Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4647 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vitað um áhrif tónlistar á námshæfileika?

Tengsl tónlistar við önnur svið Hér er að líkindum átt við áhrif tónlistarnáms á námsgetu í öðrum greinum en tónlist. Í hnotskurn er svarið við spurningunni þetta: Á grundvelli þeirra vísindarannsókna sem fram hafa farið til þessa er hvorki hægt að staðfesta né alfarið hafna þeim möguleika að tónlistarnám geti...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju eru hérar hafðir með í langhlaupum í frjálsum íþróttum?

Fyrir þá sem ekki vita er sá kallaður héri sem hleypur á undan keppendum í langhlaupi en tekur sjálfur ekki þátt í baráttunni um verðlaunasætin (þótt reyndar hafi það gerst að hérar klári hlaup og vinni). Nafnið fær hann auðvitað af samnefndu dýri sem þekkt er fyrir mikla spretthörku. Héranum er gert að halda uppi...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hafa karlmenn hríðahormón?

Í heild sinni er spurningin svona:Hafa karlmenn oxýtosín hormón (hríðahormón) í sér og hvaða hlutverki gegnir það? Oxýtósín (OT) eða hríðahormón myndast í undirstúku heilans en er geymt í afturhluta heiladinguls. Þaðan berst það eftir taugasímum í blóðrásina. Það er einnig seytt frá öðrum stöðum innan heilans og ...

category-iconLögfræði

Má eiga líkamspart af sjálfum sér eftir aflimun?

Spyrjandi bætir við: Ef ekki, af hverju þá? Af hverju má ég eiga tennurnar úr mér en ekki höndina? Í 72. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram að eignarrétturinn sé friðhelgur og að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Af þessu má álykta að skýrar lagareglur þurfi til að takmar...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getur þú sagt mér um Kveðjusinfóníuna eftir Joseph Haydn?

Ein merkasta sinfónía Josephs Haydns (1732-1809) er sú nr. 45 í fís-moll, sem kölluð er Kveðjusinfónían. Um tilurð hennar er óvenjumargt vitað enda liggur áhugaverð saga þar að baki. Það var venja Nikulásar Esterházy prins, sem var vinnuveitandi Haydns, að dveljast í sveitahöllinni í Esterháza yfir sumarmánuðina e...

category-iconLífvísindi: almennt

Er veiran sem veldur COVID-19 öðruvísi en aðrar veirur?

Þetta er góð og margþætt spurning. Einfalda svarið er í raun: Já, á sama hátt og allar aðrar veirur eru sérstakar á sinn hátt. Hver og ein veira er einstök en hefur sameiginlega þætti sem gera hana keimlíka mörgum öðrum veirum. Til að skilja þetta betur þurfum við fyrst að skoða hvað einkennir veirur almennt og sí...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Hannes Finnsson?

Hannes Finnsson (1739-1796) fæddist í Reykholti í Borgarfirði. Hann var sonur Guðríðar Gísladóttur (1707-1766) og Finns Jónssonar (1704-1789). Guðríður var sonardóttir Jóns Vigfússonar (Bauka-Jóns, 1643-1690) sem varð biskup á Hólum eftir nokkuð ævintýralegan feril sem sýslumaður. Finnur var af prestaætt sem lengi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?

Hestar eru einstaklega félagslyndar skepnur. Forfeður þeirra voru dýr sléttunnar og þar er gott að vera í hóp til að geta falið sig í fjöldanum þegar rándýr eru á ferðinni. Það er því sterkt í eðli þeirra að flýja hættu og eins og allir vita þá fara þeir hratt yfir. Aðlögun að sléttulífi og félagslyndi sýnir sig b...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju kemur vetur?

Veturinn kemur af því að möndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar. Hins vegar vísar hann alltaf í sömu stefnu í geimnum. Þess vegna snýr norðurpóll og norðurhvel jarðar stundum frá sól, mest á vetrarsólhvörfum. Þá er vetur vegna þess að minna sólarljós fellur á hverja flatareiningu heldur en á su...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Þegar hellt er úr glasi eða skrúfað frá krana, af hverju mjókkar bunan er neðar dregur og svo brotnar hún upp?

Þetta er góð spurning sem varpar ljósi á mikilvæg atriði í straumfræði. Vatnið í bununni er í rauninni í frjálsu falli með vaxandi hraða. Vatn safnast hins vegar hvergi fyrir á leiðinni þannig að jafnmikið vatn fer gegnum öll þversnið bununnar. Nú er vatnsmagnið sem fer gegnum slíkt snið á tímaeiningu margfeldið a...

category-iconMannfræði

Hvað er lausnarsteinn og úr hvaða efni er hann?

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá ýmsum náttúrusteinum, en svo nefnast einu nafni þeir steinar sem búa yfir töframætti. Þar er meðal annars sagt frá lausnarsteininum. Helsti kostur lausnarsteinsins er að hann leysir konu „sem á gólfi liggur vel og skjótt frá fóstri sínu, og þarf þá ekki annað en annaðhvort l...

category-iconHugvísindi

Borða dýrin?

Samkvæmt hefðbundinni málnotkun og máltilfinningu borðar maðurinn en önnur dýr éta. Misskilningur á þessu hefur oft komið fram í spurningum til okkar og virðist vera að færast í vöxt. Því viljum við minna sérstaklega á þetta hér. Það er einungis maðurinn sem borðar, samkvæmt máltilfinningu okkar. Þó má að sjál...

category-iconStjórnmálafræði

Hver er munurinn á stjórnmálaflokki og stjórnmálahreyfingu?

Stjórnmálaflokkar eru ólíkir öðrum samtökum að því leyti að þeir bjóða fram í almennum kosningum. Þeir hafa líka oftast nær það yfirlýsta markmið að vilja stjórna ríkisvaldinu. Í þessari merkingu eru hugtökin stjórnmálaflokkur og stjórnmálahreyfing notuð á víxl yfir það sama. Þegar talað er um stjórnmálahreyfingar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig gefa froskar frá sér eitur?

Fjölmargar tegundir froska eru eitraðar. Eitrið sem froskdýr hafa þróað með sér, gegnir nokkuð öðru hlutverki en hjá öðrum dýrum, svo sem snákum og köngulóm. Snákar nota eitur til að veiða bráð og eru því með eiturkirtla í kjaftinum auk þess að hafa kröftugar skögultennur til að koma eitrinu frá sér. Eiturkirtlar ...

category-iconLögfræði

Ef báðir foreldrar falla frá ungu barni hver fær þá forsjána? Geta foreldrarnir tilnefnt guðforeldra og mundi ríkið fylgja óskum þeirra?

Hér er einnig svarað spurningu frá Kristínu Friðjónsdóttur um sama efni sem hljóðaði svona: Hvert er hlutverk guðforeldra? Eru það guðforeldrar sem annast barnið, ef báðir foreldrar falla frá? Ef ekki, eftir hverju fer það þá?Samkvæmt nýjum barnalögum sem taka gildi 1. nóvember 2003 geta forsjárforeldrar ákveðið h...

Fleiri niðurstöður