Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?
Eins og við skiljum spurninguna er svarið nei. Við skiljum þá orðið "span" þannig að átt sé við rafsegulfræðilegt span (induction) eins og það sem verður þegar leiðari hreyfist miðað við segulsvið eða hugsanlega eins og það sem gerist þegar ytra rafsvið veldur tilfærslu á rafhleðslu í leiðandi hlut án þess að heil...
Ætti ég að hafa áhyggjur af tilviljanakenndri hrörnun Higgs-sviðsins?
Upprunalega spurningin var: Það er ný kenning sem hræðir mig um false vacuum, er það satt eða ósatt? Hrörnun svonefnds Higgs-sviðs einhvers staðar í alheiminum hefði í för með sér að örsmátt, nærri kúlulaga svæði myndi stækka á ljóshraða í allar áttir. Þessi kúla myndi taka yfir sólkerfi okkar á nokkrum klu...
Er til annar heimur?
Fyrst þurfum við að átta okkur á því hvað þessi spurning þýðir. Ef við hugsum okkur svolítið um sjáum við að hún hlýtur að snúast um það hvort til sé heimur sem væri algerlega aðgreindur frá þeim heimi sem við þekkjum. Það merkir aftur að engin boð geta borist milli heimanna. Í þessu felst eina skýra merkingin sem...
Tala kindur fjármál?
Svarið við þessari spurningu er bitamunur en ekki fjár. Líklegt þykir að fé á fjalli tali ekki aðeins fjármál heldur samþykki það líka fjárlög og fjáraukalög og standi fyrir fjáröflun -- annars væri jú töluverð hætta á fjárþroti! Fé án hirðis er álitin hin versta fjárfesting og kemur heiðvirðu fólki vafningala...
Hvað gerist þegar hlutur nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða?
Svarið er í stuttu máli: Ekkert sérstakt! Hér á Vísindavefnum hefur áður verið svarað spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Ágætt er að lesa það svar á undan þessu. Þar kemur fram að flugvél eða aðrir hlutir verða fyrir snörpum hvirfilstraumum og höggum þegar þeir komast á hljóðhraða en ef...
Þegar fólk fær ofnæmi er það þá vegna einhvers sem gerist í líkama þeirra á vissum aldri eða bara allt í einu?
Ofnæmi er það þegar ónæmiskerfi líkamans bregst óeðlilega við ýmsum efnum, til dæmis frjódufti, dýrahárum eða tilteknum lyfjum. Fólk sem hefur ofnæmi er ofurviðkvæmt fyrir ákveðnum efnum og það er ekki tengt neinum ákveðnum aldri hvenær fólk fær ofnæmi. Ofnæmi getur verið tvenns konar, annars vegar bráðaofnæmi ...
Eru til lög sem segja til um stefgjöld netútvarps og hvar þau skuli greidd, til dæmis ef útvarpið er hýst erlendis?
Um höfundarétt, vernd hans og heimildir til gjaldtöku gilda á Íslandi höfundalög nr. 73/1972. Um ýmis álitaefni sem tengjast höfundarétti má lesa á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðið höfundaréttur hér neðarlega á síðunni. Höfundarétturinn og gjaldtakan eru vernduð af alþjóðlegum sáttmála sem kallast Bern...
Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba?
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er norðuramerísk krabbategund með náttúrulega útbreiðslu frá S-Karólínu norður til Labrador. Hann er tiltölulega stór krabbategund sem getur orðið allt að 15 cm að skjaldarbreidd. Hann nýtir sér búsvæði frá fjöru og niður á allt að 750 metra dýpi. Fullorðnir einstaklingar hafa mjög v...
Hvað er lungnakrabbamein og hvað orsakar sjúkdóminn?
Lungun eru hluti af öndunarfærum og taka þátt í loftskiptum. Barkinn (e. trachea) flytur loft til lungnanna sem skiptast í lungnablöð (e. lobi), þrjú blöð hægra megin og tvö vinstra megin. Í lungum berst andrúmsloft í gegnum barka til sífellt smærri berkjugreina. Berkjurnar (e. bronchi) eru holar að innan og í geg...
Hvers vegna missir maður tennurnar?
Það telst vera hluti af eðlilegu þroskaferli barna að missa tönn. Börnin verða hreykin og upp með sér þegar fyrsta tönnin losnar og fellur. Það gerist oft við sjö ára aldur. Þegar börn eldast og höfuðkúpan stækkar þurfa tennurnar að stækka í samræmi við vöxtinn. Smáar barnatennur kæmu að litlu gagni fyrir fullv...
Hvað er mjólkursýra og hvaða tilgangi þjónar hún?
Mjólkursýra verður til við "ófullkomið" niðurbrot eða bruna á glúkósa eða þrúgusykri í vöðvum og í rauðum blóðkornum, en glúkósi er sú sykurtegund sem er mikilvægust í lífríkinu. Mjólkursýran fer úr frumunum út í blóðið og berst með því til lifrarinnar. Í lifrinni breytist mjólkursýran aftur í glúkósa og berst síð...
Hvað er slímhúðarflakk og hver eru einkenni þess?
Slímhúðarflakk, öðru nafni slímhúðarvilla, hefur fræðiheitið endometriosis. Það er dregið af endometrium sem er heitið á slímhúðinni sem vex mánaðarlega innan í legi kvenna og þroskast þar til þess að mynda beð fyrir frjóvgað egg. Hún hverfur svo með tíðablóðinu ef ekki verður þungun og þannig gengur þetta aftur o...
Hvaða mannsnafni getur þú hent í annan?
Við svörum yfirleitt ekki gátum eða þrautum sem okkur eru sendar. Bæði eru þær strangt tekið utan við verksvið okkar og auk þess er lesendum yfirleitt lítill greiði gerður með því að fá svör við gátum án þess að þurfa að velta þeim fyrir sér. Venjulega gera menn þá kröfu til slíkra þrauta að þær hafi eina og að...
Hvers vegna eru ekki allir málmar seglanlegir?
Fullyrðingin sem felst í spurningunni er ekki nákvæmlega rétt: Allir málmar verða fyrir áhrifum af segulsviði en á þessum áhrifum er hins vegar bæði eðlismunur og stigmunur eftir því hver málmurinn er. Hjá flestum málmum hverfa áhrifin um leið og ytra segulsvið verður að engu, en hjá sumum er seglunin varanleg, óh...
Hvað er inflúensa?
Inflúensa er bráð veirusýking sem orsakast af inflúensuveirum A og B og veldur faraldri nánast á hverjum vetri. Hlutfall þeirra sem smitast og veikjast í faraldri er 10-40% og vara faraldrar gjarnan í 5-10 vikur. Inflúensa A er algengari en inflúensa B, en báðar tegundir geta greinst í faraldri. Einkenni Dæmi...