Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3516 svör fundust

category-iconHugvísindi

Átti Hitler konu og börn?

Adolf Hitler (1889-1945), leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, átti eiginkonu í tæpa tvo sólahringa. Þann 29. apríl 1945 gekk hann í hjónaband með Evu Braun (1912-1945), ástkonu sinni til margra ára. Þann 30. apríl sviptu þau sig lífi, hún tók inn blásýru en talið er að Hitler hafi skotið sig s...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru hár mismunandi á litinn?

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? kemur eftirfarandi fram: Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárs...

category-iconMannfræði

Hvað var fyrsta hljóðfærið og hvar var það fundið upp?

Eins og með fjölmarga aðra hluti er nær ógerningur að segja til um hvað hafi verið fyrst. Einnig eru skiptar skoðanir um hvað skuli telja til hljóðfæra. Til að mynda hefur fundist um 45 þúsund ára gömul meint flauta, kennd við neanderdalsmennina, úr holu beini. Neanderdalsmaðurinn var uppi fyrir um það bil 120.000...

category-iconNæringarfræði

Er eggjarauða fitandi?

Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að brenna. Orkuþörfin er breytileg á milli einstaklinga...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er tæpitunga og hvað er að tala tæpitungulaust?

Nafnorðið tæpitunga merkir annars vegar ‘smámæltur maður’ en hins vegar ‘smámæli, óskýrt tal’. Að tala tæpitungu merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 2:1630) að ‘líkja eftir smámæli, óskýru tali barns’ og ‘tala óljóst, gefa í skyn, segja ekki fullum fetum’. Að tala tæpitungulaust merkir þá ‘afdráttarlaust, ful...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að fúlsa við einhverju og hver er uppruni sagnorðsins?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Hver er uppruni orðsins að „fúlsa“, venjulega segir maður að maður fúlsi við einhverju en má maður líka segja að einhver fúlsi yfir einhverju? Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir um sögnina að fúlsa og alltaf með forsetningunni við (fúlsa við einhverju). E...

category-iconHeimspeki

Ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt, heyrist þá eitthvert hljóð?

Sé spurningin tekin bókstaflega hlýtur svarið einfaldlega að vera "nei". Sé engin heyrandi vera nálægt trénu sem fellur, hvorki manneskja né annað dýr, heyrist ekkert hljóð því merking orðsins "að heyrast" virðist fela í sér að einhver heyri. Hins vegar má umorða spurninguna og spyrja hvort eitthvert hljóð myndist...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er langt á milli jarðar og sólar?

Braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga. Jörðin gengur eftir sporbaug, ofurlítið ílöngum ferli sem líkist hring. Vegna þessa er fjarlægðin til sólu ekki alltaf sú sama, þótt ekki muni miklu. Mesta fjarlægð jarðar frá sólu eru 152,1 milljón kílómetrar sem er um þremur hundraðshlutum meira en m...

category-iconHeimspeki

Getur verið að háskólamenn líti svo á að það sem þeir ekki viti nóg um tali þeir ekki um og það sem þeir vita ekkert um sé ekki til?

Akademísk hugsun er frjáls en öguð. Starf fræði- og vísindamanna, innan háskóla og annars staðar, snýst um að leita þeirrar þekkingar eða skapa þá þekkingu sem ekki er til fyrir. Þetta líta þeir sjálfir og aðrir á sem skyldu fræðimanna. Til að þekkingin sé raunveruleg en ekki staðlausir stafir hafa fræðimenn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvaða hita er eðlismassi mældur? Hann hlýtur að vera breytilegur vegna hitaþenslu?

Það er rétt að eðlismassi fer eftir hita. Flest efni þenjast út við hitun, það er að segja að rúmmálið eykst. Þar sem eðlismassi er massi deilt með rúmmáli og massinn breytist ekki, þá þýðir þetta að eðlismassinn minnkar yfirleitt við hitun. Engu að síður er hægt að mæla eðlismassa við hvaða hita sem vera skal....

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist þegar jöklar hopa?

Sveinn Pálsson læknir (um 1800) er talinn hafa áttað sig á eðli skriðjökla fyrstur manna í heiminum - að þeir síga fram eins og seigfljótandi massi, en undir þrýstingi hegðar ís sér "plastískt". Þannig eru skriðjöklar eins konar afrennsli jöklanna; þeir bera ísinn, sem féll á jökulinn í formi snævar, niður á lágle...

category-iconLandafræði

Eru fleiri manneskjur lifandi í dag heldur en nokkurn tímann hafa dáið?

Eins og kemur fram í þessu svari eru núlifandi jarðarbúar rúmlega 6 milljarðar. Í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Hvað hafa margir fæðst á jörðinni? kemur hins vegar fram að alls hafi um 27,5 milljarðar manna fæðst hingað til. Af þessu má draga þá ályktun að 21,5 milljarður hafi dáið. Svarið við spurn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ég er með stafrænar myndir í mikilli upplausn. Ef ég minnka þær og set á vef taka þær þá ekki minna pláss?

Almennt má segja að ekki er þörf á jafnmikilli upplausn í myndum á vefnum og á pappír. Þess vegna er til dæmis yfirleitt ekki hægt að birta myndir frá vefnum óbreyttar á pappír ef gerðar eru venjulegar gæðakröfur um birtingu. Í flestum myndvinnsluforritum getur notandinn stýrt upplausninni á myndinni sem hann e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hjóla hamstrar á nóttinni?

Ástæðan fyrir því að hamstrar eru iðnastir á næturnar, hvort heldur er við leik eða næringaröflun, er sú að þeir eru svokölluð næturdýr eins og flest önnur nagdýr. Næturdýr velja, eins og nafnið gefur til kynna, nóttina fram yfir daginn til athafna. Ástæðunnar fyrir þessu atferli er eflaust að leita í langri þr...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir orðið penta í grísku?

Því er fljótsvarað: penta, eða pente, þýðir "fimm"! Þetta er eitt af töluorðunum í forngrísku, en frumtölurnar og raðtölurnar upp að tíu eru sem hér segir: FRUMTÖLURRAÐTÖLURkk./öll kynkvk.hk.1eismiaenprótos2duodeuteros3treistreistriatritos4tessarestessarestessaratetartos5pentepemptos6hexhektos7heptahebdomos8okt...

Fleiri niðurstöður