Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8194 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er eðlismassi vatns?

Eðlismassi ferskvatns við 4 °C og einnar loftþyngdar þrýsting er 1,00 kg/l eða 1,00 g/ml. Þetta þýðir til dæmis að einn lítri af vatni við þessar aðstæður hefur massann 1 kg. Vatn þenst lítillega út þegar það er kælt úr 4 °C niður í frostmark. Rúmmálsbreytingin er um 0,15 af þúsundi og eðlismassinn minnkar sem ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getið þið útskýrt fyrir mér af hverju blýlóð og fjöður falla jafnhratt í lofttæmi?

Samkvæmt öðru lögmáli Newtons er heildarkraftur á hlut sama og massi hans margfaldaður með hröðuninni. Massinn er einfaldlega efnismagnið og hann er mældur í kg. Hröðun er sama og hraðabreyting á tímaeiningu. Þegar hlutur fellur frá kyrrstöðu segir hröðunin til um hversu ört hraðinn vex: Því meiri sem hröðunin er,...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort segir maður, „ég er að spá í því“ eða „ég er að spá í það“?

Í Íslenskri orðabók segir að hið „óformlega“ orðalag „að spá í“ geti bæði tekið með sér þolfall og þágufall og þar er ekki gerður greinarmunur á að spá í eitthvað og að spá í einhverju. Þolfallið, „að spá í e-ð“, virðist hljóma eðlilegar þegar um verknað er að ræða, til dæmis „ég er að spá í það að fara í nám í ha...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Til hvers eru augnhár?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Til hvers eru augnhár og hvað myndi gerast ef við hefðum þau ekki?Augnhár tilheyra fylgihlutum augnanna. Hinir eru augabrúnir, augnlok og tárakerfið (tárakirtlar, tárapokar, táragöng og -rásir). Segja má að augnhárin tilheyri augnlokunum. Augnlokin dreifa smurningsvökva ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Við getum séð gufu en af hverju getum við ekki séð loft?

Það er ekki rétt að við getum séð raunverulega gufu. Það sem við sjáum og köllum stundum gufu er í rauninni örsmáir vatnsdropar, það er að segja dropar af fljótandi vatni. Raunveruleg gufa er hins vegar ósýnileg svipað og sama magn af venjulegu andrúmslofti. Spyrjandi getur prófað að setja vatnslögg í hraðsuðuk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu stór er Cray X1 ofurtölvan?

Þessi spurning er líklega til komin vegna myndarinnar hér að neðan af Cray X1 tölvu sem stundum prýðir forsíðu Vísindavefsins. Þegar myndin var fyrst birt var tölvan enn á hönnunarstigi, en er nú komin á markað. Hægt er að fá X1 ofurtölvuna í mörgum stærðum, allt frá 1 og upp í 64 skápa sem hver um sig hefu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?

Almennt er talið að þyngsta risaeðla sem með vissu var uppi hafi verið finngálkn (Brachiosaurus) sem vó um 55 tonn og var um 25 m á lengd. Finngálkn var þó ekki lengsta risaeðlan þar sem trölleðla (Supersaurus) var um 42 m löng. Hún hefur líklega vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið. Nýle...

category-iconLögfræði

Getur maður sem kann ekki íslensku komist á þing eða orðið forseti?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hver eru skilyrðin til kosningaréttar? (Róbert)Í stjórnarskránni er að finna skilyrði þess að mega bjóða sig fram til þings eða embættis forseta Íslands.Í 4. grein stjórnarskrárinnar segir:Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarrétta...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fæðumst við með botnlanga fyrst hann er óþarfi í líkamanum?

Botnlanginn er lítil tota sem gengur út frá botnristlinum. Jónas Magnússonar segir í svari sínu við spurningunni Til hvers er botnlanginn?:Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þessi hlunnur í "hlunnfara" og "kominn á fremsta hlunn"?

Hlunnur er tré, hvalbein, viðarkefli eða eitthvað því líkt, sem sett var undir skipskjöl þegar skip eða bátur var settur fram eða dreginn á land til þess að létta undir með mönnum. Hlunnur var einnig notaður til að skorða með skip eða bát í fjöru. Fremsti hlunnurinn er sá sem næstur er sjávarmáli. Þegar bátur v...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru dráttarvextir og hver er munurinn á þeim og venjulegum vöxtum?

Í lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 er sérstaklega fjallað um svokallaða dráttarvexti. Sé krafa greidd eftir gjalddaga er kröfuhafa (lánveitanda) heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti sem reiknast frá gjalddaga að greiðsludegi. Hafi ekki verið samið um sérstakan gjalddaga getur kröfuhafi krafist drá...

category-iconHugvísindi

Af hverju ruglar fólk stundum saman orðunum apótek og bakarí?

Að undanförnu hef ég spurst fyrir um þennan rugling á orðunum apótek og bakarí en engan hitt sem kannast við hann. Ekki rengi ég þó að hann sé til því að vel er þekkt að fólk segi eitt ósjálfrátt en hafi ætlað að segja annað. Sjálf segi ég mjög oft febrúar þegar ég ætla að segja nóvember og öfugt og hef enga skýri...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru engin fjöll í Danmörku?

Danmörk er hluti af norður-evrópsku lágsléttunni, milli hinna kaledónísku fellingafjalla Skandinavíu í norðri og Alpafjalla í suðri. Landslag þessa svæðis er að mestu mótað af jöklum ísaldarinnar sem skildu eftir sig ógrynni af framburði sem sums staðar er mörg hundruð metra þykkur. Eiginlegt berg finnst hverg...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna er eins og það séu meginlönd og höf á tunglinu ef maður horfir á það með berum augum?

Hægt er að rekja þá venju að tala um höf og meginlönd á tunglinu til stjörnufræðinga 17. aldar. Þeir töldu að stóru dökku svæðin á tunglinu væru höf eins og við þekkjum á jörðinni og gáfu þeim latneska nafnið maria sem þýðir höf, mare í eintölu. Að sama skapi töldu stjörnufræðingarnir að ljósu svæðin væru meginlön...

category-iconHagfræði

Hver er uppruni skulda ríkissjóðs?

Það sama gildir um ríkissjóð og aðra að ef tekjur nægja ekki fyrir útgjöldum og bilið er brúað með lántöku þá safnast upp skuldir. Skuldir ríkissjóðs á hverjum tíma eru því afleiðing af lántöku fyrri tíma. Rekstur ríkisins er þó afar flókinn og það sama gildir um eignir og skuldir ríkissjóðs. Það getur því ver...

Fleiri niðurstöður