Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2217 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað eru til margar hundategundir í heiminum?

Það er bara til ein hundategund í heiminum svo að þessi spurning er frekar ruglandi. Þegar talað er um tegund er það dýrategund, til dæmis köttur, gíraffi eða api. Íslenskur fjárhundur og dalmatíuhundur eru til dæmis ekki hundategundir heldur mismunandi afbrigði. Hundar eru mjög stór tegund og mismunandi afbrigði...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru forystusauðir yfirleitt hrútar?

Svarið er nei: Forystusauðir voru yfirleitt sauðir, það er að segja vanaðir hrútar, og forystufé virðist lengst af oftast hafa verið sauðir, meðan þeim var til að dreifa. Orðið sauður hefur tvær merkingar sem skipta máli hér. Annars vegar getur það þýtt (a) 'vanaður hrútur' en hins vegar getur það einfaldlega þ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Var Einstein samkynhneigður?

Nokkuð hefur verið ritað um Einstein og framlag hans til vísindanna hér á Vísindavefnum, enda ástæða til þar sem hann var einn fremsti eðlisfræðingur allra tíma. Hingað til hefur hins vegar ekki verið fjallað hér um kynhneigð Einsteins og er ástæðan einfaldlega að hún skiptir harla litlu máli í samanburði við k...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna eru sápuóperur kallaðar óperur?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Sápuóperur heita sápu-óperur vegna þess að sápufyrirtæki styrktu þær, en hvers vegna óperur? Fólk syngur ekki í þeim. Sögu sápuópera má rekja til ársins 1932 að fyrstu dramatísku þáttaraðirnar, sem kalla má sápuóperunafninu, voru sendar út í ljósvakann á bandarískum útvar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er rétt að skrifa kónguló eða könguló?

Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar, 2. útgáfu frá árinu 1983, eru bæði orðin jafn gild í rituðu máli, og þau virðast notuð jöfnum höndum meðal almennings. Í nýju orðabókinni, 3. útgáfu í ritstjórn Marðar Árnasonar, er þó aðeins að finna orðin könguló og köngulló, og köngulóin virðist einn...

category-iconNæringarfræði

Hvernig er skyrgerillinn til kominn?

Við skyrgerð er notað örlítið skyr úr fyrri framleiðslu, svonefndur skyrþéttir, til að byggja upp gerlaflóru í nýju skyri. Í stuttu máli er hefðbundin skyrframleiðsla þannig að undanrenna, sem hefur verið hituð í 90-100°C, er látin kólna í um 40°C og síðan er bætt út í skyrþétti og ostahleypi (renneti) og látið hl...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna er geispi smitandi?

Eins og fram kemur í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvers vegna geispum við? eru vísindamenn ekki á einu máli um hvað veldur geispa. Settar hafa verið fram nokkrar kenningar um ástæður geispa eins og Berþór greinir frá, en engin þeirra virðist fullnægjandi skýring á fyrirbærinu. Svo er að sjá se...

category-iconFélagsvísindi

Hver er merkasti leiðtogi breska Íhaldsflokksins?

Flestir munu verða sammála um það að merkustu leiðtogar breska Íhaldsflokksins á 20. öld hafi verið þau Winston Churchill (1874-1965) og Margrét Thatcher (f. 1925). Churchill sýndi hugrekki og staðfestu þegar hann tók við forystu Íhaldsflokksins og forsætisráðherraembættinu, þegar flest var Bretum mótdrægt vorið 1...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða braut þarf ég að fara á í menntaskóla til þess að komast inn í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands?

Inntökuskilyrði í cand. oecon., B.S.- og B.A.-nám í Viðskipta- og hagfræðideild er stúdentspróf af bóknámsbraut eða sambærilegt próf að mati deildarinnar. Deildarfundur hefur ákveðið, að próf úr raungreinadeild Tækniskóla Íslands samsvari stúdentsprófi. Nemendur eru teknir inn í meistara- og doktorsnám í deildinni...

category-iconFöstudagssvar

Hver er besta leiðin til að fá foreldra til að hlýða sér?

Á nýafstöðnu ársþingi íslenskra barna var þetta vandamál brotið til mergjar. Ljóst var af þeim reynslusögum sem sagðar voru að hlýðni foreldra er því miður mjög ábótavant hér á landi. Steinunn úr Grafarvoginum er til dæmis látin taka sjálf til í herberginu sínu, og það tvisvar á ári, og Palli litli á Ísafirði fær ...

category-iconLögfræði

Eru virkilega enn í gildi lög um réttdræpi Tyrkja á Íslandi?

Það er hugsanlegt að í kjölfar Tyrkjaránsins árið 1627 hafi verið gefin út tilskipun eða lög um einhvers konar varnarviðbrögð. Undirritaðri og þeim sögugrúskurum sem hún bar málið undir, er ekki kunnugt um lög af þessu tagi. Á þjóðdeild Landsbókasafnsins er hægt að hafa uppi á tilskipunum frá fyrri hluta 17. alda...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir "að höstla"?

Sögnin að höstla er tiltölulega ný í íslensku máli og telst vera slangur. Hana er ekki að finna í Íslenskri orðabók Eddu frá árinu 2003. Á íslensku merkir 'að höstla' yfirleitt að ná sér í karlmann/kvenmann, samanber eftirfarandi dæmi um notkun á sögninni:Hann var voða almennilegur, við elduðum saman og fórum s...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er einn rúmkílómetri af lofti þungur?

Vísindamenn gera greinarmun á þyngd og massa og um muninn má lesa í svari við spurningunni Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? Í stuttu máli má segja að massi er innbyggður eiginleiki hlutar sem mældur er í kílóum (kg) en þyngd er kraftur sem verkar á hlutinn og er hún mæld í einingum sem kallast Newton (N). ...

category-iconHeimspeki

Hvernig á maður að svara spurningum?

Engin regla er til um það hvernig beri að svara spurningum. Það er til dæmis ekkert sem segir að ég verði að svara spurningunni „Hvað heitir forseti Íslands?” með svarinu „Ólafur Ragnar Grímsson”; ég gæti alveg eins svarað að tunglið sé úr osti eða að hundar séu skynsamar verur. Stundum er einmitt sagt að stjórnmá...

category-iconVísindavefur

Hvað skilgreinir emo-fyrirbrigðið í tísku og tónlist?

Hugtakið emo náði upprunalega nær aðeins yfir tiltekna tegund pönktónlistar sem átti rætur að rekja til tónlistarhreyfingarinnar í Washington D.C. í Bandaríkjunum á níunda áratug síðustu aldar. Heitið er tilkomið vegna þess að sviðsframkoma emo-tónlistarmanna þótti oft tilfinningaþrungin (e. emotional). Smám saman...

Fleiri niðurstöður