Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2098 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?

Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur?

Frakkar og Englendingar voru leiðandi í ljósmyndun á frumskeiði hennar um miðja 19. öld og það þarf því ekki að koma á óvart að þeir urðu fyrstir til að taka landslagsmyndir á Íslandi. Fáeinar þessara mynda hafa varðveist en aðrar þekkjum við aðeins af frásögnum í dagbókum, ferðabókum eða öðrum rituðum heimildum.[...

category-iconEfnafræði

Hvað er innvermið efnahvarf og hvað er útvermið efnahvarf?

Upprunalegu spurningarnar voru:: Ég er að vinna verkefni í efnafræði og þarf að fjalla um innvermið og útvermið. Hvað er það eiginlega? Hver er munurinn á útvermri og innvermri efnabreytingu? Ég var að spá hver er munurinn á innvermnu og útvermnu efnahvarfi? Ný hugtök vefjast oft fyrir fólki í byrjun...

category-iconLæknisfræði

Getur krabbamein haft áhrif á getu til að stunda kynlíf?

Krabbamein og ekki síður meðferð þess veldur eðlilega miklum breytingum á lífi einstaklings. Hann upplifir ýmiss konar líkamleg og andleg einkenni sem geta haft mikil áhrif á líf hans svo og áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Eitt af því sem ekki síst verður fyrir áhrifum þessa er kynheilbrigði (e. sexual- a...

category-iconEfnafræði

Hvernig fara vísindamenn að því að breyta koltvíoxíði í grjót?

Í gömlum ævintýrum eru oft sagðar sögur af tröllum sem verða að steini, steinrenna, þegar sólin nær að skína á þau. Í tilraunaverkefni á Hellisheiði, svokölluðu CarbFix-verkefni, hefur hópur vísindamanna og verkfræðinga fangað aðflutt koltvíoxíð og koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breytt því í stein. Koltvíox...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið bolla?

Orðið bolla er tökuorð úr dönsku bolle frá 18. öld í merkingunni ‛kringlótt kaka’. Danir tóku orðið upp úr þýsku bol(l)e ‛kringlótt hveitibrauð’. Elsta heimild í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er úr ritinu Stuttur Sida-Lærdómur fyrir gódra Manna Børn eftir I. H. Campe en hún kom út í Leirárgörðum 1799...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju snýst Tríton öfugt umhverfis Neptúnus?

Tríton með Neptúnus í baksýn Tríton er eitt af fáum tunglum í sólkerfinu sem gengur réttsælis umhverfis reikistjörnu sína. Ekki er fullkomlega vitað hvers vegna það snýst svona, en ýmislegt bendir til þess að Tríton hafi upprunalega verið frjáls hnöttur sem Neptúnus hafi fangað. Vitað er að tungl sem ganga rétt...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vitað um áhrif tónlistar á námshæfileika?

Tengsl tónlistar við önnur svið Hér er að líkindum átt við áhrif tónlistarnáms á námsgetu í öðrum greinum en tónlist. Í hnotskurn er svarið við spurningunni þetta: Á grundvelli þeirra vísindarannsókna sem fram hafa farið til þessa er hvorki hægt að staðfesta né alfarið hafna þeim möguleika að tónlistarnám geti...

category-iconEfnafræði

Hvað er mól og hvernig er það notað í útreikningum?

Mólmagn eða mólfjöldi (e. number of moles) er magnhugtak sem er aðallega notað um smáar eindir á stærð við sameindir, frumeindir og þess háttar. Mólmagn er táknað með n og er eining þess mól (e. mole). Einingin mól tilheyrir alþjóðlega einingakerfinu (SI kerfinu) og er skilgreind út frá kolefnis-12 samsætunni (e. ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru apalhraun og hversu stór verða þau?

Apalhraun (e. a'a lava) eru algengt form basalthrauna, en þau eru einkennistegund ísúrra hrauna með kísilinnihald (SiO2) á bilinu 52-58%.[1] Venjulega eru apalhraun minni um sig en hellu- eða klumpahraun. Flatarmál þeirra er oft á bilinu 10-50 ferkílómetrar, lengd frá 5-30 kílómetrar og dæmigerð þykkt frá 4-20 met...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reikna ég hvað fer mikið vatn í baðkar og hvað er mikið vatn í sundlaug og hver er formúlan?

Hlutur sem er í laginu eins og rétthyrndur kassi nefnist einnig rétthyrndur samhliðungur á fræðimáli (e. rectangular parallelepiped). Hann hefur tiltölulega reglulega lögun og við þurfum aðeins þrjár tölur til að lýsa honum, lengd, breidd og hæð (l, b og h). Rúmmálið er einfaldlega margfeldi þessara talna:R = l &...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sjá súrefni?

Súrefni er tvíatóma sameind. Það er gert úr tveimur súrefnisfrumeindum og sameindaformúla þess er O2. Orðið súrefni er þýðing á erlenda orðinu oxygen. Oxys þýðir 'súr' og gennan 'að mynda' sem vísar til þess að súrefni er efni sem myndar sýrur. Súrefni er einnig kallað ildi, dregið af orðinu eldur, en súrefni er s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lengi eru hreindýrskálfar á spena?

Nýborinn hreindýrskálfur Meðganga hjá hreindýrakúm er að meðaltali 228 dagar. Þær bera einn kálf og er hann á spena í allt að hálft ár. Fengitími hreindýra er á haustin, yfirleitt í október, og kýrnar bera í seinni hluta maí og júní. Heimildir og mynd:V. Geist og L. Baskin. 1990. „Reindeer (genus Rangifer).“ ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr er skyldast mönnunum fyrir utan apa eða prímata?

Sennilega hafa prímatar (lat. Primata) komið fyrst fram fyrir um 60 milljónum ára, nokkrum milljónum ára eftir að risaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu. Þessir frumstæðu apar voru mjög smávaxnir og líkamsbygging þeirra minnti á íkorna nútímans. Lífshættir þeirra voru einnig svipaðir og hjá íkornum. Í ýmsu voru f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta mýs og rottur lifað á sama svæði í sátt og samlyndi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Deila rottur og mýs umráðasvæði? Lifa þær til dæmis saman í holræsum? Mýs og rottur lifa í nokkuð líku umhverfi í náttúrunni. Þessi dýr finnast því stundum á sama svæði en slíkt kemur þó sjaldan fyrir. Til þess að tryggja sér lífsviðurværi og skjól helga bæði mýs og ro...

Fleiri niðurstöður