Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við þegar talað er um vergar þjóðartekjur?

Með vergum þjóðartekjum er einfaldlega átt við allar tekjur þjóðarinnar á tilteknu tímabili, oftast einu almanaksári. Með tekjum er einkum átt við laun, hagnað fyrirtækja og vaxtatekjur. Önnur hugtök sem oft eru notuð til að lýsa svipuðum stærðum eru verg landsframleiðsla og verg þjóðarframleiðsla. Verg landsframl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir bakkelsið ástarpungar?

Heitið ástarpungur um kúlulaga, djúpsteikt kaffibrauð þekkist að minnsta kosti frá fjórða áratug 20. aldar. Sennilega er það lögun kökunnar sem kallað hefur á nafnið en óneitanlega minnir hún á þennan hluta af kynfærum karla. Elsta dæmi á timarit.is er úr sögu í dagblaðinu Vísi frá 1934: ofan á allar góðgerðir...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða textar eru í Flateyjarbók og hvenær var hún skrifuð?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hver er stærst íslenskra skinnbóka og hvar er hún geymd? Flateyjarbók er stærst íslenskra miðaldahandrita og telur 225 blöð alls, fallega skrifuð og lýst (myndskreytt). Í gerð bókarinnar tóku þátt tveir skrifarar, prestarnir Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson s...

category-iconHugvísindi

Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku?

Máltækni er tiltölulega nýlegt orð í íslensku – þýðing á því sem á ensku nefnist language technology. Einnig hefur orðið tungutækni verið notað um sama hugtak. Í stuttu máli má segja að með máltækni sé átt við hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang; beinist að því að hanna ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kakkalakkar flogið?

Alls eru þekktar rúmlega 3500 tegundir kakkalakka í heiminum. Kakkalakkar eru meðal frumstæðustu dýra og fundist hafa allt að 350 milljón ára gamlir steingerðir kakkalakkar. Karldýrin eru fleyg og hafa venjulega tvö pör af vængjum en kvendýrin eru oftast vænglaus eða hafa einhvers konar leifar af vængjum og er...

category-iconVísindi almennt

Eru stjörnuspár sannar?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er fylgni milli hegðunar eða persónuleika við fæðingardag? (Albert Teitsson)Hvað er til í stjörnumerkjafræði; að þessi sé svona eða hinsegin eftir því hvenær hann er fæddur? (Sigurlaug Jónasdóttir)Í stuttu máli: nei. Stjörnuspeki virkar ekki og spárnar eru því ek...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar dýrategundir á Íslandi?

FlokkurFjöldi tegunda Skordýr1245 Köngulær84 Drekar2  Langfætlur4  Mítlar*um 90 *Þ.e.a.s. brynjumaurar. Óvíst er með fjölda ránmaura. Margfætlurum 10  Ánamaðkarum 10  Sniglarum 50  Fuglar (varpfuglar)um 80  Spendýr**8 **Hér er um villt íslensk spendýr að ræða. Hægt er að bæta við nokkrum öðrum spendýrum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar kindur á Íslandi?

Menn vita yfirleitt ekki nákvæmlega hversu margar kindur eru á landinu eða á tilteknum svæðum á sumrin. Fjöldinn breytist um sauðburðinn með hverju nýju lambi og síðan með náttúrulegum afföllum. Þess vegna er siður að miða tölur um sauðfé við það hversu margar ær eru settar á á haustin en af því ræðst til dæmis st...

category-iconVísindavefurinn

Hvað voru margar heimsóknir, spurningar og svör á Vísindavefnum árið 2001?

Árið 2001 birtust á Vísindavefnum 772 svör en með þeim er svarað talsvert fleiri spurningum, líklega á bilinu 1000-1500. Alls voru sendar inn um 5400 spurningar. Nokkrum hluta þeirra var þegar búið að svara og aðrar voru endurtekningar á spurningum sem þegar voru komnar. Auk þess voru sumar utan við verksvið Vísin...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær og hvar er hámeri veidd? Hvaða veiðiaðferð er notuð?

Hámeri, Lamna nasus, hefur lengi verið veidd í Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi af ýmsum þjóðum, þeirra á meðal Norðmönnum, Dönum, Færeyingum, Bretum, Frökkum og Spánverjum. Einnig hafa Japanir veitt hámeri í sunnanverðu Indlandshafi. Hámeri er mest veidd á flotlínu en einnig í flot- og botnvörpur, á han...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan er bæjarnafnið Svertingsstaðir upprunnið?

Tveir bæir á Íslandi eru með nafninu Svertingsstaðir, annars vegar bær í Ytri-Torfustaðahreppi í Vestur-Húnavatnssýslu og hins vegar í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Þeir koma ekki fyrir í Landnámabók en bær með því nafni er þar nefndur inn frá Fljótshlíð (= Svertingsvölustaðir) (350-351). Svertingsstaðir í Eyja...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er talað um boðorðin tíu þegar þau eru í raun fjórtán?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í meginkafla Biblíunnar um „Boðorðin tíu“ eru þau fjórtán (svona ef þið vissuð það ekki), svo þá vaknar spurningin: Hver ákvað að kennd skyldu „bara“ þessi 10 og þá ekki síður hver ákvað hvaða 10 það skyldu vera? Það er sannarlega rétt hjá spyrjanda að það er hægt að lesa fleir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir sögnin að knega?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað merkir sögnin að knega og hvenær hætti fólk að nota hana? Sögnin að *knega í merkingunni ‘geta, kunna’ virðist ekki koma fyrir í nafnhætti til forna, að minnsta kosti af þeim dæmum að ráða sem birt eru í Ordbog over det norrøne prosasprog. Þau eru sárafá og flest úr la...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er kjarnorka búin til og úr hvaða efnum er hún?

Kjarnorka er orka sem eins og nafnið gefur til kynna er falin í kjörnum atóma. Kjarnorka er að því leyti ekkert frábrugðin annarri orku eða eins og ÞV segir í svari sínu við spurningunni Hvað er í kjarnorku?:Kjarnorka er ein tegund orku og dregur nafn sitt af því að hún á upptök sín í atómkjörnunum. Að því leyti e...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju hafa svona fáir rúnasteinar fundist á Íslandi?

Á 9. öld þegar Ísland byggðist voru mjög fáir rúnasteinar reistir í Skandinavíu. Þegar yngra rúnaletrið var tekið í notkun um 800 virðist einnig siðurinn að reisa steina hafa að mestu horfið um sinn. Í Svíþjóð voru tveir þekktir steinar: Röksteinnin á Austur-Gautlandi og Sparlösasteinnin á Vestur-Gautlandi reistir...

Fleiri niðurstöður