Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1179 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvenær kom skaðsemi reykinga fyrst í ljós og hvað gerðist í kjölfarið?

Upprunalega spurning Snædísar Ingu hljóðaði svona: Hvaða ár var uppgötvað að reykingar eru skaðlegar og hver uppgötvaði það? Tóbaksplantan er upprunnin frá Ameríku. Fyrir þúsundum ára reyndu töfralæknar í Nýja heiminum að nota reyk úr tóbaksplöntum til að meðhöndla ýmsa kvilla auk þess sem tóbak var notað í...

category-iconHagfræði

Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á hag þeirra sem fyrir eru og þeirra sem eftir sitja? „Varanlegur“ flutningur fólks á aldrinum 16-70 ára milli landa hefur margþætt hagræn áhrif bæði á fráflutnings- og aðflutningsstað. Á fráflutningsstað fækkar fólki á vinn...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hversu sjaldgæfur er margfaldur persónuleiki?

Margfaldur persónuleiki hefur löngum verið álitinn afar sjaldgæfur og talið var að einn af hverjum hundrað þúsund einstaklingum hefði hann. Margfaldur persónuleiki hefur greinst mun oftar hjá konum en körlum. Geðlæknar og sálfræðingar hafa þó á síðustu árum sýnt fram á að margfaldur persónuleiki er í rauninni mun ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður blöðrur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju fær maður blöðrur við það að brenna sig og þegar maður sópar eða rakar? Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju kemur blóð úr blöðru þegar hún springur? Flestar blöðrur myndast vegna þess að húðin verður fyrir ertingu eða skemmdum af völdum einhvers í ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða slöngur eru hentugastar sem gæludýr?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru kyrkislöngur hentugustu gæludýrin af slöngutegundum Hvaða tegund þá? Fyrst er rétt að taka skýrt fram að innflutningur á slöngum er stranglega bannaður hér á landi og ef slíkt á sér stað og kemst upp eru dýrin strax aflífuð og þeim eytt. Eins og fram kemur í svari Sigurða...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru nýrnasteinar og hvað veldur þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvers vegna fær fólk nýrnasteina og hvers vegna leggjast þeir fekar á eldra fólk? Er einhver leið til að sporna við þeim? Nýrnasteinar eru einn af þeim sjúkdómum sem valda hvað sárustum verkjum. Erfitt er að bera saman verki en margir telja nýrnasteinaverki vera þá verstu sem...

category-iconVísindi almennt

Hver eru heiti allra eininga metrakerfisins? Hvað ræður nafngiftinni?

Metrakerfið (metric system) er mælikerfi sem fyrst var tekið í notkun í Frakklandi í frönsku stjórnarbyltingunni árið 1795. Það er upphaflega byggt á tveimur grunnstærðum, annars vegar á metra fyrir vegalengdir og hins vegar grammi fyrir massa. Hugmyndin var að búa til staðlaða leið til að lýsa eiginleikum hluta. ...

category-iconHugvísindi

Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar?

Upprunalega, þegar Norðmenn og Íslendingar fóru að nota ritmál, var orðið víkingur notað um norræna karlmenn sem fóru í ránsferðir á skipum. Í sögu Egils Skallagrímssonar segir frá því að sex ára gamall drap hann tíu eða ellefu ára gamlan strák. Móðir Egils brást þannig við að hún „kvað Egil vera víkingsefni ok kv...

category-iconStærðfræði

Er hægt að leysa þessa þraut sem ég og vinnufélagarnir höfum glímt við í meira en eitt ár?

Þrautin sem um ræðir sést á mynd 1 hér fyrir neðan. Markmiðið er að teikna óbrotna línu, sem sker sjálfa sig ekki, og fer gegnum hvert strik í kassanum á myndinni nákvæmlega einu sinni. Mynd 1 - Þrautin Ein tilraun að lausn sést á mynd 2. Þar höfum við þó lent í sjálfheldu, því enn vantar að fara gegnum strikið ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er búið að leysa einhver af verkefnum Hilberts í stærðfræði?

David Hilbert (1862-1943) var þýskur stærðfræðingur sem meðal annars lagði mikið af mörkum til rúmfræði og fellagreiningar. Hann er frægastur fyrir ávarp sitt á alþjóðlegum fundi stærðfræðinga í París um aldamótin 1900, þar sem hann setti fram lista af 23 stærðfræðilegum verkefnum sem honum þótti mikilvægt að leys...

category-iconHagfræði

Hvað er átt við með hugtakinu aflandskrónur og hvernig ber að skilja hugmyndina um uppboð á þeim?

Að undanförnu hefur orðið aflandskróna verið notað í almennri umræðu hér á landi. Orðhlutinn afland (e. offshore) vísar til þess að um sé að ræða starfsemi sem eigi sér ekki stað hér innanlands heldur erlendis (svo þarf þó ekki að vera). Þessu tengt er orðið aflandsgengi sem vísar til gengis á gjaldmiðli sem er t...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju gagnast það íþróttamönnum að sprauta í sig blóði í miðri keppni og er það leyfilegt?

Rauðkornin í blóði flytja súrefni um líkamann. Vöðvar þurfa súrefni til starfsemi sinnar. Það er mikilvægt fyrir íþróttamenn, einkum þá sem stunda greinar sem krefjast góðs úthalds og þols, að vera með nægilegt blóð, nánar tiltekið rauð blóðkorn, til að koma nægilegu súrefni til vöðvanna. Með hærri súrefnismettun ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns?

Andoxunarefnin sem skanni þessi á að geta mælt eru svokölluð karótenóíð. Karótenóíð er flokkur plöntulitarefna sem finnast meðal annars í grænmeti og ávöxtum. Þau algengustu nefnast beta-karótín, lútín og lýkópen. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir benda til nokkurs heilsufarslegs ávinnings af neyslu grænmetis og...

category-iconLífvísindi: almennt

Hafa flóknari heilkjarna lífverur fleiri litninga en þær einfaldari?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Fer það eftir því hversu flókin heilkjarna lífvera er hversu marga litninga hún hefur í hverri frumu? Litningar bera erfðaefni lífvera. Fjöldi þeirra er mismunandi milli lífvera og gerðirnar einnig. Mestur munur er á byggingu litninga baktería, sem eru einnig kallaðar ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvenær var uppþvottavélin fundin upp?

Upprunalega hljóðaði spurningin svonaHvenær kom fyrsta uppþvottarvélin til Íslands og hvenær urðu þær algengar á íslenskum heimilum? Fyrstu uppþvottavélarnar voru gerðar í Bandaríkjunum um miðja 19. öld. Leirtaui og borðbúnaði var snúið í þessum vélum með handafli á meðan vatn sprautaðist yfir. Þessar fyrstu vé...

Fleiri niðurstöður