Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær kemur orðið prjón og sögnin að prjóna fyrst fyrir í íslensku máli eða riti?
Orðið prjón og sögnin að prjóna koma hvorki fyrir sem flettur í fornmálsorðabók Johans Fritzner né í seðlasafni Stofnunar Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn með orðum úr fornu óbundnu máli. Elstu dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um sögnina að prjóna eru frá síðari hluta 16. aldar en dæmin um prjón eru eitthvað yngr...
Hvað þýðir 'baðm' í orðinu baðmull?
Orðið baðmull er íslenskun á danska orðinu bomuld frá 19. öld. Eldri íslensk mynd er bómull sem þekkist frá því á 17. öld. Bómull hefur sjálfsagt þótt of dönskuskotið orð og því hefur orðið baðmull verið búið til, sett saman af baðmur ‛tré’ og ull. Baðmull vex á runnum, ekki trjám.Ástæða þess að baðmur var...
Af hverju heita kjúklingabaunir þessu nafni? Tengjast þær eitthvað kjúklingum eða öðru fiðurfé?
Kjúklingabaunir, sem einnig eru nefndar kíkertur á íslensku, eru fræ af runnanum Cicer arietinum. Hér til hliðar sést mynd af runnanum og fræjunum. Rómverjar kölluðu fræ eða baun runnans cicer og af því heiti á nafn rómverska stjórnmálamannsins og mælskusnillingsins Ciceros að vera dregið. Sagan segir að einn forf...
Hvar eru mestu stríðsminjar á Íslandi?
Því er til að svara að minjar stríðs geta verið margs konar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál. Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér...
Gæti ég fengið að vita það helsta um kolefni?
Kolefni kemur við sögu í öllu okkar daglega lífi. Fæðan sem við neytum inniheldur kolefni, flíspeysurnar okkar eru úr kolefni, við notum kolefni til að knýja bílana okkar, sumir skreyta sig með kolefni, við skrifum með kolefni, notum það til að grilla og það kemur mikið við sögu í hinum svokölluðu gróðurhúsaáhrifu...
Hvað hafa orðið mörg gos í Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi á sögulegum tíma og nútíma og hvaða ár urðu þessi gos?
Eldstöðvakerfi kennt við Eyjafjallajökul nær yfir jökulinn sjálfan og fjalllendið sem hann situr á. Gos í eldstöðvakerfinu hafa verið fátíð og öll þekkt gos fremur lítil. Erfitt hefur reynst að tímasetja hraunin sem liggja hátt. Þau eru jarðvegsvana, og í mörgum tilvikum hefur jökulhlaup farið yfir þau eða jökull ...
Eru hraunmolar úr nýja gosinu í Geldingadölum geislavirkir?
Þetta er ágætis spurning sem hægt er að svara á einfaldan hátt: Nýja hraunið á Reykjanesskaga er basalt og að vísu geislavirkt, en í svo litlum mæli að geislunin er með öllu hættulaus og einungis greinanleg með næmustu mælitækjum. Þeir sem vilja fræðast meira um geislavirkni í bergi geta svo lesið afganginn af...
Hvernig er hægt að sýna fram á að koltvíoxið valdi gróðurhúsaáhrifum á jörðinni?
Í heild hljóðaði spurningin um það bil svona:Er hægt að sanna að sameindin CO2 valdi gróðurhúsaáhrifum með því að senda innrauða geislun sem stefnir út í geim og mæla endurkast hennar af CO2 sameindum sem berst aftur til jarðar? Spurningin ber með sér að spyrjandi veit í hverju gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs (CO2;...
Af hverju ætti Guð að leiða okkur í freistni eins og segir í Faðirvorinu?
Faðir vor er bænin sem Jesús kenndi okkur. Það er að finna á tveimur stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Fjallræðu Jesú í Matteusarguðspjalli, 6. kapitula, 9.-13. versi og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapitula, 2.-4. versi. Útgáfan í Fjallræðunni er sú sem er okkur töm. Þar kemur Faðir vor á efti...
Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?
Upphafleg spurning var:Bandarískar mælieiningar. Er einhver rökhugsun á bakvið Fahrenheitin (sbr. 0°C, frostmark, 0°K alkul og svo framvegis) eða er þetta bara einhver tilviljun eins og flestar aðrar mælieiningar Bandaríkjamanna? Hver eru líka hlutföll á milli þumlunga, tomma, yarda og fleiri eininga og á milli le...
Hvernig verkar bandaríska skólakerfið og hvaða einkunnakerfi er notað?
Bandaríska skólakerfið er á margan hátt byggt öðru vísu upp en hið íslenska. Erfitt er að gera nákvæma grein fyrir því þar sem töluverður munur er á útfærslu milli mismunandi ríkja innan Bandaríkjanna. Þó má lýsa kerfinu í grófum dráttum miðað við það sem algengast er. Skólaganga í Bandaríkjunum hefst yfirleitt...
Hver var hugsun George Orwells á bak við skáldsöguna Dýrabæ?
Enska rithöfundinum George Orwell (1903-1950, fæddur Eric Blair) var svo ákaflega uppsigað við óréttlæti heimsins að hann gerði skrif pólitískra ádeiluverka að hugsjón sinni. Fyrstu bækur hans frá fjórða áratug 20. aldar voru í samræmi við þá hugsjón. Bókin Down and Out in Paris and London (Utan garðs í París og ...
Hvað er saga?
Orðið saga er skylt sögninni segja og hefur upphaflega vísað til þess sem var sagt, óháð innihaldi þess. Leifar þeirrar merkingar höfum við í orðum eins og fiskisaga, sem er frekar frétt af fiskigöngu heldur en eiginleg saga. En strax í fornu máli norrænu var tekið að nota orðið sérstaklega í tveim merkingum sem s...
Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum?
Þetta er mjög áhugaverð spurning því fjarlægðir í geimnum eru svo miklar að við getum með engu móti skilið þær almennilega. Til þess að að gera sér einhverja grein fyrir stærðum og fjarlægðum í sólkerfinu okkar, er þess vegna ágætt að minnka sólkerfið hlutfallslega. Fyrst veljum við einhvern hnött og hugsum okk...
Hvers vegna dóu svona margir indjánar úr kvefi eftir komu Evrópumanna til Ameríku?
Með auknum samgöngum og svonefndri alþjóðavæðingu má segja að heimurinn sé orðinn nánast eitt sóttkveikjusamfélag. Gott dæmi um það er bráðalungnabólgan HABL (e. SARS) sem kom upp í Suður-Kína fyrir nokkrum mánuðum en setti brátt alla heimsbyggðina í uppnám. Annað dæmi er eyðni, sjúkdómur sem upphaflega hefur senn...