Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 899 svör fundust
Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í eða á líkamanum, aðrar en rykmaurar?
Spurningin sem svo var orðuð árið 2002 og höfundur svaraði þá á Vísindavefnum felur í sér tvær rangar fullyrðingar. Enn fremur hafa í millitíðinni komið fram nýjar upplýsingar um uppruna rykmítla í húsakynnum hérlendis þannig að rétt þykir að uppfæra svarið. Í fyrsta lagi hefur orðið breyting á hugtakanotkun en...
Hvað getið þið sagt mér um Hraunfossa og Barnafoss?
Hraunfossar er heiti fallegra smáfossa sem renna undan Hallmundarhrauni út í Hvítá. Vatnið í fossunum er tært lindarvatn en jökulvatn er í Hvítá svo andstæður fossanna og Hvítár eru þarna miklar. Ofan við Hraunfossa eru litlir fossar eða flúðir í Hvítá, og kallast þær einu nafni Barnafoss. Þar fellur Hvítá fram af...
Hvenær breyttist jafnréttisbaráttan úr því að vera jafnréttisbarátta í það að vera jafnstöðubarátta?
Megininntak þessarar spurningar lítur að því hvað tilgreinir hvort við séum jöfn. Og eins og spyrjandi hefur komið auga á þá er það ekki endilega réttur okkar í lagalegum skilningi þess orðs. Raunar samsvarar hugtakið jafnrétti frekar hugtakinu equal rights á ensku frekar en 'equality' sem mest er notað í jafnrét...
Duga taugrímur til að verjast COVID-19?
Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað sérstaklega um andlitsgrímur og COVID-19 og bendum við lesendum á að lesa fyrst svar við spurningunni Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smitist af COVID-19? Í kjölfarið vaknar auðvitað spurningin: hvað með taugrímur? Í stuttu máli vitum við a...
Finnast eiturefni í íslenskum fiskum?
Í mjög stuttu máli er hægt að svara spurningunni á eftirfarandi hátt:Niðurstöður rannsókna benda til þess að magn þungmálma og þrávirkra efna sé mjög lítið á helstu fiskimiðum við landið. Undantekning er kadmín, sem mælist hátt í íslensku sjávarlífríki og kopar og sink sem mælast hátt í kræklingi. Það má að öllu...
Hvaða jurtir voru notaðar til galdraverka og lækninga?
Margar jurtir voru áður fyrr notaðar til lækninga og ýmis lyf nútímans njóta góðs af gamalli kunnáttu um lækningajurtir. Þá voru jurtir líka notaðar til athafna sem vel má flokka undir hjátrú og galdur. Það yrði efni í langan pistil að fjalla um öll þau grös sem notuð voru í þessum tilgangi en nokkur dæmi skulu hé...
Hvaða áhrif hefur tyggjó á líkamann?
Tyggjó er ein elsta sælgætistegund heims. Mannfræðingar hafa komist að því að næstum öll menningarsamfélög í sögunni hafa tuggið tyggjó í einhverri mynd og er þessi siður nokkur þúsund ára gamall. Hráefni og innihaldsefni í tyggjói eru breytileg eftir tíma og stað. Klumpar af trjákvoðu voru algengasta tegundin ...
Hvers konar berg finnst í Fremrinámakerfinu? Getið þið sagt mér eitthvað meira um Fremrináma?
Fremrinámakerfið nær sunnan úr Ódáðahrauni, norður með Norðurfjöllum og Jökulsá á Fjöllum og út með Öxarfirði. Það er meira en 100 kílómetra langt og breidd mest milli Heilagsdals og Ketildyngju, um tíu kílómetrar. Þar er megineldstöðin með mestri gosvirkni og upphleðslu, súru bergi og háhitasvæði. Kerfið er í óby...
Hver var Þorbjörn Sigurgeirsson og fyrir hvað er hann þekktastur?
Þorbjörn Sigurgeirsson fæddist á Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 19. júní 1917. Hann lést í Reykjavík af völdum hjartabilunar hinn 24. mars 1988. Þorbjörn gekk í farskóla eins og þá var títt í sveitum en fór síðan í Menntaskólann á Akureyri. Hann lauk þaðan stúdentsprófi árið 1937 með frá...
Hvað getið þið sagt mér um plastmengun á landi?
Plastmengun í hafinu hefur mikið verið rannsökuð síðustu ár en menn vita miklu minna um plastmengun á landi. Þannig liggja hvorki fyrir tölur um líklegt magn af plasti sem velkist um lönd heimsins né um skaðsemi þessarar mengunar til skamms og langs tíma litið. Málið er þó alla vega komið á dagskrá og vel hægt að ...
Hvað er apabóla?
Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Flest tilfelli á síðustu áratugum hafa greinst í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (e. Democratic Republic of the Congo, DRC) og Nígeríu. Sjúkdómurinn er vegna veirusýkingar en orsakaveiran kallast apabóluveira (e. monkeypo...
Eru til mörg afbrigði af bleikju í íslensku ferskvatni?
Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst í stöðuvötnum, ám og lækjum á norðurslóðum. Margir vita að bleikja er góður matfiskur, en færri vita hins vegar um þann mikla fjölbreytileika sem finnst meðal bleikju hér á landi. Á Íslandi finnst bleikjan bæði sem sjóbleikja (e. anadromous charr) og l...
Hvernig bárust ánamaðkar til Íslands?
Öll spurningin frá Sigurjóni hljóðaði svona: Nú eru ánamaðkar ekki snarir í snúningum, en samt eru þeir um allt land. Hvernig skyldu þeir hafa borist til landsins og dreifst svo víða? Nokkrir möguleikar eru á því hvernig ánamaðkar (Lumbricidae: Annelida) og liðormar (Annelida) hafa borist til Íslands. Þessi...
Á plánetan Plútó systurplánetu/-hnött?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hver eru lengstu fljót í heimi?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvert er vatnsmesta fljót í heimi? Hver eru 10 lengstu fljót í heimi og hvað eru þau löng? Hvað er áin Níl löng? Aðrir spyrjendur eru: Matthías Óli, Þorbjörg Kristjánsdóttir, Ásta Rún, Gunnar Vilhjálmsson, Garðar Sveinbjörnsson, Þórunn Þrastardóttir, Sigurbjörg Helgadót...