Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Hálfdanarson stundað?
Guðmundur Hálfdanarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og gegnir nú starfi forseta Hugvísindasviðs skólans. Rannsóknir hans hafa fyrst og fremst beinst að þróun samfélags á 19. og 20. öld, með sérstakri áherslu á þjóðernisvitund, þjóðernisstefnu og sögu íslenska þjóðríkisins. Hann hefur einnig skoðað ...
Hver fann upp markmannshanska?
Hér er gert ráð fyrir því að átt sé við markmannshanska sem notaðir eru í fótbolta. Hanskarnir gegna því hlutverki að verja hendur markvarða og bæta frammistöðu þeirra, til að mynda með betra gripi. Markvörðum er ekki skylt að nota hanska, en nánast allir gera það. Frægt er hins vegar atvikið úr vítaspyrnukeppni P...
Hvaða rannsóknir hefur Auður H. Ingólfsdóttir stundað?
Alþjóðakerfið, tengsl hins alþjóðlega við hið staðbundna, valdatengsl ólíkra hópa og samskipti manns og náttúru eru þeir þræðir sem tvinnast saman í rannsóknum Auðar H. Ingólfsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og sérfræðings við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF). Miðstöðin hefur aðsetur við Háskólann á Akureyri en ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Birna María Svanbjörnsdóttir rannsakað?
Birna María B. Svanbjörnsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar í starfi og rannsóknum tengjast einkum námi í víðum skilningi og viðleitni við að brúa bilið milli fræða og starfs á vettvangi. Helstu áhugasvið hennar eru starfsþróun og starfshættir í skólastarfi sem stuðla að me...
Er hægt að þróa hvít blóðkorn til að ráðast á krabbamein?
Stutta svarið er „já“. Slík meðferð er einn helsti vaxtarbroddur í meðferð gegn krabbameini nú um stundir og hefur reyndar allnokkuð ratað í almennar fréttir. En skoðum þetta aðeins nánar. Reyndar er orðið „þróa“ ekki alveg það rétta í þessu samhengi heldur er um að ræða örvun á starfsemi. Þær frumur sem við k...
Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni?
Jarðolía (einnig nefnd hráolía) er unnin úr jörðinni og inniheldur hún fjölmörg mismunandi vetniskolefni (e. hydrocarbons). Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu eru meginafurðirnar sem unnar eru úr jarðolíu. Afurðir eins og parafínvax (kertavax), asfalt, smurefni og tjara falla til v...
Mun „jólastjarnan“ sjást frá Íslandi 21. desember 2020?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Í norsku blaði var sagt frá því að 21. des. 2020 muni jólastjarna sjást á himni. Síðast sást hún fyrir 826 árum. Mun hún sjást á Íslandi? „Jólastjarnan“ umrædda eru pláneturnar Júpíter og Satúrnus. Mánudagskvöldið 21. desember 2020 verða þær svo nálægt hvor annarri á himni að ...
Hvaða eldstöðvakerfi tilheyra Skaftárkatlar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Til hvaða eldstöðvakerfis flokkast Skaftárkatlar og hvað er vitað um landslagið og jarðhitakerfin undir þeim? Milli Bárðarbungu-Veiðivatna og Grímsvatna er svæði sem gæti verið sjálfstætt eldstöðvakerfi, kennt við Loka. Nafnið er dregið af Lokahrygg undir jöklinum mill...
Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað?
Elmar Geir Unnsteinsson er lektor í heimspeki við University College Dublin og fræðimaður við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa verið á sviði heimspeki tungumáls og málvísinda, heimspeki hugar og sögu heimspekinnar á tuttugustu öld. Elmar hefur sérstaklega fengist við spurningar um tengsl máls o...
Hversu miklu koltvíoxíði er árlega breytt í stein á Hellisheiði?
Eins og staðan er í dag eru um það bil 15 þúsund tonn af koltvíoxíði (CO2 – einnig nefnt koltvíildi á íslensku) árlega fönguð úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar og dælt djúpt niður í jarðlögin. Þar umbreytist koltvíoxíðið í stein og þannig er komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Þetta er gert undir merkjum C...
Nærist mölur á flíkum úr hör?
Heitið mölur er stundum notað sem samheiti yfir fiðrildi sem lifa í húsum en þó er oftast átt við fatamöl eða stundum ullarmöl, tvær tegundir mölfiðrildaættar (Tineidae) hér á landi. Fatamölur getur valdið miklum skaða á fatnaði og öðru í híbýlum manna sem gert er úr ull eða skinnum. Slíkt er þó ekki nærri ein...
Hvernig urðu biskupsdæmi til og hver er saga þeirra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig komu biskupsumdæmin til með að vera? Biskupsdæmi eru eldfornar starfs- og stjórnunareiningar í kirkjunni. Til að byrja með voru þau sjálfstæð og óháð hvert öðru. Raunar mátti líta á hvert og eitt þeirra sem sjálfstæða kirkju. Í upphafi sátu biskupar í helstu bo...
Eru vatnabufflar húsdýr og til hvers eru þeir notaðir?
Vatnabufflar (Bubalus bubalis) eru húsdýr, aðallega í Asíu en eru einnig ræktaðir í öðrum heimsálfum. Þeir skiptast í tvær undirtegundir, önnur kennd við ár og hin við mýrar (e. river buffalo og swamp buffalo). Talið er að báðar undirtegundirnar hafi verið ræktaðar út frá villtum vatnabufflum (Bubalus arnee). ...
Í hvers konar gosum myndast hraungúlar?
Hraungúlar (e. lava dome) myndast í gosum þar sem uppstreymi kvikunnar er mjög hægt. Reyndar svo hægt að auðveldast er að mæla það með ljósmyndum sem teknar eru frá sama stað og sjónarhorni á viku til mánaðar fresti (sjá mynd 1). Að sama skapi er framleiðnin í þessum gosum í minna lagi, eða á bilinu 1-100 rúmmetra...
Hvað er tjaldurinn gamall þegar hann verpir og ungar út í fyrsta sinn?
Tjaldurinn (Haematopus ostralegus) verpir á láglendi allt í kringum landið, meðfram ströndinni og við ár og vötn. Hann er meðal stærstu vaðfugla sem verpa hér á landi og er auðþekktur, svartur og hvítur að lit með rauðgulan gogg, bleikrauða fætur og hárauð augu. Hann lætur vel í sér heyra með gjallandi og hvellu b...