Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 229 svör fundust
Hvað getur þú sagt mér um Neil Armstrong?
Neil Armstrong var bandarískur geimfari sem öðlaðist frægð þegar hann varð fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Hann fæddist þann 5. ágúst árið 1930 á bóndabæ ömmu sinnar og afa í Auglazie-sýslu í Ohio-fylki. Um 13 ára aldur fluttist fjölskylda hans til bæjarins Wapakoneta sem er einnig í Ohio. Sá bær hefu...
Hvar á Íslandi er best að vera til að sjá almyrkva á sólu sem verður 12. ágúst 2026?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að spyrja ykkur að því hvar á Íslandi er best að vera þegar almyrkvinn gengur yfir Ísland 12. ágúst 2026. Mér sýnist hann vera mestur einhverstaðar á Vestfjörðum en sé það ekki nógu vel. Var að vona þið gætuð vitað það og sagt mér það. Gráðurnar sem eru gefnar upp fyrir...
Af hverju kemur nótt á jörðinni?
Jörðin snýst í sífellu um möndul sinn eins og skopparakringla. Ísland snýr þá ýmist að sólu eða frá henni. Þegar við snúum að henni er dagur en þegar við snúum frá henni er nótt; við erum þá í skugga jarðarinnar. Þetta nefnist dægraskipti. Á hverjum tíma er nótt á helmingi jarðarinnar, það er að segja á þeirri ...
Hvað er stjörnuferill?
Myndin hér að ofan sýnir stjörnuferil (e. astroid). Þessi ferill er innhjólferill (e. hypocycloid) því hann er teiknaður af punkti sem er fastur á hring sem rúllar innan í öðrum stærri hring. Hreyfimyndin sýnir hvernig ferillinn er teiknaður. Það fer eftir afstæðum stærðum hringanna hvernig innhjólferillinn...
Hvenær mun reikistjarnan Mars næst sýnast jafnstór tunglinu frá jörðu séð og með hve löngu millibili gerist það?
Á internetinu gengur manna á milli tölvupóstur sem ranglega segir að nú í ágúst, þegar þetta svar er skrifað, eigi Mars að vera álíka stór og tunglið, séð með berum augum. Því er svo bætt við að enginn lifandi maður í dag muni nokkru sinni sjá þetta aftur. Þennan tölvupóst má raunar rekja aftur til ársins 2003...
Hvernig á maður að svara spurningum?
Engin regla er til um það hvernig beri að svara spurningum. Það er til dæmis ekkert sem segir að ég verði að svara spurningunni „Hvað heitir forseti Íslands?” með svarinu „Ólafur Ragnar Grímsson”; ég gæti alveg eins svarað að tunglið sé úr osti eða að hundar séu skynsamar verur. Stundum er einmitt sagt að stjórnmá...
Er jörðin alltaf að færast nær sólu?
Í stuttu máli er svarið nei, jörðin er ekki alltaf að færast nær sólu. Aftur á móti er það svo að braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga en í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hvað er langt á milli jarðar og sólar? stendur: Jörðin gengur eftir sporbau...
Að hverju þarf að gæta ef menn vilja nema land á tunglinu?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Nú er NASA að ræða að nema land á tunglinu. Hver eru helstu vandamálin sem menn þurfa að takast á við til að leysa það viðfangsefni?Árið 1972 lenti geimfarið Appollo 17 á tunglinu með þeim Eugene Cernan og Harrison H. Schmitt innanborðs. Ferðalag þeirra var síðasta mannaða geim...
Hvers vegna og á hvaða hátt veldur tunglið sjávarföllum?
Spyrjandi biður um „skýringu með hliðsjón af kenningunni um að á milli allra massa alheiminum verki kraftar.“ Þessari spurningu er svarað í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna gætir sjávarfalla tvisvar á sólarhring? Einnig er fróðleikur þessu tengdur í fleiri svörum sem hægt er finna með leit...
Af hverju er ekki flóð og fjara alltaf á sama tíma?
Þetta er fyrst og fremst vegna þess að það er tunglið en ekki sólin sem ræður mestu um dægursveiflu sjávarfallanna; meginbylgja sjávarfallanna fylgir tunglinu á sífelldu ferðalagi þess miðað við yfirborð jarðar. "Tunglhringurinn" er ekki 24 klukkustundir heldur 24 stundir og 50 mínútur og þess vegna færast flóð og...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Sporðdrekann?
Sporðdrekinn (lat. Scorpius) er tiltölulega stórt en mjög áberandi stjörnumerki á suðurhveli himins. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos lýsti í riti sínu Almagest frá 2. öld e.Kr. Sporðdrekinn sést ekki nema að örlitlu leyti frá Íslandi. Sólin gengur leið sína eftir...
Getur regnbogi sést að nóttu til?
Einnig hefur verið spurt:Hversu algengt er að regnbogi myndist að nóttu til við tunglsljós? Regnbogar sjást alloft í tunglskini og rigningu, þeirra er helst að vænta í hvössu veðri þar sem vindur ber regn inn undir glugga sem myndast í skýjaþykkni hlémegin fjalla, svipað og rissið á myndinni sýnir. Rigningin...
Hvað eru margir menn búnir að fara til tunglsins?
Um fjölda tunglfara er hægt að lesa í svari á Vísindavefnum við spurningunni: Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út? Þar kemur fram að alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. F...
Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?
Basalt er algengasta bergtegund á jörðu, og mynda basalthraun til dæmis nær allan hafsbotninn. Basalt er einnig útbreitt á tunglinu, á Mars og hinum innri plánetum sólkerfisins. Nafnið á þessari mikilvægu bergtegund er sennilega upprunnið í Egyptalandi fyrir meir en fimm þúsund árum. Egyptar nota nafnið basanos...
Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?
Reikistjarnan Mars er bjarta, rauðgula stjarnan sem skín skærast á kvöldhimninum haustið 2020. Mars er að finna í austri skömmu eftir sólarlag, í suðri um miðnætti og í vestri á morgunhimninum fyrir sólarupprás. Þegar þetta er skrifað, í lok september 2020, er Mars þriðji skærasti himinhnötturinn á eftir Venusi...