Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6117 svör fundust
Hvað er akrópólis og hvaða tilgangi þjónaði staðurinn hjá Grikkjum?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða byggingar voru á Akrópólis í Aþenu og rústir hverra eru þar eftir?Gríska orðið pólis hefur verið þýtt á íslensku sem 'borgríki' og orðið akrópólis merkir 'háborg' og er notað um víggirtar hæðir forngrískra borga. Grískar borgir voru oft byggðar í hlíðum og frá ...
Hvað er Surtsey stór?
Þann 14. nóvember 1963 hófst neðansjávareldgos á 160 metra dýpi suðvestur af Heimaey. Myndaðist þá eyjan Surtsey. Við lok gossins var eyjan 171 metri á hæð og 2,7 km2 að flatarmáli. Vegna mikils sjávarrofs fyrstu árin eftir gosið minnkaði flatarmál Surtseyjar um 3-20 hektara á ári með þeim afleiðingum að á...
Hvernig verða loftsteinar til?
Á milli reikistjarna eru fullt af hnullungum svo sem geimsteinar, geimgrýti eða reikisteinar. Þeir eru venjulega úr bergi, bergi og járni eða eingöngu úr járni. Flestir eru þeir leifar frá þeim tíma þegar sólkerfið myndaðist fyrir um 4.600 milljónum ára. Þessir hnullungar rekast stundum á lofthjúpinn og hitna þá s...
Hver var Súliman mikli?
Súliman 1. mikli (um 1494-1566) var Tyrkjasoldán frá 1520 til dauðadags. Á hans valdatíma réð Tyrkjaher yfir öflugasta flota Miðjarðarhafs. Súliman mikli var tíundi soldán Tyrkjaveldis (Ósmanska veldisins) en valdaskeið þess var frá 1299 til 1922 og blómatíminn á 16. og 17. öld. Í valdatíð Súlimans mikla lagði ...
Tímamótaritgerðir Einsteins á íslensku
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu og fyrrverandi ritstjóri Vísindavefsins, hefur hlotið styrk úr Almanakssjóði til að vinna að útgáfu á bókinni Efni og eindir, ljós og skammtar, með þýðingu á ritgerðum eftir Albert Einstein frá árinu 1905 ásamt inngangsorðum og öðru stoðefni fyrir almen...
Hvað er „meme“ og er til íslenskt orð yfir það?
Breski líffræðingurinn Richard Dawkins kom fram með hugtakið meme í bók sinni The Selfish Gene sem kom út árið 1976 og fjallar um hópa, erfðir og náttúruval. Dawkins myndaði orðið meme með því að fella saman enska orðið gene og gríska orðið mimeme (μίμημα „það sem hermt er eftir“)....
Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?
Kökurannsóknardeild Vísindavefsins fékk nafnlausa ábendingu um að köku hefði verið stolið úr krús í gær! Málið er grafalvarlegt og okkar fyrstu viðbrögð eru þau að setja á laggirnar rannsóknarnefnd. Nefndin er skipuð til þriggja ára og í henni sitja valinkunnir bakarameistararar. Forseti nefndarinnar er Hérastubbu...
Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið í Bandaríkjunum?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um Þrælastríðið og efni tengt því. Hér er meðal annars að finna svör við spurningunum: Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið sem var milli suður- og norðurríkja Ameríku þegar svertingjar voru þrælar? Af hverju kallast bandaríska borgarastyrjöldin („civil war“) „Þrælastríðið“...
Hvaðan eru kleinur upprunnar? Eru þær íslenskt fyrirbæri?
Kleinur eru í sínu einfaldasta formi mjöl og vökvi eins og öll önnur brauðdeig veraldarinnar íblandað eggjum og fitu sem er soðið eða steikt upp úr feiti. Það sem einkennir kleinur frá öðru soðbrauði er formið sem er einskonar slaufuform sem myndað er með því að gera rifu í miðjuna á útflöttum, tígullaga eða ferhy...
Hvað heitir eitraðasta slangan eða snákurinn?
Gera verður greinamun á hver er hættulegasti snákurinn og hver er eitraðastur því að eitruðustu snákarnir eru kannski ekki alltaf þeir hættulegustu af því að þeir bíta ekki eins oft og hinir. Í Bandaríkjunum eru hættulegustu snákarnir skröltormar (rattlesnakes) sem eru kallaðir eystri og vestari diamondbacks. S...
Hvernig lifir kakkalakki af kjarnorkusprengju?
Kakkalakkar þola margfalt meiri geislun en flestar aðrar lífverur og mun meiri geislun en spendýr. Mælingar sýna að þeir þola 130 sinnum meiri geislun en menn. Ekki er nákvæmlega vitað af hverju þeir þola alla þessa geislun en flestir vísindamenn telja að ástæðuna megi rekja til byggingar litninga kakkalakkanna, s...
Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga?
Svarið er nei, það virðist ekki vera neitt nema gróusaga að víkingar hafi notað hyrnda hjálma, enda væru hornin einungis til þess fallin að þvælast fyrir í bardaga. Sumir víkingar báru ekki neina hjálma. Aðrir notuðu líklega hjálma eða hettur úr leðri til að verjast höggum. Höfðingjar gátu svo leyft sér að láta sm...
Hver voru vinsælustu svör júnímánaðar 2018?
Í júnímánuði 2018 voru birt 58 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Þrjú af mest lesnu svörum júnímánaðar koma úr flokki sem helgaður er 100 ára afmæli fullveldis á Íslandi. Það e...
Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í janúar 2019?
Í janúarmánuði 2019 voru birt 48 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á að fræðast meira um sápugerð með vítissóda, en margir lásu einnig svör um sagógrjón, mo...
Hver voru vinsælustu svör nóvembermánaðar 2018?
Í nóvembermánuði 2018 voru birt 56 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir lásu svar við spurningunni Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur? Svör um striga...