Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2237 svör fundust
Úr hverju þróuðust hvalir?
Vísindamenn telja líklegast að allir hvalir nútímans séu komnir af skepnu sem kallast mesonychid. Það var dýr sem leitaði í vatn fyrir um 55 milljónum ára. Ástæðan fyrir því að mesonychid leitaði "aftur til hafsins" er líklega sú að samkeppni um fæðu var of mikil á landi. Líkleg heimkynni mesonychid fyrir þe...
Hvernig líta hrefnur út?
Hrefnan (Balaenoptera acutorostrata) er ein sex hvalategunda sem tilheyra ætt reyðarhvala (Balaenopteridae), en reyðarhvalir eru í undirættbálki skíðishvala (Mysticeti). Útliti hrefnunnar er kannski best lýst með mynd. Hrefnan er svipuð öðrum reyðarhvölum að vexti. Litur hennar er yfirleitt svartur eða dökkgr...
Hvað er afturkreistingur og hvaðan er orðið komið?
Orðið afturkreistingur er notað um vanþroska mann eða dýr. Einnig er notað afturkreista um hið sama. Fá dæmi eru um afturkreisting í söfnum Orðabókar Háskólans. Í safni úr talmáli eru aðeins fjórar heimildir og eru þau af sunnanverðu landinu. Heimildarmönnum ber saman um að átt sé við framfaralitlar skepnur og ves...
Hversu gamlir verða höfrungar?
Höfrungar (Delphinidae) eru ein af fimm ættum tannhvala (Odontoceti) og eru þeir fjölskipaðasta ættin. Í dag eru þekktar 32 tegundir höfrunga innan 17 ættkvísla. Háhyrningurinn Keikó varð 25 eða 26 ára gamall. Höfrungar eru líkt og aðrir hvalir langlífar skepnur og geta nokkrar tegundir þeirra, svo sem háhyr...
Eru fuglar með eyru?
Já, fuglar hafa eyru og reyndar eru margar tegundir með nokkuð góða heyrn. Mesti munurinn á líffærafræði eyrna fugla og spendýra er sú að þeir fyrrnefndu hafa ekki ytri eyru líkt og á við um flest landspendýr. Séð utan frá eru eyrun himnuklætt svæði á höfðinu. Svæðið er ekki sýnilegt þar sem fíngert fiður þekur...
Hvað getið þið sagt mér um vöðvavefi dýra?
Helstu flokkar vöðvavefja hjá hryggdýrum eru sléttir vöðvar, þverrákóttir vöðvar og hjartavöðvinn. Þessir vöðvavefir hafa mismunandi eiginleika og útlit. Þverrákóttir vöðvar samanstanda af löngum frumum sem geta orðið allt að 4 cm á lengd. Þessar frumur eru sívalar og innihalda marga kjarna (ekki einn kjarna ...
Hver er uppruni orðasambandsins 'að hlaupa af sér hornin', ég finn það hvergi á Google?
Orðasambandið að hlaupa af sér hornin í merkingunni ‘stillast, læra af reynslunni’ er erlent að uppruna. Í dönsku er sambandið løbe/rende hornene af sig og í þýsku sich dir Hörner ablaufen/abstoβen/abrennen. Líkingin er upprunalega sótt í dýraríkið. Ungir hirtir og hreindýrstarfar þóttu róast mikið þegar þeir...
Hvers vegna fá íslenskir hestar erlendis sumarexem og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það?
Sumarexem er ofnæmi í hrossum gegn biti mýflugna af ættkvíslinni Culicoides. Sjúkdómurinn finnst ekki á Íslandi enda lifir flugan sem veldur ofnæminu ekki hér á landi. Öll hrossakyn geta fengið sjúkdóminn en íslenskir hestar fæddir á Íslandi virðast vera næmari (20-30%) en flest önnur hrossakyn (3-7%) og næmari en...
Hver bjó til púsluspil í fyrsta sinn og hvaða ár var það?
Menn vita ekki hver bjó fyrstur til púsluspil, né heldur hvaða ár það var, enda yrði líklega erfitt að skilgreina það. Hins vegar má rekja uppruna púsluspila til Englands á nítjándu öld. Þau voru í fyrstu ætluð sem kennslutæki, einkum við landafræðikennslu. Síðar voru þau einnig notuð við kennslu í sögu, lestri, o...
Hver er sinnar gæfu smiður?
Hann hét Epíktetos og hér er skráning Gegnis á Landsbókasafni á bók hans um þetta: HÖFUNDUR : Epíktetos, um 55-135 TITILL : Hver er sinnar gæfu smiður: handbók Epiktets; Íslensk þýðing og eftirmáli dr. Broddi Jóhannesson ÚTGÁFA : 2. pr. ÚTGÁFUSTAÐUR : [Reykjavík] : Almenna b...
Er einhver munur á því að vera skrítinn eða skrýtinn?
Ástæða þess að orðin skrýtinn og skrítinn sjást rituð á tvennan hátt er sú að óvíst er hvert stofnsérhljóðið er. Sumir vilja tengja skrýtinn norska orðinu skryten 'magur, beinaber, klunnalegur, ljótur' og sænska orðinu skryten 'magur' og telja að þau bendi til ý í stofni. Aðrir telja merkingu norsku og sænsku orða...
Hver er skýringin á bæjarnafninu Trymbilsstaðir í Kaldalóni?
Bærinn er nefndur í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1710 sem „Trimbilsstader“ í Ármúlalandi á Langadalsströnd og sagt að munnmæli segi að byggð hafi verið þar (VII:247). Í örnefnaskrá er nefnt að sögn sé um að bæinn hafi tekið af í jökulhlaupi. Trymbill er ef til vill auknefni manns frekar...
Hvaðan er orðið rasismi komið?
Orðið 'rasismi' er tökuorð og margir nota í staðinn til dæmis orðið kynþáttahyggja, að minnsta kosti þegar það á við. Rasisminn er hliðstæður tökuorðinu 'rasi' sem er yfirleitt þýtt sem kynþáttur. Tökuorðin eru upphaflega komin úr dönsku: 'race' (framborið 'rase') og 'racist' (frb. 'rasist). Margir munu nú á dö...
Hver er merkingin í orðatiltækinu 'að tefla við páfann'?
Orðasambandið að tefla við páfann merkir ‘að ganga örna sinna, kúka’. Elst dæmi um það í ritmálssafni Orðabókarinnar er frá miðri 19. öld í bréfi frá Jónasi Hallgrímssyni. Af sama tagi eru orðasamböndin að heimsækja páfann, að tala við páfann og að gjalda páfanum skatt og eru þau öll yngri. Einnig er talað um að t...
Hvernig fallbeygir maður orð á íslensku, eins og til dæmis negul?
Vísindavefurinn hefur áður svarað nokkrum spurningum um beygingar orða. Hér eru nokkur dæmi um þær: Hvernig beygist orðið hjarta án greinis og með honum, í eintölu og fleirtöluHvernig beygist sögnin að skína?Hvernig er nafnið Dagmar í eignarfalli? Upplýsingar um beygingar orða er hins vegar auðvelt að finna ...