Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1804 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna verður fólk sköllótt þegar það fær krabbamein?

Almenningur tengir hármissi ósjálfrátt við krabbamein. Hárlos og skalli er þó ekki fylgifiskur krabbameins, heldur meðferðar sem gripið er til og þá sérstaklega þegar gefin eru frumudrepandi krabbameinslyf. Skalli er sú aukaverkun krabbameinslyfja sem einstaklingar með krabbamein óttast einna mest, einkum þó konur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum?

Silfurskottur eru meðal kunnustu meindýra í húsum landsmanna. Hér á landi er útbreiðsla þeirra einungis bundin við heimahús og er svo víða um heim. Nánar má lesa um silfurskottur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju koma silfurskottur í hús? Hér er hins vegar spurt um tegundir sem leggja sér silfurskot...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Gæti týndur ferðamaður á jökli í blindbyl gert vart við sig með öflugum leysigeisla?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er öflugt leysiljós sýnilegt yfir einhverja marktæka vegalengd í gegnum snjóstorm? Dæmi: Ferðamaður upp á jökli týnist í blindbyl, hann er með öflugt leysiljós (1000mW+). Mundi björgunarsveitin sjá leysiljósið yfir einhverja marktæka vegalengd? Stutta svarið við þessar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna drepa ljón blettatígra?

Tengsl tegunda í vistkerfi geta verið afar flókin. Það er ekki endilega víst að ljón (Panthera leo) drepi blettatígra (Acinonyx jubatus) sér til matar, heldur kann að vera að þau séu í og með að draga úr samkeppni um fæðu. Það er vel þekkt að ljón drepi blettatígra, bæði fullorðin dýr og hvolpa. Á svæðum í Afrí...

category-iconMálstofa

Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum var stofnað árið 2004 og er það staðsett að Garðvegi 1 í Sandgerði. Þar eru einnig til húsa Náttúrustofa Reykjaness, Botndýrarannsóknastöðin (BIOICE) og Fræðasetrið í Sandgerði en frá upphafi hefur Sandgerðisbær staðið myndarlega að uppbyggingu og rekstri þessara stofna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?

Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er norðlenska flokkuð sem hreimur eða mállýska?

Þegar talað er um „norðlensku“ er venjulega átt við ákveðin einkenni í framburði, einkum svokallað harðmæli og raddaðan framburð. Harðmæli felst í því að bera lokhljóðin p, t og k fram fráblásin inni í orðum, t.d. æpa, vita, vaka ([aiːpʰa], [vɪːtʰa], [vaːkʰa]), í stað ófráblásinn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á ávarpsorðunum frú, maddama, fröken, jómfrú?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjir voru helstu ávarpstitlar kvenna á 19. öld? Hver var munurinn á frú, maddömu, fröken, jómfrú o.s.frv.? Orðið maddama sem ávarpsorð er fyrst farið að nota í byrjun 18. aldar. Var það notað til að tala um eða ávarpa biskupsfrú, prestsfrú, kaupmannsfrú eða aðrar konur sem s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna fáum við náladofa?

Allir kannast við þau óþægindi sem verða ef maður rekur olnbogann í eitthvað og fær högg á „vitlausa beinið“ sem er ekki bein heldur taug sem liggur niður í handlegg og hönd. Við slíkt högg er oft eins og rafstraum leiði niður í höndina og á eftir fylgir oft dofi eða náladofi. Við fáum einnig náladofa við þrýsting...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eitt terabæti mörg megabæti?

Forskeytið tera- stendur yfirleitt fyrir billjón, það er milljón milljónir. Forskeytið mega stendur fyrir milljón. Því gæti virst sem eitt terabæt séu nákvæmlega milljón megabæti. En svo er ekki. Minnsta eining upplýsinga í tölvu er biti. Biti hefur ýmist gildið 0 eða 1. Átta bitar í röð nefnast bæti. 01001110 ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag?

Spyrjandi bætir svo við:Eru ekki til fleiri stýrikerfi en Linux og Windows?Ef við skoðum hvaða stýrikerfi gestir Vísindavefsins nota kemur í ljós að Windows stýrikerfið hefur mikla yfirburði í vinsældum. Af um 4400 gestum vikuna 6. - 12. janúar nota 94,5% einhverja útgáfu af Windows stýrikerfi, 2,5% gesta nota Lin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru puntsvín og broddgöltur sama tegund?

Dýrafræðin svarar þessari spurningu neitandi. Í reynd koma hér við sögu þrjár ættir spendýra. Tvær þeirra tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia), önnur nefnist á ensku 'old world porcupine' og á latínu Hystricidae. Réttast er að kalla þá ætt puntsvín á íslensku. Hin nagdýraættin nefnist á ensku 'new world porcupine'...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er til eitthvað sem kallast rafsegulpúls?

Líklega á spyrjandi við það sem á ensku hefur verið nefnt electromagnetic pulse (EMP). Við skulum kalla þetta fyrirbæri rafsegulhögg. Það var fyrst uppgötvað við prófanir á kjarnorkusprengjum sem sprengdar voru í háloftum. Uppruni höggsins er í svokölluðum Compton rafeindum, sem örvast við sprenginguna, og eins...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er samba í Linux-stýrikerfum?

Samba er safn forrita sem gerir tölvum sem keyra Windows-stýrikerfi og tölvum sem keyra stýrikerfi byggð á UNIX, til dæmis Linux, kleift að skiptast á gögnum og samnýta jaðartæki og aðrar auðlindir (e. resources). Samba byggir á SMB (e. server message block) samskiptareglunum (e. protocols) sem Windows-stýriker...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er líklegur aldur landselsurtu sem við krufningu vóg 26,5 kg og var 110 cm á lengd, með hreifum?

Þessi landselsurta hefur líklega ekki verið kynþroska. Nýfæddir landselskópar eru vanalega um 9-11 kg að þyngd og 70-90 cm langir. Undir venjulegum kringumstæðum þyngjast landselskópar um rúmlega helming á fyrsta ári þannig að lauslega á skotið hefur þessi urta verið á öðru til þriðja ári. Landselur © Jón Baldur ...

Fleiri niðurstöður