Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1380 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum?

Í grunninn er munurinn á „jafnréttindum“ og „kvenréttindum“ sáralítill. Bæði hugtökin eru byggð á hugmyndinni um félagslegan jöfnuð sem á rætur að rekja til kenninga Aristótelesar. Þess ber að geta að þegar Aristóteles setti hugmyndina fram náði hún ekki til allra samfélagsþegna í Forn-Grikklandi. Konur og þrælar ...

category-iconJarðvísindi

Er hægt að mæla landrek út frá eldsumbrotum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig fer landrek fram? Jarðvísindamaður staddur við Holuhraun fullyrti að hægt væri að mæla landrek út frá núverandi eldsumbrotum? Landrek skýrist af flekareki en samkvæmt flekakenningunni skiptist ysta skurn jarðarinnar, stinnhvolfið, í allmarga fleka sem eru á sífelldr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað var liturinn appelsínugulur kallaður áður en appelsínur urðu þekktar á Íslandi?

Upprunalega spurningin var á ensku:What was the name for the color of orange (appelsínugulur) before oranges (appelsína) were known in Iceland? Elsta dæmið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið appelsína er úr ritinu Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum. Bréf Gríms Thomsens og varðandi hann 1838–1858 en bréfi...

category-iconHagfræði

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að eigendur einkahlutafélaga geti greitt sér þóknun sem arð í stað launa?

Arður er útborgun hagnaðar til eiganda félags eftir að allur kostnaður þar með talinn launakostnaður hefur verið dreginn frá tekjum þess. Almennt er miðað við að laun séu ákveðin samkvæmt kjarasamningum eða með öðrum samningum milli innbyrðis óháðra aðila. Þegar svo háttar að sá sem ræður félagi er jafnframt starf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er uppruni grænukorna í heilkjarnafrumum?

Grænukorn eru aðsetur ljóstillífunar í plöntum og því afar mikilvæg frumulíffæri. Ljóstillífun er ákaflega áhrifaríkt efnahvarf þar sem orka sólar er bundin í lífkerfi og súrefni (O2) skilað út í andrúmsloftið og er þar með undirstaða lífs eins og við þekkjum það hér á jörðinni. Hjá öllum lífverum sem framleiða...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er alltaf hægt að leysa Rubik-kubb, sama hversu mikið búið er að rugla honum?

Rubik-kubbur er vinsælt leikfang sem ungverski uppfinningamaðurinn og arkitektinn Ernő Rubik bjó til árið 1974. Sígilda útgáfan af Rubik-kubbi samanstendur af 26 litlum teningum sem hafa mismunandi litaðar hliðar. Hægt er að snúa hverri hlið kubbsins og breyta þannig uppröðun litlu teninganna. Markmiðið með l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndaðist Mývatn?

Mývatn liggur í sprungusveimi kenndum við Kröflu, í sigdæld sem myndast hefur milli misgengja. Áður en Laxárhraun yngra rann var í Mývatnslægðinni stöðuvatn, álíka stórt og Mývatn en dýpra, og náði austar en Mývatn gerir nú (sjá mynd hér fyrir neðan). Forveri Mývatns (Árni Einarsson 1991) Eftirfarandi er byggt ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða áhrif hefur flúor í gosösku á búfé?

Þann 14. apríl 2010 hófst eldgos í Eyjafjallajökli. Gosinu fylgir öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur reynst verulega skaðlegt. Flúor er lofttegund, gulgræn að lit, efnafræðilega skyld k...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getur þú sagt mér um sjúkdóminn PKU?

PKU er arfgengur sjúkdómur. Hann stafar af víkjandi stökkbreyttu geni sem þýðir að barn þarf að erfa genið frá báðum foreldrum sínum til að sjúkdómurinn komi fram. Stökkbreytingin í geninu veldur því að það vantar ensím í lifur sem brýtur niður amínósýruna fenýlalanín. Þessi amínósýra er í öllum prótínum og sumum ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Charles-Augustin de Coulomb og hvert var hans framlag til vísindanna?

Charles-Augustin de Coulomb var einn þekktasti vísindamaður Frakka á síðari hluta 18. aldar. Framlag hans á ýmsum sviðum eðlis- og efnisvísinda er með ólíkindum mikið og fjölbreytt. Coulomb var fæddur í bænum Angoulême í Suðvestur-Frakklandi 1736, af ættum embættis- og auðmanna. Að loknu verkfræðinámi í París s...

category-iconHagfræði

Hver var Joseph A. Schumpeter og hvaða áhrif hafði hann á hagfræðina?

Joseph Alois Schumpeter (1883-1950) er einn merkasti hagfræðingur 20. aldar. Hann fæddist í borginni Třešť sem nú er í Tékklandi en tilheyrði þá Austurísk-Ungverska keisaradæminu en foreldrar hans voru Þjóðverjar. Hann nam lögfræði í Vínarháskóla undir leiðsögn Eugen von Böhm-Bawerk og lauk doktorsprófi ...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Terry Gunnell stundað?

Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og stýrir meistaranámi í norrænni trú í þeirri grein. Á sínum ferli hefur hann skipulagt og kennt námskeið um þjóðsagnafræði, hátíðir, leiki og skemmtanir, norræna trú, sviðslistafræði, Tolkien, leiklist, leiklistarfræði, miðaldaleiklist, nútímaleikhús, I...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?

Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í þeirri grein. Í rannsóknum sínum hefur hann fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur. Við túlkun sagnanna hefur Torfi leitast við að ...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Jónsdóttir rannsakað?

Kristín Jónsdóttir er eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og starfar sem hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands. Hún er einnig virk í vísindaráði Almannavarna, heldur iðuglega erindi á íbúafundum víða um land og hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið Kristínar ...

category-iconDagatal íslenskra vísindamanna

Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður H. Þorvaldsdóttir stundað?

Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, var sagn- og kynjafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni og sérfræðingur hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Hún vann að fjölbreyttum rannsóknarverkefnum, sem flest snérust með einum eða öðrum hætti um jafnrétti í víðum skilningi, kynjaða menningu og ky...

Fleiri niðurstöður