Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3298 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað hefði gerst ef öndvegissúlurnar hefðu skolast til Grænlands?

Fyrst og fremst hefðu þrælar Ingólfs alls ekki fundið súlurnar á gönguferð sinni meðfram strönd Íslands til vesturs frá Ingólfshöfða. Þeir hefðu nefnilega hvorki getað látið sér detta í hug að sigla áfram vestur á bóginn til Grænlands né heldur hefðu þeir ráðið við það í beinu framhaldi af erfiðri ferð til Íslands...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru eyjarnar á Breiðafirði svona margar?

Breiðafjörður og Faxaflói eru hlutar af sömu lágsléttu sem er aðallega tilkomin vegna þess að landið sígur smám saman í hafið eftir því sem það fjarlægist heita reitinn — 2 cm á ári til vesturs en sama sem ekkert til austurs. Einnig á rof af völdum ísaldarjökla og öldugangs sinn þátt í myndun þessarar lágsléttu se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er latneska heiti refsins?

Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Fjallað er um refinn á Íslandi í fróðlegu svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær? Eins og nafnið getur til kynna tilheyrir tófan...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Meðalfellsvatn í Kjós?

Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir sem ná niður fyrir grunnvatnsflöt eða myndast þar sem einhver þröskuldur girðir fyrir vatnsrennsli á yfirborði eða grunnvatnsrennsli. Jöklar hafa leikið stórt hlutverk við myndun stöðuvatna á Íslandi og má skipta jökulmynduðum vötnum í nokkra flokka. Nánar er fjallað um myndun stö...

category-iconJarðvísindi

Hver er stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur á Íslandi og hversu stór var hann?

Stærsti jarðskjálfti á sögulegum tíma á Íslandi er gjarnan talinn vera skjálftinn á Suðurlandi 14. ágúst 1784. Stærð hans hefur verið metin 7,1. Þessi stærð er að sjálfsögðu ekki fengin með mælingum enda komu skjálftamælar ekki til sögunnar fyrr en rúmri öld síðar. Stærðin er fengin með því að bera áhrif skjálftan...

category-iconHagfræði

Hæ Vísindavefur, getum við klárað allar íslenskar kennitölur?

Svarið við þessari spurningu er nei. Kennitölurnar klárast ekki, nema fæðingar á Íslandi verða fleiri en 79 á dag. Kennitala er 10 stafa tala. Fyrstu sex tölurnar eru búnar til úr fæðingardeginum, það er dagur, mánuður og ár (stytt í tvo tölustafi.) Næst kemur raðtala sem er tveir tölustafir, úthlutað frá og me...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er það satt að hrafnar skipti með sér bóndabæjum þegar hart er í ári?

Upprunalega spurningin hljómaði svona: Er vitað hvort það sé satt, að hrafnar skipta með sér bóndabæjum? Íslendingar eiga margar þjóðsögur og frásagnir af hröfnum. Meðal annars herma gamlar sagnir að hrafnar haldi þing að hausti. Það kallast hrafnaþing eða héraðsþing. Í ritinu Grúsk V eftir Árna Óla segir ...

category-iconHagfræði

Hvað eiga hagfræðingar við þegar þeir tala um raungengi krónunnar?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hver er munurinn á raungengi og nafngengi? Hvað er átt við þegar hagfræðingar tala um það að „raungengi“ krónunnar sé sérstaklega hátt (eða lágt)? Hvað merkir þetta hugtak „raungengi“? Væri þá til gengi á krónunni sem ekki væri raunverulegt - sem sagt „fals-gengi“? Með...

category-iconFélagsvísindi

Hverjar eru meðaltekjur á Íslandi, Indlandi, í Mexíkó, Nígeríu, Sviss, Noregi og Bandaríkjunum?

Alþjóðabankinn tekur saman tölur um tekjur í ýmsum löndum. Nokkra mismunandi mælikvarða er hægt að nota fyrir tekjur en hér verður miðað við útreikning bankans á svokallaðri vergri þjóðarframleiðslu á mann. Nýjustu tölur eru fyrir árið 1999, bankinn birtir upphæðirnar í bandarískum dollurum en hér verða þær umreik...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar tegundir steinflugu á Íslandi? Hvar og hvenær finnast þær helst?

Steinflugur (Plecoptera) eru meðalstór skordýr. Þær eru með fjóra vængi og er aftara vængjaparið stærra. Steinflugur eru flatvaxnar með ferkantað höfuð og langa og þráðlaga fálmara. Alls eru þekktar um 1700 tegundir í heiminum en aðeins ein tegund hefur fundist hér á landi. Það er tegundin Capnia vidua. Hún...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða skóli er stærsti skóli á Íslandi? Hvað eru margir krakkar í honum?

Stærsti grunnskóli á Íslandi er Rimaskóli, í honum eru 820 nemendur veturinn 2002-2003. Hann var stofnaður árið 1993. Næst stærsti grunnskóli landsins er Árbæjarskóli, í honum eru 805 nemendur. Stærsti skóli landsins er hinsvegar Háskóli Íslands en þar stunda 8.818 nemendur nám veturinn 2002-2003. Heimil...

category-iconLandafræði

Hvað eru margir staðir á Íslandi sem byrja á stafnum M eða H?

Á Veraldarvefnum er hægt að leita að staðarnöfnum í sérstakri Örnefnaskrá. Ef slegnir eru inn bókstafirnir M og H, leitar forritið að öllum staðarnöfnum í grunninum sem byrja á stöfunum. Samkvæmt talningu byrja 913 staðarnöfn á M og 2783 á H. Hér sést kort með fjölmörgum staðarnöfnum sem byrja á H....

category-iconFélagsvísindi

Hvenær var gengið síðast fellt á Íslandi og í hvaða tilgangi var það?

Gengi íslensku krónunnar var síðast fellt 28. júní 1993, um 7,5%. Skýringin sem þá var gefin var að það þrengdi að útflutningsatvinnuvegum þjóðarinnar, sérstaklega sjávarútvegi. Talið var að samdráttur í fiskveiðum myndi draga aflaverðmæti saman um 6% á milli fiskveiðiára og auk þess hafði verð á erlendum mörkuðum...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?

Með því að beita skyldleikagreiningu á erfðaefni hefur verið sýnt fram á að íslenskir kettir eru náskyldir köttum frá Skáni í Svíþjóð, Færeyjum og Hjaltlandseyjum en mun fjarskyldari köttum annars staðar á Bretlandseyjum. Rétt er að taka fram að kettir í íslenskum sveitum eru upprunalegri en kettir í þéttbýli sem ...

category-iconÞjóðfræði

Hvað voru margar nornabrennur á Íslandi, hvenær hættu þær og hverjar voru brenndar?

Þegar talað er um brennudóma yfir galdrafólki á Íslandi er ekki beint hægt að nota orðið "nornabrennur" eða hugtakið "norn" yfirleitt. Sannleikurinn er sá að langflestir þeirra sem lentu á báli hérlendis fyrir galdra voru karlmenn sem sakaðir voru um fjölkynngi og þjóðlegt kukl á borð við meðferð rúna og galdrasta...

Fleiri niðurstöður