Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1008 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Eru einhverjar reglur til um hvernig eigi að eyða gömlum, skemmdum Biblíum?

Fyrirspyrjandi lætur eftirfarandi vangveltu fylgja spurningu sinni: Nú eru þetta helgirit sem að mínu áliti ættu ekki að fara í pappírsgámana. Mér er kunnugt um gamla Guðbrandsbiblíu sem ekki er talið neitt annað við að gera en að eyða henni. Það er rétt að Biblían er helgirit kristinna manna og Gamla testa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig komst „þjóð“ inn í heiti landsins Svíþjóð?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sverige er íslenskað Svíþjóð. Hvernig kemur „þjóð“ inn í þetta - og hvenær? Eru til eldri þýðingar? Orðið þjóð er allajafna haft um tiltekinn hóp fólks sem síðan má afmarka nánar eftir atvikum. Það er því sannarlega sérstakt að orðið Svíþjóð sé haft um sjálft landsvæðið þ...

category-iconEfnafræði

Hvað er innvermið efnahvarf og hvað er útvermið efnahvarf?

Upprunalegu spurningarnar voru:: Ég er að vinna verkefni í efnafræði og þarf að fjalla um innvermið og útvermið. Hvað er það eiginlega? Hver er munurinn á útvermri og innvermri efnabreytingu? Ég var að spá hver er munurinn á innvermnu og útvermnu efnahvarfi? Ný hugtök vefjast oft fyrir fólki í byrjun...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju hefur enginn stigið fæti á tunglið í hálfa öld?

Fjölmargir hafa sent Vísindavefnum spurningar um það af hverju svo langt er um liðið síðan menn fóru síðast til tunglsins. Á meðal spurninga sem þessu tengjast eru: Hversu oft hafa menn farið til tunglsins? Ef bara einu sinni 1969, af hverju hafa menn ekki farið aftur? Af hverju hefur enginn stigið á tunglið ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru póstmódernískar bókmenntir?

Hugtakið póstmódernískar bókmenntir hefur verið notað til að lýsa textum sem bregðast við síðnútímanum og hinu póstmóderna ástandi; í þeim er heildræn merking og leitin að henni gefin upp á bátinn eða tekin sérstaklega til umfjöllunar. Póstmódernísk verk birta samkvæmt slíkum viðmiðum ekki bara brotakenndan heim, ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða munur er á eddukvæðum og dróttkvæðum?

Elstu varðveittu eddukvæði eru væntanlega frá sama tíma og elstu varðveittu dróttkvæðin þar sem segir frá bardögum konunga sem seðja hræfuglana með bardagafýsn sinni og hugdirfsku. Eins og eddukvæðin eru dróttkvæðin einungis varðveitt í ungum handritum, þeim elstu frá 13. öld, en fræðimenn hafa talið að þau séu mö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er orðið innviðir gamalt og hvernig hefur merking þess breyst í málinu?

Orðið innviðir heyrist og sést mjög oft um þessar mundir. Þetta er ekki nýtt orð – það kemur fyrir þegar í fornu máli og er þá eingöngu notað í bókstaflegri merkingu um tréverk í skipi, annað en ytra byrði. Síðar er einnig farið að nota orðið um hús – „Kirkjan að ytri súð og innviðum mjög lasleg og ágengileg“ segi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hverjar eru tíu algengustu fuglategundirnar á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru topp 10 algengustu fuglategundirnar á Íslandi? Samkvæmt upplýsingum um stærðir íslenskra fuglastofna sem finna má á vef Náttúrufræðistofnunar eru tíu algengustu fuglar landsins eftirfarandi: Tegund Fjöldi (pör)[1] ...

category-iconVísindafréttir

Hvaða svör voru mest lesin á Vísindavefnum árið 2024?

Svör um fjölda og stærð eldgosa á Reykjanesskaga, starfsstjórn, uppgreiðslu lána, og um það hvort svonefndir Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum, voru mest lesnu nýju svör ársins 2024 á Vísindavefnum. Fimm mest lesnu nýju svör ársins 2024 Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og...

category-iconTrúarbrögð

Hvert er almennt talið líklegasta banamein þeirra sem voru krossfestir?

Einnig var spurt:Hvernig fara krossfestingar fram? Er hægt að deyja af henni og hvernig gerist það þá? Hvernig var Jesús krossfestur? Í stuttu máli er banamein þeirra sem voru krossfestir ekki þekkt. Hafa verður í huga að heimildir okkar um krossfestingar – bæði fornleifar og ritaðar heimildir – eru fáar og rýr...

category-iconHeimspeki

Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?

Ef Sókrates lifði í dag á sama hátt og hann lifði í Aþenu frá 470 til 399 fyrir Krists burð, væri svarið augljóst: Nei. Hugsanlega kemur upp í huga margra þegar hugsað er um líf Sókratesar, mynd af hvítskeggjuðum öldungi sem situr á tröppum Aþenutorgs, umkringdur ungum mönnum sem þyrstir í visku. Hann ræðir við...

category-iconSálfræði

Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi?

Í félagsvísindum jafnt sem á klínískum vettvangi ber mönnum saman um að ekki sé hægt að skoða skilnaðaráfallið sem einn einstakan atburð heldur sé um langtímaferli að ræða. Því hafa skilnaðarrannsóknir í vaxandi mæli byggt á greiningu langtímaáhrifa á börnin sérstaklega og orsakavalda sem tengjast þeim. Þær hafa m...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna féll þjóðveldið?

Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að komast að niðurstöðu um hvað þjóðveldið var. Þetta geta í raun verið tvær mismunandi spurningar eftir því hvað við teljum þjóðveldið hafa verið. Við getum litið svo á að þjóðveldið hafi verið það samfélagsform sem var við lýði á Íslandi fram til 1262, þegar landsmenn...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er vísitala?

Vísitölur eru eins konar meðaltöl. Þær eru fengnar með því að vega saman margar stærðir til að fá eina tölu. Einna mest áberandi í opinberri umræðu eru ýmsar vísitölur af vettvangi efnahagsmála en vísitölur eru þó notaðar á mörgum öðrum sviðum. Sem dæmi um vísitölur má nefna verðlagsvísitölur. Ein þeirra er vís...

category-iconHeimspeki

Er hægt að hugsa til enda að eitthvað sé endalaust?

Við skulum ganga að því sem vísu að eitthvað geti verið endalaust. Sem dæmi má nefna náttúrulegu tölurnar, það er að segja rununa:1, 2, 3, ...Að vísu getum við ekki skrifað þessa runu niður, vegna þess að við getum ekki skrifað niður nema endanlega mörg tákn, en það breytir því ekki að runan er til. Annað dæmi um ...

Fleiri niðurstöður