Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 ef siðferðilega staðla við þróun þess vantar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 sem hefur verið prófað nauðugt á föngum eða ef aðra siðferðilega staðla í þróun þess vantar? Þegar vísindatilraunir eru gerðar á manneskjum, hvort sem um er að ræða í læknisfræðilegu skyni eða vegna annars konar ran...
Er óæskilegt að neyta samtímis ávaxta og grænmetis og þá hvers vegna?
Ekkert hefur komið fram sem rökstyður vísindalega að óæskilegt sé að neyta ávaxta og grænmetis samtímis. Reyndar er það svo að meltingarfæri mannsins eru hönnuð til að melta margvíslega fæðu samtímis og ættu því að geta melt grænmeti og ávexti samtímis, rétt eins og kjöt og kartöflur. Enn fremur eru grænmeti og áv...
Hvað merkir orðatiltækið 'ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið' og hvaðan er það komið?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvort er rétt: „Kálið verður ekki sopið fyrr en í ausuna er komið“ eða „Kálið er ekki sopið þó að í ausuna sé komið“?Orðatiltækið eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið þekkist þegar í fornu máli. Í 11. kafla Þórðar sögu hreðu stendur: Ríða þeir nú fram að þeim með ...
Hver var Mínotáros í grískri goðafræði?
Í grískri goðafræði var Mínos konungur á eynni Krít. Þegar Mínos og bræður hans Hradamanþys og Sarpedon vildu fá úr því skorið hver þeirra skyldi verða konungur Krítar bað Mínos guðinn Póseidon um að senda sér naut til fórnar. Póseidon sendi honum naut úr sjónum en Mínos fékk sig ekki til að fórna því. Gerði þá Pó...
Hvað er orðið búsáhald gamalt í málinu?
Orðið búsáhald hefur verið óvenju mikið á vörum manna undanfarið ár enda svokölluð búsáhaldabylting margumtalaður viðburður. Það er sett saman úr nafnorðinu bú ‛búskapur, heimili’ og áhald ‛tæki, verkfæri’, það er áhald til þess að nota á heimilinu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr f...
Hvað er átt við þegar menn sjanghæja einhvern og hvaðan kemur orðið?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðatiltækið „að sjanghæja einhvern“? Orðið sjanghæja er tökuorð úr ensku sem kom fram í ensku um miðja 19. öld og var fljótlega tekið upp í Norðurlandamálum og þýsku. Að sjanghæja einhvern merkti að ræna einhverjum eða tæla einhvern um borð í skip oft með...
Hvað er Kabbala?
Kabbala er dulhyggjustefna í Gyðingdómi. Örðugt er að fullyrða hvenær hún kom fram því að hún var lengi vel aðeins ætluð fáum innvígðum og varðveittist fyrst og fremst í munnlegri hefð. Í bókinni The Secret Doctrine of the Kabbalah: Recovering the Key to Hebraic Sacred Science eftir Leonoru Leet, er því haldið fra...
Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga?
Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur; tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar, efni notuð við vinnslu plöntunnar og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns. Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu manna enda hafa margar rannsóknir sýnt f...
Í hverju felast „annus mirabilis“ tímamótagreinarnar sem Einstein gaf út árið 1905?
Eins og spyrjandi segir hefur árið 1905 verið kallað „ár kraftaverkanna“ eða „annus mirabilis“ í ævi Alberts Einsteins (1879-1955). Þessi orð eru einnig oft höfð um tímabilið 1665-1667 í starfsferli enska eðlis- og stærðfræðingsins Ísaks Newtons (1642-1727), en hann sagðist síðar hafa gert helstu uppgötvanir sínar...
Hvað merkir að skjóta einhverjum ref fyrir rass og hvaðan er orðasambandið komið?
Elsta heimild sem kunn er um orðasambandið er úr Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814 en handritið var tilbúið aldarfjórðungi fyrr. Þar er það skráð At skióta einum ref fyrir rass. Merkingin er þar að ‛leika á einhvern’. Í Íslenskri orðabók frá 2002 er merkingin sögð ...
Er geymslurými heilans óendanlegt?
Geymslurými heilans er endanlegt í bókstaflegum skilningi en hann virðist hins vegar margfalt stærri en það sem hann gæti nokkurn tímann þurft að muna. Stærð heilans ein og sér sýnist því ekki takmarka til dæmis minnisgetu hans. Upphafleg spurning var sem hér segir: Er það satt að geymslurými heilans sé óe...
Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis sólhattur virki?
Sólhattur er náttúruvara, það er að segja hann flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til ...
Hvaða einkenni hafa ársreikningar sem gefa glögga mynd af stöðu fyrirtækja?
Ársreikningur er árlegt reikningsuppgjör fyrirtækis eða stofnunar. Um ársreikninga hér á landi gilda lög nr. 3/2006 og þar er hugtakið glögg mynd útskýrt á eftirfarandi hátt: Glögg mynd felst í áreiðanlegri framsetningu á áhrifum viðskipta, öðrum atburðum og skilyrðum í samræmi við skilgreiningar og reglur um ...
Ég bý í Grafarvogi og sé ljós í Breiðholti og víðar titra og flökta. Hvers vegna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ég bý í Grafarvoginum á 5. hæð í blokk. Í heiðskíru veðri sé ég ljós í Breiðholtinu og víðar. Mig langar að vita hvers vegna ég sé ljós, sem eru lengst í burtu, titra eða flökta. Það er líka misjafnt hvort þetta sé snemma morguns eða seint á kvöldin. Mest er þetta áberandi í köl...
Eru spurningar sem berast vísindavefnum ritskoðaðar?
Hugsanlegt er að leggja þann skilning í orðið "ritskoðun" að svarið við þessari spurningu verði játandi. Við lagfærum strax stafsetningu og málfar á spurningunum sjálfum og styttum líka stundum þegar í stað, ef það liggur beint við. Þegar svör berast, lagfærum við spurningarnar enn frekar til að vefurinn verði sem...