Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 984 svör fundust

category-iconHeimspeki

Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?

Vafalaust myndu einhverjir líta á heimspekinginn Sókrates (470-399 f.Kr.) sem ónytjung væri hann uppi í dag, enda gerðu það margir fyrir 2400 árum í Grikklandi. Okkur er ekki kunnugt um að hvítskeggjaður öldungur hafi sést nýlega í hvítum kyrtli og sandölum, sprangandi um Ingólfstorg, umkringdur ungum mönnum með b...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru öldrunarsjúkdómar?

Með hugtakinu öldrunarsjúkdómar er átt við sjúkdóma sem fyrst og fremst gera vart við sig á efstu árum og leiða til andlegrar eða líkamlegrar hrörnunar. Annað hugtak sem vert er að gefa gaum í þessu sambandi er aldurstengdar breytingar. Þá er átt við að allir vefir líkamans sýna einhvers konar breytingar sem te...

category-iconHeimspeki

Hvað er firring (sem Karl Marx kallaði svo) og finnst hún í samfélaginu í dag?

Nú orðið er firring eitt kunnasta hugtak Marx, en raunar var svo ekki fyrrum. Ritin þar sem Marx fjallar beinlínis um það í skipulegu máli birtust æði seint, og stjórnmálahreyfingar sem störfuðu í hans nafni á 20. öld sýndu því lengst af lítinn áhuga. Síðar breyttist þetta, uns firring varð um tíma eins konar tísk...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er efnarafall og hvernig er hann smíðaður?

Fyrst er nauðsynlegt að segja nokkur orð um vetni, einföldustu frumeindina. Algengasta form vetnis hefur eina rafeind sem sveimar um eina róteind í kjarna. Í loftkenndu ástandi myndar vetni tvíatóma sameind, H2. Vetni er mjög hvarfgjarnt við súrefni og það brennur með mikilli varmamyndun og umbreytist í vatnsg...

category-iconHugvísindi

Hvernig var vísinda- og fræðaiðkun háttað í Evrópu á miðöldum?

Á miðöldum mátti finna mikil menntasetur víða um lönd kristinna manna og múslima. Má þar til dæmis nefna Bagdad á 9. öld, en fræðimenn frá öllum löndum streymdu þangað til að gerast hluti af því samfélagi sem myndaðist í kringum „hús viskunnar“ (ar. Bayt al-Hikmah). Í Konstantínópel á 11. öld myndaðist einnig fræ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er aðgangur annarra að tölvupósti milli manna?

Höfundur þessa svars er ekki sérfróður um tölvur en hefur hins vegar fjölbreytta reynslu sem almennur tölvunotandi í aldarfjórðung eða svo. Í samræmi við þetta er megináherslan í svarinu lögð á sjónarhorn hins almenna notanda, áhrif hans á feril tölvupóstsins og þær stillingar sem hann getur sett inn samkvæmt eigi...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær maður prófkvíða og hvernig getur maður losnað við hann?

Þegar fólk skynjar hættu eða ógn fer af stað ákveðið viðbragð í líkama þeirra. Þetta er stundum nefnt kvíðaviðbragð og því er ætlað að búa okkur undir líkamleg átök. Það er gott að búa yfir slíku viðbragði þegar einhver ræðst á mann eða þegar ljón reynir að éta mann. Þetta viðbragð er hins vegar miður gagnlegt ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig getur fótbolti eða golfkúla sveigt til hægri eða vinstri á fluginu?

Þessi spurning getur raunar átt við hvers konar bolta eða kúlur, til dæmis handbolta, tennisbolta, borðtenniskúlu og blakbolta, en upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju fer bolti í vinstri sveig þegar sparkað er í hann og hann snýst rangsælis (séð að ofan)?Svarið við þessari spurningu er engan veginn augl...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hnetuofnæmi og er til einhver lækning við því?

Hnetur skiptast almennt í jarðhnetur (e. peanuts, svo sem salthnetur) annars vegar og trjáhnetur hins vegar (svo sem heslihnetur, valhnetur, pekanhnetur, möndlur). Hnetur eru með algengustu ofnæmisvökum í fæðu og er jarðhnetan þeirra þekktust. Yfirleitt beinist ofnæmið að einni tegund af hnetum en þó er til að ei...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er ekki bara hægt að skera æxlið í burtu þegar menn fá krabbamein?

Eðlilegt að spurt sé. Við heyrum gjarnan af því að einhver sem við könnumst við hafi greinst með krabbamein og að sá hafi í kjölfarið farið í aðgerð til þess að fjarlægja æxlið. Oft heyrum við líka ekki annað en að vel hafi til tekist enda viðkomandi í flestum tilvikum alveg eins og hann á að sér í framhaldinu, þe...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað getið þið sagt okkur um risasjónaukana í Atacama-eyðimörkinni í Síle?

Very Large Telescope (VLT) eru fjórir 8,2 metra breiðir stjörnusjónaukar í Paranal-stjörnustöðinni, starfræktir af ESO (European Southern Observatory, ísl. Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli). Paranal-stjörnustöðin er í 2.635 metra hæð yfir sjávarmáli í Atacama-eyðimörkinni í Síle, um 120 km suður af Antofagasta...

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni íslenska spaðafaldsins eða skauts í íslenska faldbúningnum?

Spaðafaldurinn er frá seinni hluta 18. aldar. Á vef Þjóðbúningaráðs er honum lýst svona: Hann var úr hvítu lérefti sem var nælt með títuprjónum yfir pappa eða vír. Spaðinn var breiðastur fremst og mjókkaði aftur og niður í faldfótinn sem var festur við litla lérefts- eða prjónahúfu. Utan um faldfótinn og húfuna va...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er best að meðhöndla exem?

Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegund exems. Heimilislæknir getur greint sjúkdóminn með því að fá upplýsingar um einkennin og skoða húðina. Mikilvægt er að hann fái að vita hvort saga er um exem í fjölskyldunni og an...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru hjartsláttartruflanir?

Hjartsláttartruflun er hvers kyns truflun í leiðslukerfi hjartans. Hjartsláttartruflanir valda ýmist hægatakti, hraðtakti eða aukaslögum og geta átt uppruna frá hjartagáttum, sleglum eða í vefnum þar á milli. Sumar hjartsláttatruflanir eru einkennalausar en aðrar geta verið lífshættulegar. Hjartslætti er undir...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju setti Nikulás Kópernikus fram nýja heimsmynd?

Einhver forvitnilegasta spurningin sem saga Kópernikusar vekur er um það hvað honum gekk til að vilja setja fram nýja heimsmynd. Hefðbundin söguskoðun gefur vitaskuld það einfalda svar að þarna hafi blátt áfram verið um að ræða einarða sannleiksást og vísindalega snilli. Ýmsir fræðimenn síðari ára hafa þó viljað s...

Fleiri niðurstöður