Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1395 svör fundust
Hver var Henrietta Swan Leavitt og hvert var hennar framlag til vísindanna?
Henrietta Swan Leavitt var stjörnufræðingur, þekktust fyrir uppgötvun sína á svonefndu sveiflulýsilögmáli um sefíta sem síðar gerði Edwin Hubble kleift að reikna út fjarlægðina til Andrómeduþokunnar og átta sig á raunverulegri stærð alheimsins. Leavitt naut lítillar sem engrar viðurkenningar á uppgötvun sinni, þót...
Hversu miklu munar á að ferðast umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar og í flugvél, ef farið er um miðbaug?
Miðbaugur er mjög nærri því að vera hringur með geislann $6.378,1370$ kílómetra, eins og sýnt er á myndinni að neðan. Til að finna vegalengd ferðalags umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar um miðbaug nægir að reikna ummál þessa hrings. Þekkt er að ummál hrings má reikna með því að margfalda saman þvermál hans ...
Hvaða sýrumenn voru á ferð í Sýrumannavík, skammt vestan við Grundartanga?
Örnefnið sem nefnt er í fyrirspurninni er að réttu lagi Sýrumannavik (þó að um vík hafi verið að ræða), en víkin er nú horfin vegna framkvæmda á Grundartanga. Á Atlaskorti Eddu stendur ranglega Sýrumannavík. Grundartangi. Sýrumannavik hefur af kortum að dæma verið þar sem uppfyllingin endar lengst til hægri á ...
Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um afkvæmi leðurblaka og lífsferil þeirra?
Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Í þessu svari verður einungis fjallað um smáblökurnar, æxlun og þroska ungviðis þeirra en sumir vilja meina að smáblökurnar séu hi...
Hvað er reglulegur hyrningur?
Áður hefur verið fjallað um hyrninga á Vísindavefnum í svari sama höfundar við spurningunni Ef tvíhyrningar eru ekki til í venjulegri rúmfræði, hvað kallast þá ferhyrningur sem búið er að fjarlægja eina hlið af? Þar eru þeir skilgreindir svona: Segjum að við höfum þrjá eða fleiri punkta sem liggja í sama slétta...
Er 26 eina heila talan sem er klemmd milli ferningstölu og teningstölu?
Ferningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu við sjálfa sig. Dæmi um ferningstölur eru tölurnar $9 = 3 \cdot 3$ og $121 = (-11) \cdot (-11)$. Teningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu tvisvar við sjálfa sig. Dæmi um teningstölur eru tölurnar $64 = 4 \cdot 4 \cdot 4$ og $-2197 = ...
Hvað eru lyfjaónæmir sýklar?
Helsta einkenni lyfjaónæmra sýkla er að þeir bregðast ekki við sýklalyfjum. Ónæmi baktería er ýmist náttúrlegt eða áunnið. Sýkill sem er ónæmur fyrir tveimur eða fleiri lyfjum er sagður vera fjölónæmur. Lyfjaónæmi er vaxandi vandamál.Á rannsóknarstofum er hægt að beita ýmsum aðferðum við að mæla næmi baktería ...
Hvað hefur Katla gosið oft og hvað er langt á milli gosa?
Kötlugos á sögulegum tíma eru um 20 talsins að frátöldu Eldgjárgosinu á tíundu öld. Miðað er við gos sem brutust upp úr jöklinum og skildu eftir sig gjóskulag í jarðvegi í nágrenni Mýrdalsjökuls. Hugsanlegt er að lítil gos sem ekki náðu að brjótast upp úr jökli hafi orðið öðru hverju milli stærri gosanna, síðast í...
Hvenær gaus Hofsjökull síðast?
Í stuttu máli sagt þá er ekki vitað hvenær Hofsjökull gaus síðast enda gossaga hans lítið þekkt. Hofsjökull er meðal tilkomumestu megineldstöðva landsins þar sem hann rís um 1800 metra hár og bungubreiður upp af miðhálendinu. Hann er nálægt því að vera kringlóttur, 35-40 kílómetrar að þvermáli, eftir því hvar m...
Hvað gæti orðið hlýtt á jörðinni í lok 21. aldar og hvaða áhrif hefði það á náttúruna?
Talið er að um næstu aldamót verði um 2 til 4°C hlýrra á jörðinni heldur en nú er ef allar þjóðir heims ná ekki að sameinast um að draga verulega úr bruna jarðefnaeldsneytis. Þá yrðu jöklar á Íslandi orðnir helmingi minni en þeir eru nú og jökulárnar hefðu tvöfaldast að vatnsmagni. Ef hlýnunin héldi síðan áfram me...
Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð?
Jarðsjá var þróuð út frá ratsjá eftir 1960, og byggist hún á því að rafsegulbylgjur eru sendar ofan í jörðina frá sendiloftneti og tekið á móti endurvarpsbylgjum með öðru loftneti sem haft er nálægt hinu fyrra. Breytileg rafsvörun og rafleiðni efnis framkallar endurvarp, og má þannig greina jarðlög og óreglur í þe...
Hvað er sement og hvenær var farið að nota það sem byggingarefni?
Sögu sementsins má rekja allt aftur til þess að menn fundu upp aðferð til þess að búa til kalk. Eins og oft gerist, þá hefur aðferðin til að búa til kalk sennilega verið hrein tilviljun eða slys. Kalksteinn er mjög algengur víða um heim, þótt hann sé ekki til í neinu magni á Íslandi. Kalksteinn myndast aðallega ú...
Hver var Kristján Eldjárn og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?
Kristján Eldjárn (1916-1982) var einn af fremstu fornleifafræðingum 20. aldar á Norðurlöndum, og mikilvirkasti og áhrifamesti fornleifafræðingur Íslands frá upphafi og fram á okkar dag. Kristján var í hópi brautryðjenda í íslenskum vísindum og stóð fyrir uppbyggingu fornleifafræðinnar sem vísindagreinar. Hann k...
Getur geislun frá þráðlausu Interneti á heimilum verið hættuleg heilsu fólks?
Geislun frá þráðlausu Interneti (e. WiFi) er á formi útvarpsbylgna, rétt eins og sjónvarps- og útvarpsútsendingar og bylgjur farsíma. Útvarpsbylgjur eru ein tegund rafsegulbylgna. Með því að senda gögn þráðlaust á milli tölva losna menn við umstang sem fylgir snúrum og köplum. Þráðlausar gagnasendingar á milli töl...
Hver var Wilhelm Wundt og hvernig lagði hann grunninn að sálfræði sem vísindagrein?
Í sálfræði, ekki síður en öðrum greinum, hefur orðið vinsælt, í anda Tómasar Kuhn, að segja söguna með áherslu á byltingar. Sumir sjá þá byltingu við hvert fótmál, atferlisbyltingu á fyrri hluta 20. aldar og hugræna tölvubyltingu á síðari hluta aldarinnar. Sumir sjá jafnvel enn fleiri, en aðrir eru sparari á bylti...