Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 984 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvernig rannsaka vísindamenn innviði eldfjalla með landmælingum?

Ein þeirra jarðfræðilegu aðferða sem beita má við rannsóknir á innviðum eldfjalla eru nákvæmar endurteknar landmælingar.[1] Ef bergkvika streymir inn í grunnstætt kvikuhólf undir eldfjalli, eða út úr því, eykst eða minnkar þrýstingur í hólfinu. Slík þrýstingsbreyting veldur færslu jarðskorpunnar kringum kvikuhólfi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins „með lögum skal land byggja“?

Landnám norrænna manna hófst á Íslandi 874. Um það leyti sem landið var að verða fullnumið var landnámsmaður að nafni Úlfljótur sendur til Noregs til að kynna sér lög. Átti hann að setja saman lög fyrir Ísland því menn sáu þörf á að ein lög giltu í landinu. Hann var þrjá vetur í Noregi og kom til baka með lögin um...

category-iconJarðvísindi

Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna?

Upprunalega spurningin var: Var loftslagið á Íslandi, Grænlandi og víðar þar sem norrænir menn settust að í kringum landnámsöld mun hlýrra en við þekkjum í dag, eða svipað? Hvaða heimildir eru fyrir því, t.d. úr sagnaritun miðalda og vísindalegum mælingum? Náttúrulegar veðurfarssveiflur eru þekktar frá fyr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða íslensku nöfnum geta bæði karlar og konur heitið?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hversu mörg nöfn í íslensku er hægt að nota bæði fyrir karla og konur? Spurningin er nokkuð erfið að því leyti að ómögulegt er að segja fyrir um hvaða nöfn eru skyndilega valin á annað kyn en hefðbundið er (sbr. Sigríður, sjá neðar). Ég mun því tína til þau nöfn í nafnagru...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan? Ef það er í fyrsta skipti 1944 á lýðveldishátíðinni var þá einhver fyrirrennari? 1. des er vissulega fullveldisdagurinn en var heimastjórninni fagnað á ákveðnum degi á hverju ári um tíma og ef við förum enn aftar í söguna; v...

category-iconLæknisfræði

Hvað er apabóla?

Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Flest tilfelli á síðustu áratugum hafa greinst í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (e. Democratic Republic of the Congo, DRC) og Nígeríu. Sjúkdómurinn er vegna veirusýkingar en orsakaveiran kallast apabóluveira (e. monkeypo...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til mörg afbrigði af bleikju í íslensku ferskvatni?

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst í stöðuvötnum, ám og lækjum á norðurslóðum. Margir vita að bleikja er góður matfiskur, en færri vita hins vegar um þann mikla fjölbreytileika sem finnst meðal bleikju hér á landi. Á Íslandi finnst bleikjan bæði sem sjóbleikja (e. anadromous charr) og l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig bárust ánamaðkar til Íslands?

Öll spurningin frá Sigurjóni hljóðaði svona: Nú eru ánamaðkar ekki snarir í snúningum, en samt eru þeir um allt land. Hvernig skyldu þeir hafa borist til landsins og dreifst svo víða? Nokkrir möguleikar eru á því hvernig ánamaðkar (Lumbricidae: Annelida) og liðormar (Annelida) hafa borist til Íslands. Þessi...

category-iconFornleifafræði

Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær?

Á fjórða árþúsundinu fyrir Krist fór að breiðast út um vestanverða Evrópu sá siður að gera mannvirki úr stórum steinum. Þessi fyrirbæri hafa verið nefnd á máli vísindanna „megalithos“ (e. megaliths) sem er komið úr grísku og merkir „stór steinn“, en á íslensku hafa þau verið kölluð jötunsteinar. Stærsta og tilkomu...

category-iconHeimspeki

Hver var Aristóteles?

Aristóteles (384–322 f.Kr) var einn mesti heimspekingur og vísindamaður fornaldar. Hann var vel að sér í öllum greinum heimspekinnar, en auk þess var hann einn fremsti náttúruvísindamaður síns tíma, afkastamikill höfundur og, að því er sagan segir, framúrskarandi rithöfundur. Cíceró sagði að orð Aristótelesar stre...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um herskipið Bismarck?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig sökk herskipið Bismarck?Hvar sökk herskipið Hood? Orrustuskipið Bismarck og systurskip þess Tirpitz voru öflugustu herskip Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni og á sínum tíma sennilega þau öflugustu í Atlantshafinu. Bretar óttuðust mjög um sinn hag með tilkomu Biskmarck...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér innrásina í Normandí?

Í byrjun árs 1944 var orðið ljóst að Þjóðverjar væru að tapa heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu borið lægri hlut í baráttunni um Atlantshafið og Sovétmenn höfðu snúið vörn í sókn á austurvígstöðvunum. Við Miðjarðarhaf höfðu bandamenn náð að hrekja Þjóðverja úr Afríku og ráðast inn í bæði Sikiley og Ítalíu. Þjóðverjar h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr búa í Brasilíu og hver þeirra eru í útrýmingarhættu?

Ómögulegt er að telja upp eða fjalla um öll þau dýr sem lifa í Brasilíu í einu svari þar sem það myndi sjálfsagt fylla mörg bindi af bókum, svo mikill er fjöldinn þar. Hér verður því aðeins gerð grein fyrir fjölda tegunda í hinum ýmsu flokkum, en athyglinni síðan beint að dýrum í mikilli útrýmingarhættu. Hvergi...

category-iconTrúarbrögð

Hvað varð um steintöflurnar með boðorðunum tíu?

Afdrif steintaflnanna með boðorðunum 10 eru samofin afdrifum sáttmálsarkarinnar. Í raun veit enginn með vissu hvað um þetta varð en ýmsar kenningar hafa verið settar fram, flestar byggðar á lestri á Biblíunni. Steintöflurnar Samkvæmt 5. Mósebók gerði Drottinn sáttmála við Ísrael nærri fjallinu Hóreb (Sínaí) o...

category-iconHagfræði

Hver var Arnljótur Ólafsson og hvað getið þið sagt mér um hann?

Árið 1848 var byltingarár og konungar víða um Evrópu riðuðu til falls, en meðal annars varð konungur Dana að afsala sér einveldi sínu. Þeir Karl Marx (1818-1883) og Friedrich Engels (1820-1895) rituðu Kommúnistaávarpið og Jón Sigurðsson (1811-1879) „Hugvekju til Íslendinga“. Það var þó ekki fyrr en veturinn 1849-5...

Fleiri niðurstöður