Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1372 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Plótinos (205–270 e.Kr.) var upphafsmaður þeirrar heimspekistefnu sem nefnd hefur verið nýplatonismi. Þessi stefna náði brátt mikilli útbreiðslu meðal heiðinna lærdómsmanna í Rómaveldi á síðfornöld og var í rauninni einráð, því aðrir heimspekiskólar voru horfnir af sviðinu. Nýplatonisminn var því ríkjandi heimspek...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Vissu fornkappar Njálu hvernig ljón litu út?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Í Njálu stendur að Kári Sölmundarson væri með skjöld sem á væri mynd af ljóni. Hvernig átti Kári Sölmundarson að vita hvernig ljón liti út? Spurt er um eftirfarandi stað í Njálu: Skarphéðinn var fremstur. Hann var í blám stakki og hafði törguskjöld og öxi sína reidda ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getur þú sagt mér um Felix Mendelssohn?

Felix Mendelssohn (1809-47) var eitt mesta undrabarn tónlistarsögunnar. Hann samdi ótrúlegt magn tónverka á unga aldri, sextán ára hafði hann til dæmis samið fjórtán sinfóníur fyrir strengi og eina fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit. Mendelssohn var af einni auðugustu gyðingaætt Berlínar. Moses afi hans var meða...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lengi hafa laxfiskar verið í íslensku ferskvatni?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hversu lengi hafa laxfiskarnir bleikja, urriði og lax verið í íslensku ferskvatni og hvaðan komu þeir hingað, og í hvaða röð? Laxfiskar lifðu ekki á Íslandi á ísöld þegar stór jökulskjöldur lá yfir öllu landinu. Laxfiskar á Íslandi eru því afkomendur fiska sem fluttu hingað f...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er átt við með sveigðu tímarúmi og hvernig tengist það aðdráttarafli?

Hið sveigða tímarúm Einsteins er tímarúmið sem við og ljósgeislar og allt efni ferðast um. Í almennu afstæðiskenningunni er ekkert þyngdarsvið. Þess í stað er tímarúmið sveigt. Það merkir til dæmis að hornasumman í þríhyrningi er ekki endilega 180° nákvæmlega, og ljósgeislar fara ekki alltaf eftir beinum línum. ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða skaðleg áhrif hefur sætuefnið aspartam á líkamann?

Aspartam er selt undir nafninu Nutrasweet og er tilbúið efni sem finnst ekki í náttúrunni. Það er um 200 sinnum sætara en venjulegur sykur og á því byggist notkun efnisins. Aspartam er búið til úr tveimur amínósýrum en prótein eru einnig búin til úr amínósýrum. Þegar aspartam berst inn í líkamann klofnar það niður...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru fílar hræddir við mýs?

Fílar eru stærstu landdýr jarðar. Þótt merkilegt kunni að virðast eru fílategundirnar tvær sem nú lifa flokkaðar hvor í sína ættkvíslina, Elephas og Loxodonta. Elephas maximus er Asíufíllinn en Loxodonta africana er Afríkufíllinn. Það sem einkennir fílinn mest er vitaskuld raninn sem er í raun framhald á nefinu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur tilgáta Riemanns verið sönnuð?

Náttúrleg tala stærri en 1, sem er einungis deilanleg með 1 og sjálfri sér, nefnist frumtala (prímtala). Náttúrleg tala stærri en 1 nefnist samsett tala, ef hún er ekki frumtalan. Fyrstu frumtölurnar eru 2, 3, 5, 7, 11, 13, 17, 19, ... Allt frá því sögur hófust hafa menn rannsakað þessar tölur. Í bókum Evklíðs (...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er hantaveira?

Í Kóreustríðinu, sem háð var á árunum 1950-1953, varð vestrænum læknum fyrst kunnugt um dularfullan „nýjan“ sjúkdóm sem lagðist á hermenn Sameinuðu þjóðanna sem þar börðust. Sjúkdómnum var gefið nafnið kóresk blæðandi hitasótt (Korean hemorrhagic fever). Yfir 2000 hermenn sýktust og margir þeirra dóu af völdum sjú...

category-iconFélagsvísindi

Hagnast Kínverjar meira en Bandaríkjamenn á viðskiptum þjóðanna?

Nokkuð snúið er að meta hve mikinn hag ein þjóð hefur af viðskiptum við aðra. Ein leið til að skoða þetta væri að reyna að áætla hve mikill kaupmáttur þjóðartekna væri hjá tiltekinni þjóð ef hún gæti ekki átt viðskipti við ákveðna aðra þjóð og bera það saman við hver kaupmátturinn er nú í raun. Svona æfingar er hæ...

category-iconVeðurfræði

Hvernig geta veðurfræðingar fundið út hvernig veðrið verður daginn eftir?

Veðurfræðin er sú vísindagrein sem fjallar um ástand og eðli lofthjúpsins. Þessi grein rekur uppruna sinn til loka 19. aldar, þegar varmafræði og straumfræði voru orðnar nægilega þroskuð fræði til að menn teldu sig geta beitt þeim á lofthjúpinn. Lengi vel voru bættar veðurspár þungamiðja þróunar á þessu vísindasvi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um laxa?

Atlantshafslaxinn (Salmo salar) lifir í norðanverðu Atlantshafi. Hann finnst við strendur Norður-Ameríku, við Labrador í Kanada og allt suður til Connecticut í Bandaríkjunum. Hann lifir við suður- og austurströnd Grænlands, umhverfis Ísland og Færeyjar og við Bretlandseyjar. Atlanshafslaxinn finnst einnig við str...

category-iconVísindi almennt

Bjó Coca-Cola-fyrirtækið bandaríska jólasveinninn til?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Fann Coca-Cola-fólkið upp bandaríska jólasveininn - þann sem er alltaf kátur og gengur í rauða og hvíta búningnum?Samkvæmt áreiðanlegustu heimildum mun þetta ekki vera rétt, þótt vissulega gangi þessi saga fjöllum hærra. Þó er í þessu það sannleikskorn að auglýsingaherferðir Co...

category-iconMannfræði

Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?

Frá örófi alda hafa verið sagðar sögur af þjóðum sem stunda mannát. Þessum sögum fjölgaði mjög í kjölfar útþenslustefnu Vestur-Evrópuríkja frá og með 15. öld. Mannfræðingurinn William Arens setti fram þá kenningu í bók sinni The man-eating myth (1979) að þessar sögur hafi verið notaðar til þess að sýna fram á vill...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?

Wernher von Braun var annar í röð þriggja sona Magnúsar von Brauns baróns og Emmy von Quistorp barónessu. Hann fæddist 23. mars árið 1912 í Wirsitz í Poznan, sem þá var hérað í Prússlandi en tilheyrir nú Póllandi. Wernher var draumóramaður frá unga aldri og hann ákvað aðeins tíu ára gamall að markmið sitt í lífinu...

Fleiri niðurstöður