Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3224 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Af hverju koma flensurnar alltaf í janúar og febrúar eða um það leyti?

Árstíðabundin flensa gengur yfir norðurhvel jarðar á hverjum vetri. Hér á landi er hún frá október til maí og nær hámarki í janúar og febrúar. Hinum megin á hnettinum, til dæmis í Ástralíu, gengur flensa frá maí til október og nær hámarki í ágúst. Algengustu sýklarnir sem valda inflúensu tilheyra þremur fjölsky...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig fara lífverur að því að ná stjórn á öðrum lífverum?

Besta dæmið um lífveru sem nær stjórn á dýrum er vitanlega maðurinn. Við höfum margar leiðir til að temja dýr og stjórna þeim. En þess utan eru fá dæmi þekkt um lífverur sem ná stjórn á og breyta hegðan dýra. Eitt athyglisverðasta dæmið um þess konar lífveru er sveppurinn Entomophthora muscae. Sveppurinn hefur ver...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær verður næsti tunglmyrkvi á Íslandi?

Tunglmyrkvi á sér stað þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd á milli sólar og tungls. Þessi niðurröðun þýðir að tunglmyrkvi getur aðeins orðið þegar tunglið er fullt. Tunglmyrkvi á sér þó ekki stað í hverjum mánuði því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ekki samsíða. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða ályktanir um loftslagsbreytingar í tímans rás má draga af rannsóknum á jöklabreytingum á Íslandi?

Með kerfisbundinni kortlagningu á útbreiðslu, gerð og aldri jökulminja má afla gagna um jöklabreytingar í tímans rás. Þessi gögn má bera saman við aðrar upplýsingar sem varpa ljósi á umhverfisþróun, til dæmis gróðurfarssögu sem könnuð er með greiningu frjókorna og plöntuleifa úr vatna- og mýrarseti. Með slíkum sam...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig verða norðurljós til?

Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpólana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið. Þegar eindirnar rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örvast sa...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er hvíthol til?

Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni "Hvað eru hvíthol?" segir: Hvíthol (e. white hole) eru algjörlega ímynduð fyrirbæri, það er reist á tilgátum, og líklegt er að þau séu ekki til í raun og veru. Samkvæmt kenningum eru hvíthol andstæður svarthola og senda frá sér agnir í stað þess að gleypa þær eins og...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör ársins 2016 á Vísindavefnum?

Vísindavefur HÍ birti 336 svör árið 2016. Auk þess var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað beint, bæði með tölvupósti og símtölum. Heildarfjöldi birtra svara á Vísindavefnum var 11.415 í árslok 2016. Það er rétt að taka fram að oft munar ekki ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er sjónskekkja og hvað veldur henni? Hvernig sjá þeir sem eru með sjónskekkju?

Sjónskekkja er ein af þremur megintegundum sjónlagsgalla, ásamt nærsýni og fjarsýni. Sjónlagsgalli er ástand þar sem viðkomandi þarf á hjálpartæki að halda, svo sem gleraugum eða snertilinsum, til að sjá skýrt. Nærsýni og fjarsýni orsakast oftast af lögun augans, hvort það er of stutt sem leiðir af sér fjarsýni ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er skel og skeljarreikningur? Er munur? Hvað gera þessar skeljar?

Skel er sá hluti stýrikerfis sem tekur við skipunum frá notanda og framkvæmir þær eða sendir til annarra hluta stýrikerfisins til framkvæmdar. Í árdaga UNIX-stýrikerfisins voru skipanir slegnar inn í skipanalínu (e. command line interface, cli) og það var eina leið notandans til að eiga samskipti við stýrikerfi...

category-iconLífvísindi: almennt

Ef við komum vini okkar fyrir í lokuðu herbergi með plöntum, hversu stórt þarf herbergið þá að vera til að plönturnar nái að framleiða nægilegt súrefni handa honum?

Í fyrsta lagi skulum við gera ráð fyrir því að við komum einhverri næringu til félaga okkar gegnum loftþétta lúgu og hann þurfi þess vegna ekki að háma í sig plönturnar sem sjá honum fyrir súrefni. Í öðru lagi skulum við gera ráð fyrir að vinur okkar geri lítið annað en að borða og slaka á; hann má ekki hreyfa sig...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er ljósbogi?

Spyrjandi bætir við: Í fréttum af slysum í álverum er stundum talað um að ljósbogi hafi myndast. Hvaða fyrirbæri er það? Ljósbogi er fyrirbæri sem myndast þegar rafstraumur fer um gas. Við þær aðstæður hitnar gasið mjög, fasabreyting verður og það myndast svokallað rafgas (e: plasma). Sameindir klofna upp í f...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvenær á fósturgöngunni myndast nýrun?

Nýrun byrja að þroskast nokkuð snemma á fósturskeiði og þroskast hratt. Þroskun þeirra er líklega eitt besta dæmið um þróunarsögu mannsins á leið til nútímagerðar hans. Nýru koma fyrst fram sem fornýru (e. pronephros) þegar fóstrið hefur þroskast í um þrjár vikur. Svipað fyrirbæri finnst í frumstæðum hryggdýru...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kemst ljós ekki út úr svartholi?

Ljós kemst ekki burt frá svartholi af því að umhverfis svarthol er þyngdarkrafturinn svo mikill að ekkert sleppur þaðan. Svarthol myndast þegar kjarnar massamikilla stjarna falla saman. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn ógurlega þéttur og þá er allur massi stjörnunnar saman kominn á örlitlu svæði....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?

Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar: Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er k...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa skordýr lungu?

Skordýr líkt og öll önnur dýr þurfa á súrefni (O2) að halda til þess að bruni sem myndar orku geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr (og þar með talið við mennirnir) ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir til þess að anda. Það fer mikið eftir stærð dýra hvort þau hafa sérstök líffæri til þe...

Fleiri niðurstöður