Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3150 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hafa risafyrirtæki eða vestræn samfélög hag af því að önnur ríki eða fólk búi við skort og ánauð?

Almennt gildir hið þveröfuga. Rík lönd hafa mun meiri hag af viðskiptum innbyrðis en af viðskiptum við fátæk lönd. Skiptir þá engu hve stór fyrirtækin sem eiga í viðskiptunum eru. Sem dæmi má nefna að viðskipti Bandaríkjamanna við nágranna sína fyrir norðan, Kanada, skipta Bandaríkjamenn miklu meira máli en við...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans?

Spurningin í fullri lengd er á þessa leið: Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans þó að það sé notað á titilsíðu orðabókarinnar?Orðið ritmálsskrá var búið til á Orðabók Háskólans til þess að lýsa ákveðinni skrá sem stofnunin lét vinna að. Ábendingin er góð, auðvitað ætti orðið að vera í safni ...

category-iconHugvísindi

Hvaða orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram?

Ýmis orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram. Mörgum er það sameiginlegt að byrja og enda á sérhljóði. Mjög oft er um sagnir að ræða sem byrja og enda á a í nafnhætti eins og: abba agaakaalaama anaapaataNafnorð sem byrja og enda á a eru:aggaamma assaÖnnur orð sem koma upp í hugann eru:inninónóbóódóórópíprörr...

category-iconHeimspeki

Hvenær er rökfærsla sönn?

Sagt er að rökfærsla sé sönn þegar hvort tveggja á við að hún er gild og að allar forsendur hennar eru sannar. Rökfærsla er gild þegar niðurstöðu hennar leiðir af forsendunum. Dæmi: 1. Allir hundar eru spendýr.2. Snati er hundur. Niðurstaða: Snati er spendýr. Annað dæmi:1. Allir hundar hafa vængi.2. Sna...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er hortittur í bragfræði?

Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap. Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig ber að nota orðin hvor og hver í setningu og hvað stjórnar kyni þeirra, tölu og falli?

Spurnarfornafnið hvor er notað þegar átt er við annan, aðra eða annað af tveimur, en hver ef átt er við einn, eina eða eitt af fleiri en tveimur. Dæmi: Guðrún á tvær dætur. Hvor er líkari henni? Báðar peysurnar eru götóttar. Hvor er skárri? Báðar peysurnar eru götóttar. Hvora viltu heldur? Tveir umsækjendur er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið galgopi?

Orðið galgopi er notað um karl eða konu sem er fljótfær og sýnir litla aðgæslu. Það er sett saman af áhersluforliðnum gal-, sem elst dæmi eru um frá 18. öld (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:224), og nafnorðinu gopi sem hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘munnop, lítill (gráðugur) munnur; op; stutt, skjól...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru flestir steinar gráir?

Það er rétt að langflestir steinar í umhverfi okkar eru gráir og skýrist það af þeirri berggerð sem algengust er hér á landi. Steinar finnast samt sem áður einnig í öðrum litum og er slíkt nokkuð algengt sums staðar erlendis. Orðið steinn getur bæði átt við berg/bergtegund (grjót) og steindir (steintegundir). ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er átt við með súrum, ísúrum og basískum eldgosum?

Þegar talað er um súr, ísúr og basísk eldgos er verið að vísa til þess hvernig kvikan er sem kemur upp í eldgosinu. Þegar kvika er flokkuð í súra, ísúra og basíska er fyrst og fremst litið til efnasamsetningar hennar og þá hversu kísilrík hún er. Hér verður þó ekki fjallað um mismunandi efnasamsetningu kviku þar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Fólk notar sögnina að jánka, má þá ekki nota sögnina að neinka?

Sögnin að jánka merkir 'játa einhverju (dræmt), segja já (með semingi)'. Um hana eru dæmi í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans allt frá því á 17. öld. Hún er einnig til í færeysku sem jánka og gjánka 'dragast á, hálflofa einhverju'. Ekki er vitað með vissu um upprunann. Giskað hefur verið á að sögnin sé blendingsm...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað og hvar eru chemoreceptorar?

Chemoreceptorar eru kallaðir efnaviðtakar á íslensku. Um er að ræða sameindir á yfirborði frumu eða í umfrymi hennar sem geta bundist við tiltekið efni, til dæmis hormón eða mótefni. Hvert efni hefur sinn sérstaka efnaviðtaka og verkar því aðeins á frumuna að viðtakinn sé til staðar. Tengingin á milli efnisins...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta áunnir eiginleikar erfst milli kynslóða?

Í stuttu máli er svarið nei. Áunnir eiginleikar vísa til eiginleika sem mótast við þjálfun og þroskun einstaklingsins, líkt og hreysti og vaxtarlag vegna líkamsræktar og mataræðis eða vegna menntunar og reynslu. Til dæmis erfist tungumálakunnátta ekki frá foreldrum til barna. Þótt umhverfisáhrif geti mótað samspil...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á hvaða snoðir komast menn?

Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan er orðið "snoðir" í samhenginu "að komast á snoðir um eitthvað" komið og hvað merkir það? Nafnorðið snoðir, sem notað er í kvenkyni fleirtölu, þekkist allt frá 18. öld í merkingunni ‘ávæningur, pati, leynilegar menjar einhvers’. Orðasambandið að komast á snoð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar sjón er nasasjón?

Orðið nasasjón er notað um yfirborðslega og ekki djúpa þekkingu á einhverju. Í Íslenskri orðabók (2002:1042) er einnig notuð skýringin ‘nasaþefur’. Svipað orðafar og mun eldra er nasavit sem dæmi er um í Maríu sögu (ONS II:7):sá er ilminn kennir með nösunum, þá hefir hann alla þá sætu, er nasavitit má fá. Elst ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna tölum við um 21 barn í eintölu en 22 börn í fleirtölu?

Í íslensku er vaninn að láta nafnorð (og sögn) standa í eintölu með tölunni 21, 31, 41 og svo framvegis. Er þá talan einn í samsetta töluorðinu, í þessu dæmi tuttugu og einn, látinn ráða ferðinni, það er tuttugu að viðbættum einum. Hugsunin er því tuttugu börn og eitt barn sem rennur saman í tuttugu og eitt ba...

Fleiri niðurstöður