Var Suðurlandið einhvern tímann neðansjávar? Hvenær? Þegar ég keyri Suðurlandið og sé staði eins og Dyrhólaey og þessa klikkuðu kletta sé ég fyrir mér að ég sé að keyra á landi sem hefur verið neðansjávar. Er það bull í mér?Sannlega var Suðurland undir sjó um tíma. Fyrstur til að átta sig á þessu var sennilega Sveinn Pálsson læknir (1762–1840) sem lýsir því í dagbók 5. júlí 1793 að hellir í Dímon við Markarfljót sé sýnilega vatnsrofinn og Dímon hafi einhvern tíma verið eyja.[1] Bæði Pétursey og Hafursey telur hann vera sama kyns. Síðan hafa ýmsir fjallað í aðgengilegum ritum um efni þessarar spurningar sem hér er leitast við að svara, meðal annarra Ólafur Ingólfsson (2008)[2] og Hreggviður Norðdahl o.fl. (2012)[3] en til þeirra er eftirfarandi pistill að mestu sóttur.
![](/../myndir/petursey_020724.jpg)
Pétursey, Eyjafallajökull í baksýn.
![](/../myndir/svaedi_undir_sjo_020724.jpg)
Svæði sem voru undir sjó í ísaldarlokin og snemma á nútíma, fyrir 10–11.000 árum. Tákn: 1) Jaðar Búðajökuls. 2) Ísaskil. 3) Land undir sjó. 4) Helstu jökulmiðjur í fjalllendum utan meginjökulsins.
![](/../myndir/sjavarbordsbreytingar_030724.png)
Afstæðar sjávarborðsbreytingar á Vestur- og Suðvesturlandi á síðjökultíma og í upphafi nútíma. Hugmyndir um raunverulega hækkun á yfirborði Atlantshafs á sama tíma, byggðar á löndum utan jöklunar, eru sýndar með bláum litum.
- ^ Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791–1797. Bls. 203. Reykjavík 1945.
- ^ Ólafur Ingólfsson (2008, 16. janúar). Hvaða ályktanir um loftslagsbreytingar í tímans rás má draga af rannsóknum á jöklabreytingum á Íslandi? Vísindavefurinn.
- ^ Hreggviður Norðdahl, Ólafur Ingólfsson, Halldór G. Pétursson. (2012). Ísaldarlok á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 82: 73–86.
- ^ Fairbanks, R.G. (1989). A 17,000-year glacio-eustatic sea level record; influence of glacial melting rates on the Younger Dryas event and deep-ocean. Nature 342: 637–642.
- ^ Þórdís Ólafsdóttir. (1975). Jökulgarður á sjávarbotni undan Breiðafirði. Náttúrufræðingurinn 45: 31–36.
- ^ Trausti Einarsson. (1972). Eðlisþættir Jarðarinnar og Jarðsaga Íslands. Almenna bókafélagið, Reykjavík, bls. 127–128.
- ^ Trausti Einarsson. (1972).
- ^ Einar H. Einarsson (1968). Myndun Dyrhólaeyjar, Náttúrufræðingurinn 37: 206–218.
- File:2016-06-13 13-09-38 64.0 Iceland - Hvolsvelli Hvolsvöllur.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 27.08.2024). Myndina tók Hansueli Krapf og hún er birt undir leyfinu Deed - Attribution-ShareAlike 4.0 International - Creative Commons.
- Mats Icelandic Image Library. Höfundur myndar Mats Wibe Lund. Birt með góðfúslegu leyfi.
- Þorleifur Einarsson 1991. Myndun og mótun lands. Jarðfræði. Mál og menning, Reykjavík, bls. 269.
- Hreggviður Norðdahl, Ólafur Ingólfsson, Halldór G. Pétursson (2012). Ísaldarlok á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 82, bls. 82.