Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er eðlilegt að finna til pirrings yfir smjatti, sötri, háum andardrætti og klukkutifi?
Svarið við spurningunni er einfaldlega já. Það er alveg fullkomlega eðlilegt að verða þreyttur og pirraður á ákveðnum hljóðum. Hinu er ekki að neita að það er afskaplega persónubundið hvort og hversu mikið þau fari í taugarnar á fólki, og þá er lykilatriði hve mikla athygli fólk veitir smjatti, sötri og öðrum slík...
Skapa peningar hamingju?
Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli: Já, en að takmörkuðu leyti í þróuðum löndum eins og Íslandi. Fræðimenn hafa sýnt fram á að fjölskyldulíf, vinátta og hjónabönd hafa mun meiri áhrif á hamingju fólks á Vesturlöndum heldur en tekjur og eignir. Engu að síður er sú trú útbreidd að peningar og efnislega...
Getið þið sagt mér frá grískum harmleikjum og harmleikjaskáldunum?
Öll varðveitt forngrísk leikrit eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Til voru þrjár gerðir leikrita: harmleikir, bukkaleikir eða satýrleikir, og skopleikir eða gamanleikir. Uppruni grískar leiklistar er ekki þekktur. Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. Heimspekingurinn Aristóte...
Hvernig virkar auðkennislykill í heimabanka?
Auðkennislykill (e. Secure ID token) byggir á tveggja þátta sannvottun eða auðkenningu. Auðkennið er þá annars vegar eitthvað sem notandi veit, það er notendanafn og síðan aðgangsorð eða -tala, og hins vegar eitthvað sem hann hefur, í þessu tilfelli auðkennislykill. Til eru nokkrar útfærslur af auðkennislyklum, e...
Lifa höfrungar við Ísland?
Af um 30 tegundum núlifandi höfrunga finnast að jafnaði sex hér við land. Sennilega er algengasta tegundin innan landgrunns hnýðingur sem einnig gengur undir nafninu blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris). Um hnýðinga má meðal annars lesa meira í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um höfrunga? Há...
Verður heimsendir árið 2012?
Að undanförnu hefur borið mikið á ýmiss konar heimsendaspám sem allar eiga það sameiginlegt að spá fyrir um endalok heimsins árið 2012. Nákvæmlega hvernig heimurinn mun farast og af hvaða ástæðum fer svo nokkuð eftir spánni hverju sinni. Í sumum spám kemur fram að heimsendir verði vegna kjarnorkustríðs; í öðrum er...
Er það bara mýta að rykmaurar séu á Íslandi?
Rykmaurar eru áttfætlumaurar sem taldir eru útbreiddir um allan heim og í mörgum löndum eru þeir ein meginorsök fyrir astma og ofnæmisbólgum í nefi. Þeir eiga einnig þátt í ofnæmisexemi (barnaexemi), sem er mjög algengt fyrstu tíu ár ævinnar. Oftast er talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinu...
Af hverju verðum við ástfangin?
Spurningin af hverju við verðum ástfangin er tengd spurningunni Hvað er ást? Í stuttu máli er þörfin og hæfileikinn til að verða ástfanginn manneskjunni eðlislægur. Forsendur hvers einstaklings eru þó misjafnar hvað varðar hvort tveggja. Þessar forsendur eru félagslegar, persónulegar, tilfinningalegar, kynferðisle...
Getur efedrín haft hættuleg áhrif á fólk?
Í aldanna rás hefur jurtin ma huang verið notuð í kínverskum lækningum. Jurtin, sem oftast er nefnd ephedra á erlendum tungumálum, inniheldur meðal annars efedrín sem er virkasta innihaldsefnið. Efedrín er að finna í mörgum fæðubótarefnum sem markaðssett eru fyrir fólk sem vill grennast og fólk sem er að leita að ...
Hver er Jocelyn Bell Burnell og var það hún sem uppgötvaði fyrstu tifstjörnuna?
Susan Jocelyn Bell Burnell er breskur stjarneðlisfræðingur sem er frægust fyrir hlutdeild sína í uppgötvun fyrstu tifstjörnunnar þegar hún var doktorsnemi í Cambridge. Leiðbeinandi hennar, Antony Hewish, fékk síðar Nóbelsverðlaunin fyrir þessa uppgötvun ásamt Martin Ryle. Jocelyn Bell Burnell (f. 1943). Joc...
Hvað eru geimþokur?
Geimþokur (e. nebulae) eru miðgeimsský úr ryki, vetni, helíni og öðrum jónuðum gastegundum. Orðið nebula er latneskt og þýðir ský en það var upphaflega notað yfir öll þokukennd fyrirbæri á himninum, þar á meðal stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir eins og Andrómeduvetrarbrautina, en það tíðkast ekki lengur þótt vetra...
Hvað er best að borða fyrir keppnishlaup?
Þeir sem hafa reynslu af hlaupum og undirbúningi fyrir keppnishlaup vita oftast hvað hentar best rétt fyrir hlaupið. Þeir hafa lært af öðrum og af eigin reynslu í gegnum tíðina. Öðru máli gegnir um þá sem teljast til byrjenda. Nauðsynlegt er að vakna tímanlega fyrir keppni og í raun fyrir alla áreynslu. Mismuna...
Hvað er Krabbe-sjúkdómur og hvernig tengist hann mýli og taugaboðum?
Krabbe-sjúkdómurinn er nefndur eftir hálfíslenska taugalækninum Knud Haraldsen Krabbe. Þetta er arfgengur taugasjúkdómur sem herjar á mið- og úttaugakerfi. Algengast er að sjúkdómurinn komi fram fyrir sex mánaða aldur en það getur þó einnig gerst síðar á ævinni. Sjúkdómurinn tilheyrir flokki sjúkdóma sem kallast ...
Hvað er gagnrýnin hugsun?
Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst...
Ef maður þýðir enska bók yfir á íslensku og þýðir þýðinguna svo yfir á ensku, er maður þá ekki að afþýða hana?
Hér er skemmtilegur orðaleikur á ferð og vissulega mætti svara spurningunni játandi, að minnsta kosti í nafni hans. Við nánari athugun kemur þó strax í ljós að bókin verður ekki afþýdd nema hún verði þýdd að nýju. Ferli af þeim toga býður upp á ýmsar pælingar um þýðingar almennt, hvað þær feli í sér og í hverju ga...