Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1003 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver eru elstu þekktu tengsl Japans og Íslands?

Íslendingar eiga nokkra fræga Asíufara frá fyrri öldum, meðal annars Jón Ólafsson Indíafara (f. 1593) og Árna Magnússon frá Geitastekk (f. 1726), en enginn þeirra heimsótti Japan svo vitað sé. Líklegasta skýringin er sú að Japan var að miklu leyti lokað fyrir umheiminum á hinu svokalla sakoku-tímabili, sem varði f...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru erfðaupplýsingar?

Erfðir eru lykileiginleiki lífvera. Lífverur bera í sér kjarnsýrur og afkomendur þeirra fá afrit af þeim, og þannig flytjast upplýsingar milli kynslóða. En hvaða upplýsingar liggja í DNA-þráðum og litningum? Erfðaupplýsingar má flokka gróflega í tvær gerðir. Annars vegar upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir ...

category-iconLæknisfræði

Hefur hægt á náttúrlegri þróun mannsins vegna betri lyfja og mótun umhverfis?

Upprunlega hljóðaði spurningin þannig:Er eitthvað sem rennir vísindalegum stoðum undir staðhæfingar um að maðurinn hafi hægt á sinni líffræðilegu þróun sem lífveru með sífelldum heilsufræðilegum inngripum og mótun umhverfisins að eigin hentugleika, frekar en að gefa lífverunni færi á að breytast til að aðlagast að...

category-iconHeimspeki

Er fáfræði sæla?

Spurningar eins og þessi bera í sér skemmtilega þversögn. Ef spyrjandi er að leita eftir svari þá virðist viðkomandi ekki telja að fáfræði sé sæla. Og ef svarið er jákvætt ætti sá sem svarið ritar varla að hafa það lengra. Útskýringar og rökstuðningur eru andstæðan við hvers konar fáfræði. Í raun og veru er freist...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er lesblinda? Er hægt að lækna hana?

Orðið lesblinda Lesblinda er íslensk þýðing á orðinu dyslexia sem er notað í flestum erlendum málum. Oftast er orðið notað til að lýsa því þegar börn eiga í erfiðleikum með að læra að lesa þótt orðið sé einnig haft um það þegar fólk glatar lestrarhæfni við afmarkaða heilaskaða. Íslenska orðið lesblinda virð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver uppgötvaði rafmagnið?

Ein stærsta byltingin í nútímasamfélagi var uppgötvun og nýting rafmagnsins. Þó enn séu fjölmargir sem ekki búa við þau þægindi sem rafmagnið veitir væri nánast óhugsandi að ímynda sér lífið í hinum vestræna heimi án þess. Svo háð erum við rafmagninu að samfélag okkar lamast nánast algjörlega þegar þess nýtur ekki...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verkar tölvupóstur?

Þegar maður sendir tölvupóst fer af stað löng atburðarás sem lýkur yfirleitt nokkrum sekúndum síðar er pósturinn lendir á áfangastað. Ef ég ætlaði að senda þessa grein í tölvupósti myndi ég ýta á "Senda" takkann á póstforritinu mínu. Þá gerist eftirfarandi: Póstforritið byrjar á að mynda skjalið sem verður ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað liggur á bak við deilur Íraks og Írans? Hvert er ástandið nú og hverjar eru horfurnar?

Íranar og Írakar hafa marga hildina háð í gegnum tíðina enda tæpast við öðru að búast af tveimur stórþjóðum sem báðar státa af glæstri sögu og búa nánast í túngarðinum hvor hjá annarri. Í Íran búa tæpar sjötíu milljónir manna en Írak er talsvert fámennara, með um 27 milljónir íbúa. Allur þorri Írana er sjíta-músli...

category-iconLandafræði

Hvað þurfa margir að búa í bæ til að hann verði að borg?

Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um hvar mörkin liggi á milli bæjar og borgar. Spurningarnar eru meðal annars: Hvenær verður bær að borg? Hvað þurfa margir að búa í Akureyrabæ til að hann verði kallaður borg? Hvenær verður bær að borg og kauptún að kaupstað? Hvenær breytist Kópavogur úr bæ í borg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um miðlífsöld?

Hefð er fyrir því að skipta jarðsögunni í upphafsöld, frumlífsöld, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. Öldum er svo skipt niður í tímabil, sem dæmi skiptist miðlífsöld í trías, júra og krít. Miðlífsöld tók við af fornlífsöld fyrir um 250 milljón árum eftir mesta hrun lífríkis jarðar, þegar meira en 98% tegund...

category-iconVísindi almennt

Er hægt að særa djöfulinn úr andsetnu fólki?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Eru þekkt dæmi um það að djöfullinn sé til í fólki og hægt sé að særa hann út? (5. R í MR). Eru andsæringar til í alvörunni? Er hægt að sanna það að fólk hafi verið andsett. (Jenný Björk Ragnarsdóttir) Andsetning (e. possession) kallast það fyrirbæri þegar einstaklingur...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í eða á líkamanum, aðrar en rykmaurar?

Spurningin sem svo var orðuð árið 2002 og höfundur svaraði þá á Vísindavefnum felur í sér tvær rangar fullyrðingar. Enn fremur hafa í millitíðinni komið fram nýjar upplýsingar um uppruna rykmítla í húsakynnum hérlendis þannig að rétt þykir að uppfæra svarið. Í fyrsta lagi hefur orðið breyting á hugtakanotkun en...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað getið þið sagt mér um Spánverjavígin árið 1615?

Fiskveiðar hófust við Nýfundnaland í byrjun 16. aldar, fáum árum eftir að Evrópumenn uppgötuðu heimsálfuna Ameríku. Frakkar veiddu þorsk í stórum stíl, en sjómenn frá Baskahéruðum Spánar og Frakklands eltust við norðhval, sem einnig kallast grænlandssléttbakur og grænlandshvalur. Baskar við Biskajaflóa byggðu trau...

category-iconHagfræði

Hvert var framlag Adams Smiths til hagfræðinnar?

Nú á tímum er Adams Smiths einkum minnst fyrir framlag sitt til hagfræðinnar og er Auðlegð þjóðanna (An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations) oft sögð marka upphaf hagfræðinnar sem vísindagreinar. Auðlegð þjóðanna er löng bók, tæplega eitt þúsund blaðsíður að lengd. Hún er í fimm mislöngum h...

category-iconVeirur og COVID-19

Duga taugrímur til að verjast COVID-19?

Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað sérstaklega um andlitsgrímur og COVID-19 og bendum við lesendum á að lesa fyrst svar við spurningunni Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smitist af COVID-19? Í kjölfarið vaknar auðvitað spurningin: hvað með taugrímur? Í stuttu máli vitum við a...

Fleiri niðurstöður