Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1769 svör fundust

category-iconHugvísindi

Er páskavikan vikan fyrir eða eftir páskadag?

Vikan sem byrjar með pálmasunnudegi og lýkur laugardaginn fyrir páska er oft nefnd páskavika. Svo hefur þó ekki alltaf verið og hefur menn stundum greint á um það. Í fornu máli virðist svo sem páskavika byrji með páskadegi og sé vikan eftir páska. Þetta skýrist með því að vikan er talin hefjast með sunnudegi og pá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið frætt mig um klaufhala?

Klaufhalar (Dermaptera) eru ættbálkur skordýra. Þeir eru meðalstór skordýr og fremra vængjapar þeirra hefur ummyndast í litlar plötur sem hylja samanbrotna afturvængi. Klaufhalar hafa langa, þráðlaga, margliða fálmara. Á afturenda eru tveir harðir kítínstafir sem mynda nokkurs konar griptöng. Á henni þekkjast klau...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Finnast hættuleg eiturefni í kartöflum?

Sólanín er samheiti yfir efnin alfa-sólanín og alfa-chacónín sem eru glýkóalkalóíðar. Með alkalóíðum er átt við lífræn efni sem hafa þrígilt köfnunarefni. Glýkóalkalóíðar eru náttúruleg eiturefni sem geta myndast í kartöflum og gegna hlutverki varnarefna, það er geta varið kartöfluna fyrir ákveðnum sjúkdómum og au...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er íslenska notuð í geimnum?

Já, íslenska er notuð í geimnum! Ekki þó í þeim skilningi að þar tali menn almennt íslensku heldur eru til nokkrir staðir í sólkerfinu sem bera íslensk heiti. Frá árinu 1919 hefur það verið í verkahring nafnanefndar Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) að nefna fyrirbæri á hnöttum s...

category-iconHugvísindi

Hvað er rétttrúnaðarkirkja?

Leiðtogar kirkjunnar á fyrstu öldum kristninnar kölluðust patríarkar sem þýðir í raun eins konar æðstu biskupar. Sat einn í Róm, annar í Jerúsalem, sá þriðji í Antíokkíu og hinn fjórði í Konstantínópel þar sem nú heitir Ístanbúl. Stjórnaði hver sínu svæði Rómaveldis og þar með kirkjunnar. Patríarkinn í Róm nefn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að losna við möl eða egg flugunnar með því að frysta flíkina?

Til eru nokkrar tegundir fiðrilda sem í daglegu tali eru kallaðar mölflugur. Sumar lifa á matvælum en aðrar frekar á ullar- og skinnavöru. Mölur er ekki eins algengt vandamál og áður fyrr, aðallega vegna þess að fatnaður nú til dags er yfirleitt úr öðrum efnum en mölurinn þrífst á. Fatamölur eða guli fatamölurinn...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er varasamt að borða grillaðan mat?

Á sólríkum dögum draga margir útigrillin úr geymslum og loftið fyllist af indælli grilllykt. Það er ekki sama hvernig er staðið að eldun á grilli. Við matreiðslu yfir opnum eldi er hætta á myndun efna sem eru í flokki krabbameinsvaldandi efna. Þessi skaðlegu efni myndast við ófullkominn bruna og er þar helst að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er áfengi dregið úr bjór þannig að hann megi kallast óáfengur?

Árlega eru framleiddir um 180 milljarðar (180.000.000.000) lítra af bjór í heiminum og ef við gefum okkur að framleiðslan sé í takt við neyslu þá eru 493 milljónir (493.000.000) lítra drukknir daglega. Íslendingar drekka samtals um 65 þúsund lítra af bjór á sólarhring eða um 80 lítra á mann á ári. Við bruggun l...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær verður næsti sólmyrkvi á Íslandi?

Miðvikudagskvöldið 1. júní verður deildarmyrkvi á sólu. Frá höfuðborgarsvæðinu séð hefst myrkvinn klukkan 21:14 þegar sólin er lágt á himni í vestnorðvestri og byrjar þá tunglið að hylja skífu sólar frá hægri. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 og hylur tunglið þá 46% af þvermáli sólar samkvæmt upplýsingum úr Alma...

category-iconJarðvísindi

Hver eru 5 stærstu eldfjöll í heimi?

Ekki er alveg ljóst hvort átt er við hæð eða rúmmál þegar spurt er um stærsta eldfjall í heimi, eða jafnvel hvaða eldfjöll gjósa mest, en hér er gengið út frá því að átt sé við hæðina. Hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að benda á ákveðna stjörnu sem hefur plánetu á braut um sig?

Fyrsta plánetan sem fannst á braut um aðra stjörnu en sólina var 47 Ursa Majoris b. Hún uppgötvaðist árið 1996. Síðan þá hafa stjörnufræðingar fundið rúmlega 300 plánetur utan okkar sólkerfis og með betri aðferðum finnast fleiri og fleiri plánetur á hverju ári. Teikning listamanns af sólkerfinu 55 Capri, sem er e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju myndast hvítar rákir á eftir þotum og geta þessar rákir haft áhrif á veðurfar?

Flugslóðar eru þunn ísský sem myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast við umliggjandi loftið og úr verður loftblanda sem er mettuð. Flugslóði, öðru nafni kotra, myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast lofti sem er kalt og ómettað. Flugslóðar myndast því á svipaðan hátt og f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta krossfiskar?

Hér er einnig svarað spurningunum:Eru krossfiskar fiskar? Hvað borða þeir? Hvar er munnurinn á þeim? Þrátt fyrir heitið eru krossfiskar (Asteroidea) ekki fiskar heldur tilheyra þeir fylkingu skrápdýra (Echinodermata). Innan þeirrar fylkingar eru meðal annars ígulker (Echinoidea), slöngustjörnur (Ophiuroidea) og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig má flokka jökla?

Jöklar eru flokkaðir á ýmsa vegu. Þegar flokkað er eftir myndun jökulsins og stöðu hans í jökulkerfinu er oft talað um hájökla eða hjarnjökla annars vegar og hins vegar falljökla eða ísjökla en skriðjöklar eru einn undirflokkur þeirra. Hjarnjöklar myndast vegna kulda hátt í lofti þar sem ofankoma fellur sem snjór....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?

Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...

Fleiri niðurstöður