Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3131 svör fundust
Hvað er stærsta bygging í heimi stór?
Gert er ráð fyrir því að spyrjendur vilji vita um hæstu byggingu í heimi en það er mismunandi hvað lagt er til grundvallar þegar ákvarða á hæð bygginga, og þar með að úrskurða hver sé hæsta bygging í heimi. Alþjóðleg samtök um háar byggingar (Council on Tall Buildings and Urban Habitat - CTBUH) benda á þrjár leiði...
Eru allir betur settir þegar stór ríkisfyrirtæki eru einkavædd?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Eru allir betur settir þegar stór fyrirtæki í eigu ríkisins eru einkavædd? Ef svo er, getið þið lýst nákvæmlega hvernig? Ekki kemur fram hjá spyrjanda hvað átt sé við með hugtakinu „allir“. Ég leyfi mér að gefa mér að átt sé við alla lifandi þegna ríkisins og undanskil löga...
Hvað fundu Forngrikkir upp?
Forngrikkir fundu ýmislegt upp: Hér gefst ekki færi á að gefa tæmandi upptalningu á því öllu en þó má minnast á það helsta. Þá ber fyrst að nefna gríska stafrófið. Grikkir fundu að sjálfsögðu ekki fyrstir upp ritmál en þeir þróuðu stafrófið sitt úr fönikísku stafrófi snemma á 8. öld f.Kr. Áður höfðu Grikkir not...
Hvenær var þverflautan fundin upp?
Þverflauta er tréblásturshljóðfæri með blástursopið á hliðinni, sem haldið er láréttri þegar leikið er á hana. Fyrsta þverflautan sem fundist hafa heimildir um er kínversk chi-flauta, sem talið er að menn hafi leikið á snemma á 9. öld f.Kr., fyrir næstum því 3000 árum. Hindúaguðinn Krishna er gjarnan sýndur með þv...
Getið þið sagt mér frá grískum harmleikjum og harmleikjaskáldunum?
Öll varðveitt forngrísk leikrit eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Til voru þrjár gerðir leikrita: harmleikir, bukkaleikir eða satýrleikir, og skopleikir eða gamanleikir. Uppruni grískar leiklistar er ekki þekktur. Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. Heimspekingurinn Aristóte...
Hvað er sinfónía?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er sinfónía og er til eitthvað íslenskt orð yfir sinfóníur? Orðið sinfónía getur haft ýmsar merkingar. Það er dregið af gríska orðinu σύμφωνος (symphōnos) sem merkir samhljómur, það sem hljómar vel saman. Orðið symphoni...
Hvers konar letur er höfðaletur? Hvað má segja um uppruna þess og notkun gegnum tíðina?
Höfðaletur er séríslensk skrautleturgerð sem fyrst og fremst var notuð í tréskurði. Um leið má eiginlega segja að það sé eina séríslenska leturgerðin. Höfðaletur þróaðist út frá gotnesku smástafaletri/lágstafaletri á 16. öld. Það afbrigði gotnesks skrautstíls sem höfðaletur virðist hafa þróast út frá er svokallað ...
Hvers vegna innritast fólk, til dæmis í skóla eða á sjúkrahús, en útskrifast svo ef vel gengur? Er einhver munur á rita og skrifa í þessu sambandi?
Sagnirnar rita og skrifa eru nánast samheiti þótt rita sé oft notuð í hátíðlegra samhengi. Sagnirnar innskrifa og útskrifa eru gamlar í málinu. Innskrifa merkir ?færa inn (í bók), skrifa (í skjal)? og að minnsta kosti frá 18. öld ?skrá í skóla?. Útskrifa merkti í eldra máli ?lýsa einhverju? (til dæmis ?hver ge...
Voru haldnar stórar veislur með þorramat á þorranum hér áður fyrr?
Súrmatur var borðaður nánast á hverjum degi til sveita nokkuð fram á 20. öld. Hann var því enginn sérstakur hátíðamatur. Orðið þorramatur varð ekki til í málinu fyrr en eftir miðja 20. öld, og kjarni hans er því ekkert annað en gamall íslenskur hversdagsmatur. Kæstur hákarl, hangikjöt, sviðakjammar, sviðasulta, s...
Hvaðan er orðið "slagari" komið?
Slagari er tökuorð í íslensku sennilega úr dönsku slager sem aftur tók orðið að láni úr þýsku Schlager. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1944 og er orðið haft í gæsalöppum sem oftast bendir til að um aðkomuorð sé að ræða sem ekki er talið fullgildur gegn í málinu. Orðið slagari varð fyrst til...
Ég bý við götu í Reykjavík sem heitir Ánaland. Hvað merkir orðið og þá sérstaklega fyrri liður þess?
Merking fyrri liðar í götuheitinu Ánaland er ekki fullkomlega ljós. Fleiri örnefni eru til á landinu með þessum forlið eins og Ánastaðir, Ánabrekka, Ánavatn (tvö) og götuheitið Ánanaust. Ánanaust var upphaflega hjáleiga frá bænum Hlíðarhúsum en götuheitið ákveðið 1948 en þá hafði hjáleigan verið rifin. Mannsnaf...
Hvað er að spekúlera og hvaðan er það komið?
Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjármálabrask’. Danska sögnin og sú íslenska eiga rætur að rekja til latínu spekulārī 'skoða’. Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjár...
Hver er uppruni orðasambandins "berast á banaspjótum" og við hvað er átt?
Orðasamband með sögninni að berast og nafnorðinu banaspjót er þekkt þegar í fornmáli sem berask banaspjót eptir í merkingunni 'sækja hvor að öðrum með vopni' (það er elta hvor annan með vopnum) og eru dæmi um það fram eftir öldum. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr orðtakasafni Guðmundar Ólafssona...
Getur verið að orðið ananas sé komið af orðinu bananas?
Orðið banani er talið hafa borist til Evrópu með Portúgölum sem fluttu það með sér frá Gíneu á 16. öld. Þar mun það hafa verið notað í einni af mállýskum heimamanna. Sama er að segja um orðið ananas að það munu Portúgalar einnig hafa flutt með sér til Evrópu á 16. öld. Það er talið fengið úr indjánamálunum tupí og...
Halló, hæ og sæll — hafa þessar upphrópanir verið notaðar lengi eða er þetta nýlegt í málinu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvaða upphrópanir hafa verið notaðir í íslensku í gegnum aldirnar til að heilsa fólki? Við notum „halló“, „hæ“ og „sæll“ í dag en það virðast vera tiltölulega nýlegt að nota þau í þessari merkingu. Erfitt er að segja um það með vissu hvenær farið var að nota upphrópanirna...