Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju myglar brauð ekki ef það er geymt í púðursykri?
Púðursykur er mjúkur vegna þess að hann inniheldur örlítið vatn eða um 1,5% af heildarmassanum, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu? Ef umbúðirnar utan um púðursykurinn eru ekki nægilega loftþéttar gufar vatnið í honum upp og sykurinn har...
Getur almenningur lagt fram frumvarp til laga á Alþingi?
Stutta svarið við spurningunni er nei. Samkvæmt stjórnarskrá hafa eingöngu þingmenn og ráðherrar valdheimild til þess að leggja fram mál á Alþingi. Í 38. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands stendur: „Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.“ Í 55. grein ...
Hvers konar rit er Sturlunga?
Þótt höfuðættir landsins hafi flestar hverjar deilt á síðari hluta 12. aldar og fram til 1264 er tímabilið engu að síður kennt við Sturlungaættina sérstaklega og nefnt Sturlungaöld. Ein helsta heimild okkar um þá sögulegu atburði sem áttu sér stað á þessum tíma er Sturlunga saga (einnig nefnd Sturlunga). Sagnarita...
Eru refir skyldir köttum?
Bæði kettir og refir teljast til ættbálks rándýra (Carnivora) en eru talsvert fjarskyldir. Í árdaga rándýra varð aðskilnaður í tvær greinar eða undirættbálka, annars vegar hunddýr eða hundlík rándýr (Caniformia) og hins vegar kattlík rándýr (Feliformia). Í fyrri greininni komu fram dýr eins og hundar, úlfar, birni...
Hvað er sigdalur og hvernig myndast hann?
Sigdalur (e. graben, rift valley) er það kallað þar sem spilda milli sprungna hefur sigið og myndað við það dal á yfirborði. Sigdalir geta verið stórir, eins og til dæmis Rínardalurinn eða sigdalirnir miklu í Austur-Afríku, eða litlir eins og sumir sigdalirnir í sprungusveimum íslenskra eldstöðva. Sigdalir ver...
Verða eldgos aðeins á flekaskilum?
Stutta svarið við spurningunni er að eldgos verða ekki aðeins á flekaskilum heldur einnig á flekamótum og á svonefndum heitum reitum sem geta verið fjarri flekamörkum. Hugtakið flekamörk er notað um svæði þar sem flekar mætast. Flekaskil eru þar sem flekar færast hvor frá öðrum og ný bergkvika kemur upp en flekam...
Hvað þurfti margar kálfshúðir í eina bók á Sturlungaöld?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þurfti margar nautshúðir í eina bók á Sturlungaöld? Það fór eftir því hve stór bókin var, það er í hve stóru broti hún var, en það fór líka eftir því hversu þykk hún var, það er hve mörg blöð voru í henni. Bókfell er það kallað þegar búið er að verka skinn á þa...
Hvað er pilsfaldakapítalismi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég datt um orðið pilsfaldakapítalismi um daginn og velti því fyrir mér hver er uppruni þess? Með pilsfaldi er átt við neðri jaðar á pilsi. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar um að leita skjóls undir pilsfaldi en þá gengu konur í síðum pi...
Af hverju eru til mörg tungumál?
Það er ágætis spurning af hverju tungumálin eru mörg en ekki bara eitt. Ástæðan fyrir því er aðallega sú að við mennirnir búum til tungumálið. Það ekki eðlislægt samband á milli hljóðmyndar eða orðs og þess fyrirbæris sem vísað er til. Það er til dæmis ekki sjálfgefið að hljóðmyndin stóll vísi til fyrirbærisin...
Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur?
Það eru víst um 65 milljónir ára síðan risaeðlurnar urðu útdauðar. Steingerð bein þeirra hafa varðveist en lítið sem ekkert annað. DNA sameindir erfðaefnisins eru óstöðugar og jafnvel í lifandi frumum eru þær stöðugt að verða fyrir smáskemmdum. Þær mundu ekki endast lengi ef frumurnar réðu ekki yfir aðferðum til a...
Hvar fáið þið öll svörin við spurningunum? Kannski á Vísindavefnum?
Spyrjandi á varla við það að við fáum svörin á þessum vísindavef, því að upphaflega voru hér engin svör! Líklega er átt við það að við fáum svörin á Veraldarvefnum og það er rétt í sumum tilvikum. Stundum veit höfundur svars strax hvert svarið við spurningunni er og þarf ekki annað en að skrifa það niður og slí...
Hvers vegna fáum við náladofa?
Allir kannast við þau óþægindi sem verða ef maður rekur olnbogann í eitthvað og fær högg á „vitlausa beinið“ sem er ekki bein heldur taug sem liggur niður í handlegg og hönd. Við slíkt högg er oft eins og rafstraum leiði niður í höndina og á eftir fylgir oft dofi eða náladofi. Við fáum einnig náladofa við þrýsting...
Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?
Spurning Hrefnu Tómasdóttur var: "Af hverju gnísta börn tönnunum í svefni?" Við nýlega rannsókn í Bandaríkjunum kom í ljós að 15% barna og unglinga og allt að 95% fullorðinna höfðu átt við það vandamál að stríða að gnísta tönnum. Oftast gnístir fólk tönnum í svefni og veit þess vegna ekki af þessu en glímir við...
Af hverju fær fólk hálsbólgu þrátt fyrir að búið sé að fjarlægja hálskirtlana?
Þegar fólk talar um hálsbólgu er það í raun oft með kvef sem er sýking sem byrjar sem smásærindi í koki. Þessi særindi eru mest áberandi að morgni þegar slím hefur safnast í öndunarveginn og nef er meira og minna stíflað en ekki er til staðar bólga í hálseitlum. Slíkar sýkingar fær fólk að sjálfsögðu einnig þótt b...
Hvers vegna eru mörk hljóðmúrsins breytileg eftir hæð?
Þegar þotur ná hljóðhraða rjúfa þær svokallaðan hljóðmúr og gríðarlegur hávaði heyrist. Mörk hljóðmúrsins eru breytileg eftir hæð vegna þess að hljóðhraðinn í lofti vex með hita þess og hitinn breytist með hæð. Hitinn lækkar reyndar með hæð í lofthjúpnum upp að veðrahvörfum, það er að segja á mestöllu því svæði se...