Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1187 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var Maurice Merleau-Ponty og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Maurice Merleau-Ponty (1908–1961) telst í hópi merkustu heimspekinga Frakka á 20. öld. Hann átti ríkan þátt í því að kynna nýja strauma í þýskri heimspeki fyrir frönsku andans fólki, einkum þó fyrirbærafræði Edmunds Husserl (1859–1938). Heimspeki Merleau-Pontys var alla tíð undir miklum áhrifum frá Husserl en bar...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðssyni árið 1944?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðsyni t.d fyrir heimili (1944)? Í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar árið 2011 og 50 ár frá stofnun Seðlabanka Íslands stóð Myntsafn Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafn í samvinnu við Myntsafnarafélag Ísl...

category-iconMálstofa

Kynþættir, hugmyndafræði og vald

Forsenda frelsis í hverju landi er víðtæk og samfelld gagnrýni á grundvöll valdsins (Harold J. Laski). „Hættan á því að mannhatur og illska hafi betur í baráttunni við kærleika og manngæsku er ... stöðug og eilíf“ (Árni Páll Árnason 2005). Þessi orð Árna Páls Árnasonar lögfræðings komu upp í huga mér er ég hafð...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er verkfall og hver er saga verkfallsréttar í heiminum?

Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Hvenær fóru Íslendingar fyrst í verkfall? Og hvenær fóru opinberir starfsmenn fyrst í verkfall? Hvenær urðu verkföll fyrst lögleg og með hvaða hætti? Hvað er verkfall? Hver er munurinn á verkfalli og verkbanni? Verkfall eða vinnustöðvun verður þega...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er hampur, í hvað er hann notaður og er hann ræktaður á Íslandi?

Samkvæmt flokkun grasafræðinnar er Cannabis sativa ein tegund sem skiptist í tvær undirtegundir: C. sativa og C. indica. Upprunaleg heimkynni plöntunnar eru í Mið-Asíu og við Himalajafjöll. Undirtegundirnar urðu til þegar menn tóku að rækta plöntuna til mismunandi nota. Norðarlega á útbreiðslusvæði sínu var planta...

category-iconStærðfræði

Hvernig eru skekkjumörk í skoðanakönnunum reiknuð út?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að finna skekkjumörk (t.d. hjá fylgi stjórnmálaflokka í könnunum)? Þegar við sjáum niðurstöður úr spurningakönnunum þar sem fylgi stjórnmálaflokka er metið, þá eru þær byggðar á svörum hóps fólks sem við köllum úrtak. En hvernig getur úrtak endurspeglað...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að búa til lyf gegn Alzheimer-sjúkdómi með því að genabreyta hákörlum?

Upphaflega spurningin var svohljóðandi:Er hægt að búa til lyf gegn veikinni Alzheimer, með því að genabreyta hákörlum og þá nota efnið úr heila þeirra (eins og í bíómyndinni Deep Blue Sea)? Ég vil taka strax fram að ég hef ekki séð umrædda bíómynd og veit því ekki nákvæmlega hvað þar er gert. Ég geri hins vegar r...

category-iconHugvísindi

Er fulltrúalýðræði hentugasta stjórnarfyrirkomulagið?

Erfitt er að fullyrða nokkuð um það hvert sé hentugasta stjórnarfyrirkomulagið sem hægt er að koma á, en greinilegt er þó að fulltrúakerfið hefur orðið órjúfanlegur þáttur í framkvæmd nútímalýðræðis einmitt vegna þess að það er afar hentugt í framkvæmd. Því fer hins vegar fjarri að fulltrúalýðræði hafi alltaf ...

category-iconHugvísindi

Hvað var Píningsdómur?

Píningsdómur er kenndur við Diðrik Píning sem var höfuðsmaður Danakonungs á Íslandi frá 1478 til 1491. Diðrik var þýskur flotaforingi. Snemma árs 1490 gerði Hans Danakonungur (1455-1513) samning við Englendinga þar sem réttur þeirra síðarnefndu til að stunda fiskveiðar og verslun á Íslandi er viðurkenndur. Engl...

category-iconHeimspeki

Hvernig væri heimurinn ef allir væru heyrnarlausir?

Ímyndum okkur plánetu í fjarlægum hluta alheimsins þar sem búa viti bornar geimverur. Þær eru ekki alls ósvipaðar okkur mönnunum en það er eitt sem greinir þær frá okkur: Þær eru heyrnarlausar. Hvernig ætli þeirra heimur sé? Þar sem verurnar eru viti bornar hljóta þær að tjá sig með einhverjum hætti. Það gæti veri...

category-iconHeimspeki

Hvað eru sleipurök?

Fótfesturökin Undirritaður hefur ekki rekist á íslenska orðið sleipurök áður en líklegt er að átt sé við tegund raka sem á ensku heitir slippery slope, og kallast yfirleitt fótfesturök á íslensku. Fótfesturök eru notuð til þess að vara einhvern við því að fallast á tiltekið atriði því þá þurfi sá hinn sami ...

category-iconHugvísindi

Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?

Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu. Me...

category-iconÞjóðfræði

Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku?

Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en. Hallowe’en er svo stytting á nafninu All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar. Upphaflega var Allraheilagramessa haldin hátíðleg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru einkenni stýrikerfa með myndrænu notendaviðmóti?

Allur hugbúnaður hefur einhvers konar viðmót. Annað forrit eða notandi getur haft samskipti við hugbúnaðinn um viðmótið. Í fyrra tilfellinu er talað um forritsviðmót en í því síðara um notendaviðmót. Stýrikerfi gegnir því hlutverki að stjórna afli tölvunnar og veita notendaforritum aðgang að því. Stýrikerfi er ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað gerir Mannréttindaskrifstofa Íslands?

Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) er óháð stofnun sem vinnur að framgangi mannréttinda með því að styrkja umræðu um mannréttindi og stuðla að rannsóknum og fræðslu. Skrifstofan gegnir einnig ákveðnu eftirlitshlutverki þar sem hún veitir umsagnir um lagafrumvörp og skilar skýrslum til alþjóðlegra eftirlitsstofn...

Fleiri niðurstöður