Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5194 svör fundust
Hvers vegna klæjar mann?
Kláði er tilfinning sem kemur fram á ákveðnu svæði á húðinni og vekur hjá fólki löngun til að klóra sér á þessu svæði. Kláði getur stafað af ýmsum orsökum, allt frá þurri húð til krabbameins. Helsta efnasambandið sem kemur við sögu þegar mann klæjar er histamín. Það myndast í svokölluðum mastfrumum undir húðin...
Eru gerlar í öllum mjólkurafurðum og af hverju?
Gerlar finnast í velflestum mjólkurafurðum. Mjólk inniheldur náttúrulega fjölbreytta gerlaflóru, meðal annars mjólkursýrugerla. Við gerilsneyðingu eyðist stór hluti gerlaflóru mjólkurinnar, en þó lifa alltaf einhverjir gerlar af gerilsneyðingu. Gerilsneyðing útrýmir hins vegar öllum sjúkdómsvaldandi bakteríum ...
Eiga plöntur forfeður?
Sterkar líkur eru taldar fyrir því að líf hafi kviknað hér á jörðu fyrir um 3500 milljónum ára. Jafnvel er talið að lífið hafi kviknað nokkur hundruð milljón árum fyrr eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? Það leið hins vegar langur tími ...
Hvað er átt við með þjóðargjaldþroti?
Hugtakið þjóðargjaldþrot hefur talsvert verið í umræðunni undanfarna mánuði hérlendis. Sambærileg hugtök eru einnig til í öðrum tungumálum, til dæmis er stundum talað um national bankruptcy á ensku. Hugtakið er þó nokkuð misvísandi því að þjóð getur ekki orðið gjaldþrota. Ekki er hægt að eiga kröfu á þjóð sem slík...
Hvaða merkingu hefur það í stærðfræði að eitthvað sé ,,lokað undir'' samlagningu og margföldun og svo framvegis?
Í stærðfræði er mengi sagt vera lokað undir einhverri aðgerð ef útkoman úr aðgerðinni er aftur í menginu. Formlega skilgreiningin er svona: Látum X vera mengi, n vera náttúrlega tölu, og b : Xn → X vera vörpun. Þá segjum við að X sé lokað undir b ef að b(x1, ..., xn) er í X, fyrir öll x1, ..., xn í X. Se...
Hversu stór hluti jarðar er hulinn ís?
Heimildum ber nokkuð saman um það að nú á tímum nái jöklar yfir um 15 milljónir km2 af yfirborði jarðar sem er um það bil 3% af heildarflatarmáli jarðarinnar og um eða yfir 10% af flatarmáli þurrlendis jarðar. Suðurskautslandið með hafís umhverfis. Jökulskjöldur Suðurskautslandsins er langstærsta jökulbreiða ...
Hvar er helst að finna örnefni tengd þingmönnum?
Örnefni með forliðnum þingmenn eiga yfirleitt við leið þingmanna til þings og frá þingi og þar með einnig oft alfaraveg. Hér verða nefnd nokkur þessara örnefna. Aðeins eitt örnefni er á Suðurlandi, Þingmannagata í Villingaholtshreppi í Flóa en í Hróarsholti í Flóa var um skeið þriggja hreppa þing. Á Vesturlandi...
Er eitthvað hitastig í algjöru tómarúmi?
Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Hiti í gasi er þannig í beinu hlutfalli við meðaltalið af hreyfiorku eindanna í gasinu. Ef algjört tómarúm væri til væru augljóslega engar efniseindir þar og ekkert hitastig skilgreint. Algjört tómarúm er hins vegar hvergi til, tómarúm geimsins kemst næst því. Efnis...
Hver erfir mann sem á hvorki börn né maka?
Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Góðan dag! Karlmaður fellur frá á besta aldri. Hann á engin börn og engan maka en íbúð og peninga í banka. Foreldrar hans eru á lífi en móðir hans hefur verið í 20 ár á heilsustofnun (hún er út úr heiminum). Hann á líka þrjá bræður á lífi. Hver erfir hann? Hér skiptir máli hva...
Af hverju er appelsínugulur þjóðarlitur Hollendinga?
Ef spurt er um þjóð og vísbendingin sú að litir í þjóðfánanum séu rauður, hvítur og blár kemur ýmislegt til greina, en ekki víst að Holland lendi efst á blaði. Ef vísbendingin er hins vegar sú að þjóðin noti appelsínugulan lit við hin ýmsu tækifæri þá er trúlegt að margir giski á Holland. Á fánadögum sem tengja...
Væri krónan ekki búin að lagast ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri ekki krónan búin að lagast að stórum hluta ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna? Ekki er ljóst hvað fyrirspyrjandi á við með að krónan sé í lagi eða að hún lagist. Hér er gengið út frá að átt sé við stöðugt nafngengi. Eins og kemur fram í svari við spurning...
Geta simpansar fengið Down-heilkenni?
Down-heilkenni stafar af aukalitningi í frumum einstaklinganna. Í flestum tilfellum er manneskja með 46 litninga (2n=23). Einstaklingar með Down-heilkenni hafa hins vegar þrjú eintök af litningi 21 og eru því með 47 litninga. Af þeim sökum er þessi litningagalli líka kallaður þrístæða 21. Einstaklingar með Dow...
Hvað þýðir orðið lobbíismi sem stjórnmálamenn nota?
Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...
Hvað er kalvínismi eða kalvínstrú?
Kalvínismi eða kalvínstrú er algengt heiti á siðaskiptahreyfingu þeirri sem á rætur að rekja til Jóhannesar Kalvíns (Jean Calvin 1509–1564) og er þar með hliðstæða hugtaksins lútherstrú. Kalvínskar kirkjur eru á erlendum málum gjarna nefndar reformertar (af orðinu reformation sem merkir siðbót) til aðgreiningar fr...
Eru geimverur stórar?
Menn hafa ekki enn fundið nein dæmi um líf annars staðar í geimnum en á jörðinni. Vísindamenn gera hins vegar fyllilega ráð fyrir því að það sé líf utan jarðar, en galdurinn er bara að finna það. Einu geimverurnar sem við vitum um í dag erum við sjálf. Eða kannski allt það líf sem er og hefur verið á jörðinni...