Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4832 svör fundust
Af hverju finnst flugum skítalykt góð?
Þeim sem borða harðfisk með ánægju finnst yfirleitt líka lyktin af honum góð. Ef fólki líkar ekki lyktin af harðfiski borðar það hann yfirleitt ekki heldur. Sama á við um hákarl og margar aðrar fæðutegundir, einkum ef við skoðum allan þann mat sem hinar ýmsu þjóðir heimsins leggja sér til munns. Það sem við kö...
Til hvers er altarið í kirkju?
Altarið í kristinni kirkju er fyrst og fremst borð. Það er kallað borð Drottins vegna þess að þar er borin fram kvöldmáltíðin. Að ganga til altaris er þannig líka kallað að ganga til Guðs borðs. Jafnframt er altarið samkvæmt kristinni trú tákn um nærveru Guðs á jörðu. Þess vegna snúum við okkur þangað þegar vi...
Hvað er orðið neinn, eins og þegar við segjum 'ekki neinn'?
Önnur spurning af sama tagi hljóðar svona:Allir vita hvað það þýðir þegar maður segist til dæmis 'ekki sjá neitt'. Þá er neitunin ekki hengd við orðið neitt, en hvað þýðir það orð þá?Neinn er óákveðið fornafn og er notað í merkingunni 'enginn eða ekkert er af því sem um er rætt'. Það er þannig til orðið að neituni...
Hvað veldur því að jörðin er kringlótt?
Um þetta er fjallað í svari við spurningunni Hvers vegna eru plánetur hnöttóttar en ekki kassalaga? en þar kemur fram að kúlulögun sólstjarna, reikistjarna og tungla stafar af þyngdarkraftinum. Þegar reikistjörnur myndast, safnast gas í geimnum saman í kekki sem dragast saman vegna aðdráttar agnanna í kekkjunum...
Hvað er kol?
Kol er lífrænt efni sem myndast úr leifum ferskvatnsplantna sem grafist hafa í jörð. Ferlið sem leiðir til myndunar kola gengur þannig fyrir sig að trjábolir, greinar, lauf og könglar falla í vatn, verða vatnsósa og sökkva. Við það kemst súrefni andrúmsloftsins ekki lengur að plöntuleifunum en loftfælnir gerl...
Hvaða stafir eru í stafalogni?
Þegar talað er um stafalogn er alger vindleysa, ekki bærist hár á höfði. Orðið stafur hefur margs konar merkingu í íslensku en ein af þeim er ‘geisli, sólargeisli’. Þegar stafalogn er sjást oft ljósrákir á yfirborði vatns eða sjávar frá sólinni, það er stafir, geislastafir, þar sem lítil sem engin hreyfing er ...
Er orðið "varðandi" góð íslenska? Mér finnst það svo þurrt og stofnanalegt.
Sögnin að varða hefur fleiri en eina merkingu en í því tilviki sem spurt er um er hún notuð um að 'snerta, koma við, lúta að. Varðandi, sem er lýsingarháttur nútíðar, er að mínu mati ofnotaður í nútímamáli þótt notkunin sé ekki beinlínis röng. Oft virðist mega sjá í gegnum textann enska sambandið according to í me...
Hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum:Hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar?Hvar er hægt að nálgast þær?Eru apókrýfar bækur Biblíunnar bannaðar af sumum kirkjudeildum en ekki öðrum? Hugtakið apókrýfur er notað í dag í biblíuvísindum og almennum trúarbragðafræðum um rit sem mynda hluta af rituðum trúararfi hinna fjö...
Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?
Spurt er um áhrif hlustunar á tónlist og því miðast svörin einungis við áhrif tónlistarhlustunar en ekki tónlistarnáms eða virkrar þátttöku í tónlist. Mikilvægt er að gera greinarmun þarna á milli því almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að tónlistarhlustun hafi lítil sem engin varanleg áhrif á vitsmuni en...
Hver var Burrhus Frederic Skinner og hvert var framlag hans til vísindanna?
Er ekki augljóst að hegðun fólks ræðst af sálarlífi þess? Að fólk aðhefst vegna þess sem það hugsar, veit, vill og finnur til? Í daglegum samskiptum taka flestir þessu sem gefnum hlut og lesa tilfinningu, hugsun og löngun – meðvitaða og ómeðvitaða – í hugskot samferðamanna. Er ekki jafnaugljóst að ef sálfræði á að...
Getur skynjunin gefið okkur raunverulega þekkingu á veröldinni kringum okkur?
Öll þekking okkar á veröldinni virðist byggja á skynjun. En einhvers konar þekkingar er þörf til að meta það áreiti sem skynfærin bera okkur og vinna úr því eiginlega skynjun sem hugsað og talað verður um. Þá virðumst við stödd í vítahring þar sem skynjun byggir á þekkingu og þekking á skynjun. Þann vítahring má b...
Er sannað að greindarpróf verki?
Greindarpróf sýna meðal annars talsverða fylgni, sem kallað er, við almennan námsárangur manna eða gengi í almennum skólum. Þau nýtast því til dæmis vel við greiningu og meðferð námserfiðleika. Hins vegar hefur ekki tekist að gera próf sem segi fyrir um árangur á tilteknum, afmörkuðum sviðum eins og tónlist eða íþ...
Hvað er vöðvaslensfár?
Vöðvaslensfár (myasthenia gravis) einkennist af mikilli vöðvaþreytu. Þetta er sjúkdómur sem auðveldlega gleymist, þar sem hann er tiltölulega sjaldgæfur og sjúkdómsmyndin oft óljós. Greiningin dregst því stundum, jafnvel árum saman. Þetta er sjálfnæmissjúkdómur, þar sem ónæmisþol líkamans raskast og ónæmiskerfið r...
Ljóseind er sín eigin andeind, nánari skýring?
Rafeindir, róteindir, nifteindir og fleiri kunnar öreindir hafa tiltekna eiginleika sem gera það að verkum að hægt er að segja fyrir um það með hjálp afstæðiskenningarinnar að þær hljóti að eiga sér andeindir. Sú forsögn hefur síðan verið staðfest í tilraunum og athugunum. Ljóseindin og nokkrar fleiri öreindir sem...
Hvernig myndast regnboginn?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Regnbogar eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hvers vegna spanna þeir mismargar gráður? (Sveinn Guðmarsson) Af hverju er regnbogi bogalaga? (Sveinn Birkir Björnsson) Af hverju er regnboginn "bogi"? Af hverju er hann til dæmis ekki kassalaga eða spírall? (Kjartan Gunn...