Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8562 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Helga Lund rannsakað?
Sigrún Helga Lund er dósent í líftölfræði við læknadeild Háskóla Íslands og tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknir Sigrúnar miða fyrst og fremst að því að nota upplýsingar úr lýðgrunduðum gagnasöfnum til að skilja eðli og umfang sjúkdóma og annarra heilsutengdra viðfangsefna. Hér á landi eru skrá...
Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Dagsson stundað?
Jóhannes Dagsson er lektor við Listaháskóla Íslands. Rannsóknarsvið Jóhannesar liggur á mörkum hugspeki, málspeki og fagurfræði. Í rannsóknum sínum fæst hann við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins. Rannsóknir sínar notar/birtir Jóhannes í kennslu, hefðbundinni fræðilegri útgáfu og í myndlis...
Eru málmarnir gull, brons, ál og platína frumefni?
Lotukerfið inniheldur öll þekkt frumefni, bæði þau sem koma fyrir í náttúrunni og þau sem manneskjan hefur búið til í eindahröðlum (e. particle accelerators). Til þess að finna út úr því hvort tiltekinn málmur sé frumefni eða ekki er einfaldast að skoða lotukerfið eða leita í töflum/texta sem innihalda öll frumefn...
Hvað tekur líkamann langan tíma að melta fæðu?
Það fer alfarið eftir því hvernig fæðan er samsett hversu langan tíma tekur að melta hana. Þumalputtareglan er þó sú að sólarhring eftir að við höfum borðað máltíð höfum við melt hana og losað okkur við þann hluta hennar sem við getum ekki melt. Meltingarvegurinn nær allt frá munni til endaþarms og er nokkur...
Hvað eru nanóþræðir eða nanóvírar?
Nanóþræðir eða nanóvírar eru grannir vírar, allt frá örfínum atómkeðjum upp í víra með þvermál mælt í hundruðum nanómetra. Þannig er nafn nanóþráða einmitt dregið af þvermáli þeirra. Nanóvírarnir geta orðið mjög langir, oft 1000 sinnum lengri en þvermálið. Nanóvírar koma fyrir sem málmar, hálfleiðarar og einangrar...
Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum?
Í fyrsta lagi eru um 6000 stjörnur sýnilegar á næturhimninum með berum augum. Við sjáum þó aldrei nema helminginn af þeim í einu af því að helmingur himinsins er fyrir neðan sjóndeildarhring. Sjá nánar um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu? Í ...
Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?
Basalt er algengasta bergtegund á jörðu, og mynda basalthraun til dæmis nær allan hafsbotninn. Basalt er einnig útbreitt á tunglinu, á Mars og hinum innri plánetum sólkerfisins. Nafnið á þessari mikilvægu bergtegund er sennilega upprunnið í Egyptalandi fyrir meir en fimm þúsund árum. Egyptar nota nafnið basanos...
Er einhver munur á gasmagni í kviku eftir tegund hennar?
Flest efnasambönd sem ætla verður að séu alltaf í eldfjallagasi eru þar í smáum mæli. Þess er þó að geta að eituráhrif sumra lofttegunda eru mikil þótt styrkur þeirra sé lítill. Reginmunur er á heildarmagni lofttegunda í mismunandi kvikum. Basalt er allajafna snautt af gasi (0,2-0,5%), en kísilrík kvika, svo sem r...
Er fálkastofn á Íslandi og hversu stór er hann?
Fálkinn (Falco rusticolus) er staðfugl á Íslandi og ein þriggja tegunda þekktra ránfugla sem verpa hér á landi, hinar eru haförn (Haliaeetus albicilla) og smyrill (Falco columbarius).[1] Heimkynni fálkans er allt í kringum norðurheimskautið. Tegundin skiptist í nokkrar deilitegundir og kallast sú sem verpir hér á...
How many words are there in Icelandic?
It is impossible to say exactly how many words there are in Icelandic. Words are made every day, some of which may only be used once. These are usually compound words that are made because some event or object has to be instantly described, and there are no suitable existing words to choose from. Such words, whic...
Hversu margir búa í Suður-Afríku?
Ýmsar síður á netinu geta gefið okkur hugmyndir um fjölda íbúa í einstökum löndum eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu landi? Yfirleitt eru upplýsingar um fólksfjölda áætlaðar enda erfitt að fá nákvæmt yfirlit yfir fjölda íbúa þó við búum ...
Hvernig verða steinar til?
Orðið steinn getur bæði átt við berg/bergtegund (grjót) og steindir (steintegundir) eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju eru flestir steinar gráir? Þar segir meðal annars: Steindir eru kristallað frumefni eða efnasamband sem finnst í náttúrunni. Þær eru í raun smæstu eindir bergtegunda; sumar b...
Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar?
Eiginlega má segja að flest við Brasilíu sé stórt eða mikið, það er sama hvort litið er til flatarmáls landins, náttúrufars, dýralífs, fólksfjölda, fjölbreytileika mannslífs, bilsins milli ríkra og fátækra eða ákefðar við að halda stóra alþjóðlega íþróttaviðburði svo einhver dæmi séu nefnd. Hér verður sjónum hins ...
Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga?
Svarið er nei, það virðist ekki vera neitt nema gróusaga að víkingar hafi notað hyrnda hjálma, enda væru hornin einungis til þess fallin að þvælast fyrir í bardaga. Sumir víkingar báru ekki neina hjálma. Aðrir notuðu líklega hjálma eða hettur úr leðri til að verjast höggum. Höfðingjar gátu svo leyft sér að láta sm...
Hvað eru mörg lönd til í heiminum ef eyjar eru taldar með?
Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að ákveða hvað átt er við með orðinu “land”. Líklega er einfaldast að miða við að “land” sé það sama og sjálfstætt ríki eins og gert er í svari við spurningunni Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum? og nota aðildarlista Sameinuðu þjóðanna til þess að ákvarða...