverju ári og ný vaxa í staðinn. Hreindýr eru þó einstök að því leyti að það eru ekki aðeins tarfarnir sem bera horn heldur kýrnar ei...

category-iconLæknisfræði

Duga smokkar alltaf?

Talið er að mesta öryggi smokka sé 98% séu þeir rétt notaðir en líkur á þungun aukast ef þeir eru ekki notaðir samkvæmt leiðbeiningum. Smokkar, eða einhvers konar slíður til að setja á getnaðarlim og varna þungun, hafa þekkst í margar aldar eins og lesa má um í svari Sóleyjar Bendar við spurningunni Hvenær var ...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um arfgeng heilablóðföll?

Heilablóðfall eða heilaslag getur stafað af tveimur meginorsökum. Annars vegar er um að ræða svokallað heiladrep þegar fyrirstaða eins og blóðtappi verður í einni af heilaslagæðunum. Af því leiðir að það heilasvæði sem æðin liggur til fær ekki þá næringu og súrefni sem það þarfnast og deyr í kjölfarið. Hin...

category-iconLandafræði

Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar?

Eiginlega má segja að flest við Brasilíu sé stórt eða mikið, það er sama hvort litið er til flatarmáls landins, náttúrufars, dýralífs, fólksfjölda, fjölbreytileika mannslífs, bilsins milli ríkra og fátækra eða ákefðar við að halda stóra alþjóðlega íþróttaviðburði svo einhver dæmi séu nefnd. Hér verður sjónum hins ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er prósaljóð?

Prósaljóð er ljóð í lausu máli. Hugtakið prósi kemur úr latínu, prorsa oratio og merkir bókstaflega 'ræða sem heldur beint áfram'. Andstæða prósa er bundið mál en með því er átt við texta sem fylgir bragreglum að meira eða minna leyti. Í prentuðum texta er einfalt að greina bundið mál. Það þekkist á braglínum sem ...

category-iconHagfræði

Hvað hefur hagfræðin að segja um mútur?

Mútur (e. bribes) eru ein birtingarmynd spillingar (e. corruption). Samtök gegn spillingu, Transparency International, skilgreina spillingu sem „misnotkun stöðu og valds í eiginhagsmunaskyni“ (e. „abuse of entrusted power for private gains“, sjá https://www.transparency.org/what-is-corruption#define). Spilling get...

category-iconJarðvísindi

Var Suðurland einhvern tímann neðansjávar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Var Suðurlandið einhvern tímann neðansjávar? Hvenær? Þegar ég keyri Suðurlandið og sé staði eins og Dyrhólaey og þessa klikkuðu kletta sé ég fyrir mér að ég sé að keyra á landi sem hefur verið neðansjávar. Er það bull í mér? Sannlega var Suðurland undir sjó um tíma. Fyrstur til...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er kjörmannaráð Bandaríkjanna?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvers vegna er bandaríska kjörmannaráðið ekki lagt niður? Fimm sinnum hefur gerst að sigurvegarinn fái færri atkvæði á landsvísu. Bandaríska kjörmannaráðið (e. electoral college) er sá hópur sem í reynd velur forseta Bandaríkjanna. Í forsetakosningum sjálfum er verið...

category-iconHugvísindi

Hver er saga súkkulaðisins?

Árið 1519 kom spænski herforinginn Cortés til bæjarins Tenochtitlán, þar sem nú er Mexíkóborg. Höfðingi Asteka, Moctezuma að nafni, tók á móti honum og bauð honum upp á kakódrykk. Drykkurinn var úr möluðum kakóbaunum, ýmsu kryddi, meðal annars vanillu, hunangi og sjóðandi vatni. Þetta var líklega í fyrsta skipti s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt okkur um andarnefjur?

Andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) tilheyra undirættbálki tannhvala (odontoceti) og ætt svínhvala eða nefjuhvala (Ziphiidae). Innan þessarar ættar eru þekktar 21 tegund og er andanefjan sú þriðja stærsta, verður allt að 9 metrar á lengd. Dýrin eru nánast tannlaus nema í skolti karldýranna má finna tveggja til fjö...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Geta dýr gert konur óléttar?

Æxlun mismunandi dýrategunda er vel þekkt fyrirbæri. Dæmi um það úr náttúrunni er meðal annars æxlun náskyldra mávategunda og andategunda. Menn hafa einnig lagt sitt af mörkum til að æxla saman skyldum tegundum, kunnasta dæmið er líklega afkvæmi asna (Equus asinus) og hesta (Equus caballus). Afkvæmi asna og hryssu...

category-iconVeðurfræði

Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims? Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau g...

category-iconJarðvísindi

Hvað er leirgos?

Leirhverir myndast á háhitasvæðum: brennisteinsrík gufa frá glóandi bergkviku í neðra binst jarðvatni í brennisteinssýru sem leysir upp bergið og úr verður „leirgrautur“. Ef „grauturinn“ hvellsýður verður leirgos. Dæmi um leirgos og tilurð þeirra má lesa í bók Sigurðar Þórarinssonar, Eldur í Öskju,[1] þar sem ...

Fleiri niðurstöður