Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1240 svör fundust
Hverjar eru líkurnar á að fá par, tvö pör, þrennu og svo framvegis í fimm spila póker?
Heildarfjöldi möguleika á að fá fimm spil á hendi í póker er \[{52 \choose 5} = \frac{52!}{5! \cdot (52-5)!} = \frac{52!}{5! \cdot 47!} = 2.598.960.\] Hér táknar ${52 \choose 5}$ tvíliðustuðul, sem lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er tvíliðustuðullinn C(n,k) og hvers vegna er fjöldi tv...
Hvað verða risasmokkfiskar stórir og hvað vita vísindamenn um lífshætti þeirra?
Risasmokkfiskar eru smokkfiskar (Architeuthidae) af ættkvíslinni Architeuthis. Alls hafa átta tegundir verið flokkaðar í þessa ættkvísl. Sumar þeirra geta orðið gríðarlega stórar eða allt að 13 metrar á lengd frá skrokkenda til enda lengri fálmaranna. Möttullinn sjálfur getur orðið tveir metrar á lengd þannig að l...
Er kvikasilfur hættulegt fyrir heilsuna og hvernig berst það í líkamann?
Kvikasilfur er frumefni og tilheyrir hópi mjúkra málma. Eins og við á um flest önnur frumefni finnst það oftast sem efnasamband. Kvikasilfur er að finna í jarðskorpunni, í jarðvegi, bergi og vatni og jafnvel að einhverju leyti í andrúmsloftinu. Það kemur fyrir sem frumefnið kvikasilfur sem er fljótandi málmur eða ...
Hver er saga krukkunnar og hver fann eiginlega upp krukkur?
Í tímans rás hafa matvæli og vökvar af ýmsu tagi verið geymd og varðveitt í alls kyns ílátum, oftast búnum til úr leir. Krukkurnar sem við þekkjum í dag, sem yfirleitt eru úr gleri með áskrúfuðu málmloki, hafa líkast til þróast frá ákveðinni tegund krukkna, svonefndum albarello-krukkum, sem fyrst voru búnar til í ...
Hvar er mesta þéttbýli í Bandaríkjunum?
Samkvæmt upplýsingum um Bandaríkin á Wikipediu búa tæpar 314 milljónir manna í Bandaríkjunum en íbúaþéttleiki er tæplega 34 íbúar á ferkílómetra (km2). Til samanburðar er íbúaþéttleiki Íslands um 10 sinnum minni en í Japan 10 sinnum meiri. Íbúaþéttleiki Bandaríkjanna er tiltölulega lítill miðað við önnur lönd. ...
Hvaða fornu heimildir segja frá goðsögunni um Evrópu?
Vísað er til goðsagnar um Evrópu í elstu varðveittu hetjuljóðum Grikkja, sem eignuð eru hinum fornu höfuðskáldum Hómer og Hesíodosi.[1] Í varðveittu kvæði um uppruna guðanna telur Hesíodos Evrópu meðal afkvæma guðsins Okeanosar.[2] Þau voru sett skör lægra en Ólympsguðir í stigveldi grískrar goðafræði. Þessi hugmy...
Var eiginmaður Auðar djúpúðgu konungur í Dyflinni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég hef lesið, að Ólafur, eiginmaður Auðar djúpúðgu, hafi verið konungur eða víkingakonungur í Dublin á Írlandi. Lét hann eitthvað eftir sig þar? Markaði hann einhver spor á Írlandi? Þau Auður áttu væntanlega afkvæmi, syni og dætur, hvað varð um þau? Laxdæla og Landnámabók segja...
Hver er munurinn á stjórnvaldsákvörðun og stjórnvaldsfyrirmælum?
Stjórnvaldsákvörðun Formleg stjórnvaldsákvörðun er eins og orðin gefa til kynna, ákvörðun sem tekin er af þar til bæru stjórnvaldi í málum sem varða borgarana. Fjölmörg mál koma til kasta stjórnvalda hverju sinni og niðurstaða fæst í þessi mál með því að stjórnvöld taka ákvörðun. Dæmigerð afgreiðsla stjórnvalda...
Hvar finnst veggjalús aðallega á Íslandi og hverjar eru kjöraðstæður hennar?
Veggjalús (Cimex lectularius) er talin upprunnin í Asíu og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Á Íslandi hefur hún fundist í byggð í öllum landshlutum. Margir fundarstaðir eru skráðir í gömlum heilbrigðisskýrslum, ekki síst á Vestfjörðum, en skráðir fundarstaðir á seinni tímum eru dreifðir og strjálir. Hér á l...
Voru einhver fræg kventónskáld á 19. öld?
Það ævagamla sjónarmið var sem fyrr ríkjandi á 19. öld að hljóðfæraleikur væri konum til prýði svo framarlega sem þær iðkuðu slíka list einungis innan veggja heimilisins. Fordómar feðraveldisins gerðu flestum konum ókleift að hafa hljóðfæraleik að lífsstarfi og enn minni trú höfðu menn á getu þeirra til að stunda ...
Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?
Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...
Þola veirur vel frost, hvað með veiruna sem veldur COVID-19?
Almennt má segja að veirur þoli betur kulda en hita. Veirur eru margar frostþolnar en fer það nokkuð eftir gerð veiranna og ekki síst eftir því í hvaða umhverfi veiran er. Vísindamenn sem vinna við veirurannsóknir geyma veirur í sermisríkum frumuræktunarvökva við -80°C. Hægt er að geyma þær á þann hátt árum saman ...
Hver eru algengustu einkenni lungnakrabbameins?
Einkenni lungnakrabbameina eru margvísleg, en algengust eru einkenni frá brjóstholi. Lungnakrabbamein getur þó einnig greinst fyrir tilviljun við myndatöku vegna annarra sjúkdóma, til dæmis hjarta- og æðasjúkdóma eða eftir áverka.[1][2] Algengustu einkenni lungnakrabbameins eru eftirfarandi: hósti brjóstve...
Er vændi ólöglegt á Íslandi eða bara í gegnum þriðja aðilann?
Í 1. mgr. 206. gr. hegningarlaga er kveðið á um að hver sem greiði eða heiti „greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi“ skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Sé um að ræða barn undir 18 ára aldri, eru sektir eða allt að tveggja ára fangelsisvist. Í 3. mgr. segir að hver sem hafi atvinnu eða við...
Hvað eru hagsmunasamtök og hvaða hlutverki gegna þau í lýðræðisríkjum?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hvernig geta hagsmunasamtök haft áhrif á ríkisvaldið? Er æskilegt í lýðræðisþjóðfélagi að hagsmunasamtök hafi áhrif stjórnvöld? Hagsmunasamtök (e. interest groups) eru skipulögð félagasamtök eða hópar sem leitast við að hafa áhrif á opinbera stefnumótun í þágu tilte...