Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1453 svör fundust
Hvers vegna eru skýin hvít?
Ský eru safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa og ískristalla sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Þegar sólarljósið fellur á ískristalla og vatnsdropana endurkasta þessar agnir öllum bylgjulengdum hins sýnilega ljóss og við skynjum endurkastið sem hvítt ljós. Vatnsdropar og ískristallar...
Hver er munurinn á hita- og kuldaskilum?
Skil myndast þar sem loft af mismunandi uppruna mætist, til þæginda er talað um að tveir loftmassar takist á. Skil eru sjaldnast alveg kyrrstæð heldur hörfar annar loftmassinn oftast fyrir hinum sem þá sækir fram. Skilum fylgir að jafnaði einhver úrkoma. Hitaskil eru þar sem hlýtt loft sækir að, þegar þau fara...
Hvaðan fáum við kranavatnið?
Mest allt vatn sem fer til neyslu á Íslandi, eða rúmlega 95%, er ómeðhöndlað grunnvatn. Grunnvatn er vatn sem er neðanjarðar en neðan vissra marka eru allar holur og glufur í jarðlögum fylltar vatni. Grunnvatns er aflað úr lindum, borholum og brunnum. Þeir sem búa ekki svo vel að fá grunnvatn þegar þeir skrúfa ...
Getið þið sagt mér eitthvað um þríbrota?
Þríbrotar (trilobita) eru útdauður hópur liðdýra (Arthropoda) sem uppi var á fornlífsöld. Þríbrotar voru með svokallaða ytri stoðgrind sem varðveitist afar vel í jarðlögum og gerir það að verkum að þetta er einn best þekkti hópur dýra frá fornlífsöld. Þríbrotar hafa varðveist vel í jarðlögum. Elstu þríbrotarnir ...
Hver er munurinn á plöntusvifi og dýrasvifi?
Plöntu- og dýrasvif eru smáar lífverur sem svífa um ofarlega í vatnsmassanum. Það sem greinir þær að er að plöntusvif flokkast til plantna sem stunda ljóstillífun en dýrasvif telst til dýra sem þurfa orku frá öðrum dýrum eða plöntum. Plöntusvif er frumframleiðandi líkt og landplöntur en dýrasvif eru ófrumbjarga lí...
Hver voru systkini Seifs?
Seifur var yngstur sex systkina. Hin fimm voru Hera kona Seifs en hún var drottning himinsins og verndari hjónabandsins og kvenna, Póseidon sem var sjávarguð Grikkja, Hades guð undirheima, Demetra gyðja akuryrkju og móðurgyðja Grikkja og Hestía sem var heimilisgyðja en hún var lítið dýrkuð í Grikklandi. Seifur o...
Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr?
Skaðleg áhrif eldgosa á dýralíf hér á landi hafa fyrst og fremst verið af völdum eitraðra efna, sem berast með gosösku og falla til jarðar á gróður og í drykkjarvatn, sem skepnurnar éta eða drekka og berast ofan í meltingarfærin. Eiturefnin frásogast úr meltingarfærunum til blóðsins og berast með því um líkamann. ...
Hvernig er eyðimerkurgróður?
Til eru ýmsar mismunandi skilgreiningar á eyðimörk en ein sem er nokkuð útbreidd miðar við að í eyðimörk falli innan við 250 mm af úrkomu á ári. Vegna þess hve lítil úrkoma fellur er mjög krefjandi fyrir plöntur sem og aðrar lífverur að þrífast í eyðimörkum. Plöntur þurfa helst að hafa tvo eiginleika til þess a...
Hvaða þættir eru ráðandi í vexti plöntusvifs á íslenska hafsvæðinu?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða þættir eru ráðandi í vexti plöntusvifs á íslenska hafsvæðinu og að hvaða leyti er hafsvæðið frábrugðið hér við land en á svipuðum breiddargráðum? Það sem helst ræður þeim þörungablóma sem verður á grunnsævinu við landið og öðrum svæðum í Norðaustur-Atlantshafi og sambæril...
Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðvanna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðva fyrst foreldrarnir fara á undan? Þegar ungar himbrima verða eftir á klakvötnum sínum hafa þeir ekkert til að leiðbeina sér annað en eðlisávísun og reynsluna sem þeir hafa öðlast eftir aðeins um 11 vikna umsjá foreldra sinn...
Af hverju sofa leðurblökur á hvolfi? Hafa þær klær?
Já, leðurblökur (Chiroptera) hafa klær. Þær nota klærnar til þess að festa sig við yfirborð meðan þær hvílast eða eru í dvala. Leðurblökur skera sig að mörgu leyti úr öðrum núlifandi tegundum spendýra. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er flugið, en leðurblökur eru einu spendýrin sem fljúga. Þess ber að geta að...
Hvað getur þú sagt mér um Júpíter?
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og sú langstærsta. Hún er 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli, 142.984 km við miðbaug, og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Massi Júpíters er 71% af samanlögðum massa allra reikistjarnanna. Ef Júpíter væri holur að innan, kæmust meira en 1.000 jarðir fyrir inni ...
Hvernig varð Seltjörn á Seltjarnarnesi til?
Á milli Gróttu og Suðurness yst á Seltjarnarnesi liggur breið vík, kölluð Seltjörn, og er nesið kennt við hana. Svæðið við Seltjörn er vinsælt útivistarsvæði og fjöldi fólks fer daglega út að Gróttu til að njóta sjávarloftsins. Það er þó ekki víst að allir sem þar eiga leið um átti sig á þeirri jarðfræðigersemi se...
Hvernig bregst líkaminn við súrefnisskorti í mikilli hæð?
Sífellt fleiri Íslendingar sækja í göngu- og fjallahjólaferðir, skíðaiðkun og fjallaklifur erlendis þar sem fjöll eru hærri en 2500 metrar yfir sjávarmáli, en í þeirri hæð getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi...
Hverjar eru hugmyndir Platons um eðli og hlutverk karla og kvenna?
Þegar haft er í huga að heimspeki vestrænnar menningar hefur verið sögð lítið annað en “neðanmálsgreinar við heimspeki Platons” (A. N. Whitehead) er ekki að undra að hugmyndir Platons um kynin hafi í ríkum mæli mótað skilning okkar á hlutverkum kynjanna. Í heimspeki Platons er að finna tvíhyggju hins karllega og h...